Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 35

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 35
Þessa síðasta árs Kvennaáratugs Sameinuðu þjóðanna verður minnst með ýmsu móti. Á vegum 23 félagasam- taka hafa verið settir á fót hópar um sér- stök svið en þeir eru alþjóðahópurinn, 'auna- og atvinnumálahópur, aönau- hópur, listahópur og fræðsluhópur. Um- sjón með öllu hefur framkvæmdahópur- inn. I starfi sínu eru hóparnir mjög misjafn- le9a á veg komnir og enn erfitt að skýra eákvæmlega frá því hvað veröur á döfinni Þar eð tillögur hafa ekki veriö afgreiddar eða óljóst er um fjárráð. Ýmsilegt er þó al- yeg fastákveðið eins og alls herjar lista- hátíð kvenna, sem listahópurinn skipu- 'eggur og verður í haust. Þrjár tillögur lágu fyrir alþjóðahópnum Þegar þetta er skrifað: sú að hópurinn stæði fyrir söfnun til verkefnis sem verið er eö vinna í þróunarlöndunum á alþjóðleg- Urn grundvelli. Verkefnið beinist að því að nýta video-tæknina til að kenna konum t.d. notkun og öflun vatns. Talið er Ijóst að sú fræðsla, sem átt hefur sér staö í þróunar- 'endunum til þessa, hefur farið mikið fyrir °fan garð og neöan hjá konum þróunar- 'andanna vegna þess að þær eru flestar °laesar og hefur fræðslan því aðeins náð til farra menntakvenna og karlanna. Verið er aö þjálfa sex konur sem kennara. Önnur tillaga i alþjóöahóp fjallar um að bjóða til iandsins tveimur erlendum fyrirlesurum. Onnur þeirra er Elin Bruunsgaard frá Noregi og myndi hún einmitt ræða um að- sfoö við konur í þróunarlöndunum. Hin er ðandaríski blaðamaðurinn Gloria Steinem, stofnandi og ein af ritstjórum Ms-kvennatímaritsins. Gloria hefur verið Vlrk i baráttunni vestan hafs um árabil og Þykir mjög skemmtilegur fyrirlesari. Þáeru 1 alþjóöahópnum uppi hugmyndir um að aðstoða íslenskar konur við að sækja °Pnu kvennaráðstefnuna í Nairobi í júlí, °g yrði aðstoðin ekki fjárhagsleg heldur varðandi bókanir o.s.frv. (Ferðin ein mun ^°sta um 40—50 þús. ísl. króna.) þær, s®m áhuga hafa, hafiö samband við Elínu Þjá Jafnréttisráði. Gönguhópur er enn að Þíða undirtekta við bréfi sem sent var kvenfélögum og jafnréttisnefndum um allt landið, þar sem kynnt var hugmyndin að ðönguferö hringinn í kring um landiö. Launa- og atvinnumálahópur hefur rætt um að safna saman upplýsingum um sföðu kvenna á því sviði en beið eftir svör- um við fjárbeiðni þegar þetta var skrifað. Sá hópur hafði þá einnig rætt um að gera úttekt á kjörum einnar starfsstéttar, hefð- bundinnar kvennastéttar á borð við hjúkr- unarfræðinga, eða kennara, sem í æ rík- ara mæli hafa orðið kvennastétt. Launa- og atvinnumálahópurinn skrifaði borgar- stjóra bréf fyrir gerð fjárhagsáætlunar 1985 þar sem bent var á mikilvægi góðrar dagvistunar og farið fram á hærra framlag borgarsjóðs til þess málaflokks en áður hefur verið. Framkvæmdahópurinn er að láta gera yfirlit um stöðu kvenna, hvernig/hvort hún hafi breyst á kvennaáratug. Þessi úttekt verður á mörgum sviðum, svo sem um lagalega stöðu, menntamál, launa og at- vinnumál o.fl. og verða höfundar um 10 en ritstjóri til þessa verkef nis hefur verið ráðin Jónína Margrét Guðnadóttir, cand.mag. þá er Fríða Pálsdóttir félagsfræðingur að vinna að könnun á högum kvenna og við- horfum til jafnréttis kynjanna og verður sú könnun til samanburðar við könnun, sem gerð var um sömu mál árið 1976. Fríða vinnur aö þessu á vegum Jafnréttisráðs og verður fróðlegt að bera saman niðurstöð- urnar nú og fyrir átta árum. Að lokum skal tekið fram að þeir hópar, sem hér hafa verið nefndir eru ekki lokaðir nema síður sé og þær ykkar sem hafið áhuga á að starfa með, ættuð endilega að gefa ykkur fram við Elínu Flygenring hjá Jafnréttisráði (s. 27420) en hún mun geta komið ykkur í samband við réttann hóp. Jan.. Feh.Marz. alon á parís er hárgreiðslustofa í ^ hjarta borgarínnar, Hafnarstrœti 20 L/ (á torginu). Salon á parís býður fjöl- breytta pjónustu í hársnyrtingu fyrír alla fjöl- skylduna. Okkar mottó er að finna og draga fram stíl og persónuleika hvers og eins. Og svona tilfrekari áréttingar og hvatningu til að kynna yður pjón- ustu okkar, pá bjóðum við yður 20% afslátt af allrí okkar pjónustu í janúar febrúar og marz. Þessi afsláttur nær aðeins til bandbafa pessa VERTU VELKOMIN VIRDINOAREVLLST saJonáparis SmntiOfg HnMsdótlir 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.