Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 44

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 44
Þann 7. júní síðast liðinn stofnuðu konur á Seyðisfiröi hlutafélag sem hlaut nafnið Frú Lára. Hugmyndin fæddist fyrst á leitarráðstefnu sem haldin var á vegum Iðnþróunarfélags Austurlands. Markmið þessar- ar ráðstefnu var að stuðla að auknum atvinnutækifærum og bættri félagsaðstöðu á Seyðis- firði. En meiri fjölbreytni í at- vinnulífi og félagsmálum er tal- in auka líkurnar á því að byggð haldist í bænum. Á leitarráðstefnunni starfaði kvennahópur. Upphaflega vaknaði hugmyndin í þessum hópi þegar erfitt reyndist að fá konur til að vera með á leitar- ráðstefnunni. Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um að kenna áhugaleysi kvenna. Konur ættu hinsvegar erfitt með að sitja heila helgi á ráðstefnu vegna fjölskylduað- stæðna. Þá lá í augum uppi að ef skapa átti atvinnu fyrir konur varð að taka mið af því hvernig konum hentar að vinna. Skapa þurfti aðstöðu, þar sem konur gætu komið og unn- ið ýmis störf á mismunandi tím- um jafnvel með börn sín með sér. Meðal fyrstu hugmynda var sú að nýta þekkingu og reynslu hver annarar. Ein kann að skipta um rennilás í buxum, önnur vélritar, eða kann bókfærslu svo dæmi séu nefnd. Þá gæti ég skipt um rennilás fyrir þig og þú vélritar fyrir mig, gegn greiðslu. Smám saman söfnuðust fleiri og fleih hugmyndir að og tíminn mun leiða í Ijós hverjar þeirra korTi- ast í framkvæmd. Það fer eftir áhuga þeirra kvenna sem rekstrinum standa. Á leitarráðstefnunni höfðu konurnar strax augastað á hús' í bænum, og það varð úr að fest voru kaup á húsinu fýrir hönd 20 til 30 kvenna. Þá stra* voru uppi hugmyndir um ^ stofna hlutafélag og úr þessuh1 hópi voru flestar tilbúnar Þetta er líkaminn minn Fljótlega eftir stofnun Kvennaathvarfsins í Reykjavík, í árslok 1982 varö Ijóst að mikill fjöldi barna fylgdi mæðrum sínum í athvarfið. Árið 1983 var Barnahópur stofnaður innan samtakanna og var ætl- að að styðja við börnin í athvarfinu. Verkefni Barnahóps hafa aukist með árunum og hafa í æ ríkara mæli beinst að börnunum í þjóðfélaginu, og hvernig beita megi fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að draga megi úr ofbeldi, kúgun, kynferðislegri áreitni og vanrækslu. Eitt af þeim verkefnum er útgáfa bókar sem heitir ÞETTA ER LÍKAMINN MINN eftir Lori Freeman með teikningum eftir Carol Deach. Bókin er miðuð við börn á forskólaaldri og ætlast er til að hún sé lesin með þeim af fóstrum eða for- eldrum. Hún er skrifuð til þess að hjálpa fullorðnum og börnum á leikskólaaldri að tala um kynferðis- lega áreitni á eðlilegan hátt. Markmiðið með bókinni er að gera börn meðvituð um yfirráð sín yfir eigin líkama og tilfinningum. Höfundur bendir á það, hvernig litil börn geta varist líkamlegri áreitni án þess að það valdi hræðslu eða sektarkennd. Hún sýnir hvernig hægt er að ræða við börn um líkamlega áreitni á nærfærinn hátt, vandamál, sem trúlega er mun algengara en talið hefur verið. Bókin lýsir engum sérstökum atvikum eða dæmum um kynferðislega áreitni. Börn á forskólaaldri hafa ekki þroska til að skilja slíkt og gætu hræðst þess háttar lýsingar. En börn á þessum aldri geta skilið, að þeirra eigin tilfinningar og vilji geti haft áhrif á samskipti þeirra við aðra. Margir foreldrar veigra sér við að tala um þetta efni við börn sín, en athuganir sýna að börn, sem fengið hafa fræðslu, eru betur í stakk búin til að komast hjá áreitni. Bókina er hægt að fá í bókabúð Máls og menningar og á skrifstofu Kvennaathvarfsins, Hlað- varpanum, Vesturgötu 3b, 101 Reykjavík. Síminn er 91-23720. Á skrifstofunni fást einnig bækl- ingar sem útskýra kynferðislega áreitni, upplýsingar um barnasímann o.fl. 44 bb

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.