Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 3

Vera - 01.06.1985, Blaðsíða 3
,,Ef þessar þrettán, föngu- legu stúlkur væru Kvenna- framboðiö myndum viö ekki bjóöa fram. Ég segi þetta nú i trúnaöi" sagöi borgarstjórinn í Reykjavík opinberlega á krýn- ingarhátíð feguröardrottningar ívor. Viö Kvennaframboðskon- ur vorum svo sem búnar aö velta því fyrir okkur, hvernig hægt væri aö vega upp á móti fegurðargildisáróðrinum i kring um samkeppnina, en eftir þessa yfirlýsingu borgar- stjórans var neistinn orðinn aö báli! ,,Viö bara mætum eins og feguröardrottningar á fund og högum okkur alveg nákvæm- lega eins og karlarnir vilja hafa konurnar. . .“ sagöi einhver. ,,Já, brosum bara og sam- þykkjum allt sem þeir segja. . .“ bætti önnur við. Og miðvikudaginn 5. júní, daginn fyrir borgarstjórnar- fundinn, fór allt í gang. Þaö þurfti aö fá lánaða kjóla, búa til kórónur, útbúa borða, semja yfirlýsingu og bókanir, redda háhæluöum skóm. . . Á fimmtudeginum var Kvenna- húsið eins og leikhús á generalprufu, borgarmálaher- bergi Kvennaframboösins breyttist í búningsherbergi, þar sem konur mátuðu kjóla, túberuöu á sér háriö og mál- uðu sig meö snyrtivörum úr einu allsherjar Kvennafram- boössnyrtidótspúkki! Uppi á loftinu sátu borgarfulltrúarnir viö aö semja bókanir, niöri á hljóðs kaffistofunni voru kaffikerling- ar líkt og gestir á tískusýningu aö dæma um ágæti kjólanna og segja fyrir um föröun. Þaö kom í Ijós að fóstrur og for- eldrar ætluðu að mæta á þenn- an borgarstjórnarfund líka til aö mótmæla neyöarástandinu í dagvistunarmálum — mynd- um við skemma fyrir þeim? Nei, þau hlytu að skilja hvaö við værum að fara svo þetta yrði gagnkvæmur stuðningur, var ákveðið. Þurfti aö hringja í pressuna? Nei, hún ætlaði að mæta vegna dagvistunarmál- anna. OK — þá fórum viö og svo fórum við. Viðbrögð annarra borgarfull- trúa voru ærið misjöfn. Borgar- stjórinn varð reiður og týndi landsfrægri kímnigáfunni eins og alþjóð sá í sjónvarpinu. Flokkssystur hans höfðu húmorinn í betra lagi — reynd- ar var ekki annað að finna en konunum í borgarstjórn væri vel Ijóst hvert við værum að fara með þessari uppákomu — kannski við hefðum átt að bjóða þeim að vera með! Karl- arnir sumir hverjir virtust gjarn- an vilja sýna okkur siðferðis- legan stuðning en vissu ekki alveg hvernig. Helst datt þeim í hug að slá okkur gullhamra svona til að sannfæra okkur um að viö hefðum „bara getað „Konur eru ekki svona, hvorki fegurðardrottningar né aðrar konur“ sögðu fulltrúar Kvenna- framboðsins á borgarstjórnar- fundi þ. 6. júní s.l. orðið fegurðardrottningar líka“, svo einhver var nú mis- skilningurinn á þeim bæjun- um! „Má ég vera dómari?" Spurði einn þegar hann sá allan hópinn í hnapp! — Þess- ar elskur! Guðrún Jónsdóttir tók til máls utan dagskrár í upphafi fundarins og las yfirlýsingu Kvennaframboðsins, þar sem skýrt var út hvað um væri að vera. Það kom fram í þessari yfirlýsingu, að „nokkur mis- brestur" myndi vera á mál- efnalegri afstöðu okkar á þess- um fundi og hvers vegna. Það voru auðvitað orð að sönnu, því áætlað var að haga sér alveg eins og karlar halda að konur séu og eins og þeir vilja að við séum, eins og sagan, bókmenntirnar, kvikmyndirn- ar, fegurðarsamkeppnirnar o.fl. o.fl., sem karlmenn semja og/eða skipuleggja lýsa okkur: Þessi áætlun var okkur afar erfið, því hún þýddi að við myndum alls ekki taka afstöðu heldur bóka hlutleysi á grund- velli „kvennalogíkar" karla- hugmyndanna. Á þessum fundi voru þó nokkur mál til af- greiðslu, sem fulltrúar Kvenna- framboðsins í nefndum og ráð- um höfðu tekið mjög ákveðna afstöðu í og nú stóð til að gera að engu þau viðhorf. Stað- reyndin er auðvitað sú, að á borgarstjórnarfundum skipta atkvæði minnihlutans engu máli nema í sárafáum undan- tekningum — tólf atkvæði meirihlutans ráða þar öllu hvort eð er. Við erum búnar að rembast eins og rjúpur við staur þarna inni í þrjú ár, kynna okkur mál, taka afstöðu, koma með tillögur, láta færa til bók- ar, mótmæla, halda ræður. . . sem sagt ganga í takt við kerf- ið, bregðast við því. Nú skyldi kerfið fá að bregðast við okkur! Um nánari umfjöllun „borg- armála", sjá borgarmálasíð- urnar. 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.