Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 14

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 14
Hugsa um stelPur pólitík? Af þessum fjórum ungu kon- um sem við hringborðið sitja er ein sem virkilega er farin að rek- ast á alls kyns hindranir á vegi sínum það er Anna María. Hún er eins og áður sagði, 23 ára, einstæð móðir lítils drengs á öðru ári. Hún segir að líf sitt snú- ist um barnið, vinnuna og tilver- una frá degi til dags. „Hef búið á sjö stöðum síðan barnið fæddist“ ,,Ég hef búið á sjö stöðum síð- an barnið fæddist. Ástandið á leigumarkaðinum er hrikalegt. Ég gekk í Félag einstæðra for- eldra bara til að fá húsnæði, en hef aldrei áður verið í neinu fé- lagi. En þar fékk ég fína íbúð fyr- ir nokkuð sanngjarnt verð. Bara í stuttan tíma að vísu svo ég er að hugsa um að reyna að kaupa íbúð í Verkó — byrja á herskyld- unni. Ég verð mikið vör við póli- tíkina í daglega lífinu. Ég fer með barnið mitt á dagheimili í fóstur. Davíð hækkar gjöldin um 50% og lækkar þau síðan um 20% og heldur að hann sé æðislega góður. Og svo auðvit- að í sambandi við húsnæðis- málin. Þar sem ég vinn kemur mikið af fólki sem er atvinnu- laust, mjög margar einstæðar mæður á smánarlaunum með 1, 2, 3, eða jafnvel 4 börn. Þetta eralltsaman pólitík. Menntunjá, einstæðar mæður eins og ég geta bara sleppt því að hugsa um menntun. Maður þarf að vinna allan daginn til að fram- fleyta sér og barni sínu og að ætla að fara í öldungadeild á kvöldin! Þú getur alveg eins gef- ið barnið þitt eins og að gera það, því þú myndir aldrei hitta barnið. í bæklingi sem ég fékk hjá Félagi einstræðra foreldra kemur fram að hlutfall ómennt- aðra er hvergi eins hátt eins og hjá einstæðum foreldrum og mig minnir að llka hafi komið fram að börn þessara foreldra fari síður í nám. Þar er í raun og veru verið að framleiða lágstétt. Og hverjir stjórna þessu, það eru þessir menn sem maður á að fara að kjósa. Pólitík er bara fjölmiðlafár og stjórnmálamönn- um hættir til að líta svo á sem við séum til fyrir þá en ekki að þeir séu í raun og veru þjónar okkar." Viö þeim Helgu, Júlíu og Díönu blasir „beinn og breiöur vegur", eða hvað? Jslenskunám er líklega frekar óraunhæft launa- lega séð“ Helga: Ég er orðin þreytt á afgreiðslustörfum, þau eru illa borguð og lítill möguleiki á að vinna sig upp. Ég er stúdent, en þegar ég byrjaði í mennta- skóla hafði ég ekki hugsað mér að fara í lengra nám, en núna býst ég við að læra meira þótt ég viti ekki hvað það verður. Stúdentsprófið gildir orðið svo lítið. Það gengur betur að fá vinnu gæti ég trúað ef þú ert með stúdentspróf, en það munar ekkert um það í laun- um. Aftur á móti er það oft þannig með stráka að það er bara búið til eitthvert nafn og þannig fá þeir oft miklu hærri laun, jafnvel þótt þeir vinni sömu störf og við. Mig langar til að læra íslensku, en það er lík- lega frekar óraunhæft launa- lega séð. Og maður lifir víst ekki á hugsjónunum einum saman. „Markmiðið að standa undir sjálfum sér“ Júlía: Markmiðið hlýtur að vera að standa undir sjálfum sér og vera virkur í þjóðfélag- inu. Ég vil mennta mig í það starf sem mig langar til að vinna við. Ég er á uppeldis- braut og stefni að framhalds- námi á því sviöi, þótt þaö gefi kannski ekki mikið af sér pen- ingalegaséðþátekég ánægju fram yfir peninga. Maður hlýtur að stefna að því að vinna að sínum hugðarefnum og glíma þá frekar við peningavandann þegar þar að kemur! „Mig langar til að stofna heimili og eignast börn“ Díana: Mig langar til að klára skólann hér heimaog lærasíð- an söng, óperusöng. Það er draumurinn en ég veit ekki hvað verður, það er svo dýrt nám. Ég vil geta unnið vinnu sem ég hef gaman af. Hún mamma vinnur við að skúra, hún sér ein fyrir okkur, og hún er svo þreytt að hún getur ekki einu sinni horft að sjónvarpið þegar hún kemur heim. Síðan, þegar ég er búin að læra lang- ar mig til að stofna heimili og eignast börn. Þótt ég vilji vinna úti vil ég líka vera með heimili. Það er algert skilyrði að maður- inn hjálpi til við heimilisstörfin. G.K. og k.a.á. Það eru að koma borgar- stjórnarkosningar. Tuttugu og fimm þúsund ungmenni standa nú í fyrsta skipti á ævi sinni frammi fyrir því aö bera þá ábyrgð sem fylgir því að treysta einhverjum stjórnmála- flokknum fyrir atkvæði sínu. Það er ekkert smámál að druslast með kosningarrétt sem mér finnst ég varla lofta, að minnsta kosti ekki að óhugsuðu máli. Hver ætli staða okkar ungu stúlknanna í þessu þjóðfélagi sé? Við erum ekki lengur börn sem þurfum dagvistunarpláss né samfelld- an skóladag, við sækjum ekki lengur í æskulýðsstöðvarnar. Líklegast er best að flokka okk- ur sem eftirlætisbörn þjóð- félagsins. Framtíðin er okkar. En það er ekki laust við að það skelfi mig hvað framtíðar- sýn okkar er óskyld raunveru- Margrét Jónsdóttir er 20 ára og nemi í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 14

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.