Vera


Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 44

Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 44
„Strá í hreiðrið" Rætt við Bríeti Héðinsdóttur Um þessi jól koma út sendibréf Bríetar Bjarnhéðinsdóttur til barna sinna skrifuð á árunum 1910-1917. Sonardóttir Bríetar, Bríet Héð- insdóttir, ritstýrir og skrifar skýr- ingar. A meðan ég trúði mannkynssögubókum og áður en ég fór að hafa afskipti af kvennabaráttu, vissi ég það eitt um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur að hún barðist fyrir kosningarétti kvenna og að fyrsti valtari Reykjavíkurborgar var nefndur eftir henni. Við nánari athugun kom svo i Ijós, að Bríet er sá Islendingur, sem einna mestan svip setur á okkar öld. Hvar sem borið er niður í sögunni allt frá því að fyrsta skráða kvennahreyfingin lét á sér kræla, er henn- ar nafn efst á blaði. Hún er alls staðar: Hún heldur fyrirlestra, stofnar kvennablað, stofnar kvenfélög, verkakvennafélög, kvennalista, situr í bæjarstjórn, fer utan á alþjóðaþing. Og eftir því sem áhugi hennar og ódrepandi atorka verður Ijós- ari, þeim mun forvitnilegri verður sjálf per- sónan. Hvað til að mynda var hún að lesa og við hverja að spjalla sem gefur henni hugvit og kjark til að halda opin- beran fyrirlestur (fyrst íslenskra kvenna) um jafnrétti kynjanna árið 1886, þá aðeins tvítug að aldri? Hvernig var heima hjá henni, hvað sagði Valdimar! Hvernig var uppeldi barnanna, sem bæði urðu kjarna- fólk og sögufræg, hagað? Hvernig var samband hennar við þau? Hvernig var þessi kona eiginlega? I mínum huga er það því ekkert vafa- mál, hverja af nýju bókunum ég hlakka mest til að fá í hendur þessi jól — það er bókin „Strá í hreiðrið", bréf Bríetar til þeirra Laufeyjar og Héðins skrifuð árin 1910 til 1917, sem sonardóttir Bríetar, Bríet Héðinsdóttir hefur safnað saman og rit- stýrir. Þessi bók finnst mér að muni geta svarað spurningum og aukið við þá mynd, sem afrekaskrá Bríetar ein getur aldrei gefið. Að sögn Bríetar Héðinsdóttur er uppistaðan í þessari bók bréf Bríetar til barna hennar þau ár sem þau stunda bæði háskólanám í Kaupmannahöfn. ,,Mörg þeirra bréfa, sem Bríet hefur skrifað þeim, eru sennilega glötuð en ég hafði þó úr geysimörgum að spila. Eg hef valið úr þeim kafla og tengt þá til að reyna að halda samhengi. Þetta eru einkabréf móður til barna og bera öll slík einkenni. Þótt stjórnmál og kvennabaráttu beri iðulega á góma, er það tilviljunum háð hvaða efnisatriði er drepið á. Bréfin fjalla fyrst og fremst um hversdagsamstur fátækrar ekkju í Þingholtunum, sem hefur sérstöðu vegna áhugamála sinna og starfa." Hér er ekki úr vegi að rifja upp nokkur þau störf, sem Bríet hafði á höndum árin sem bréfin eru skrifuð: hún situr í bæjar- stjórn Reykjavíkur, er formaður Kvenrétt- indafélags íslands, gefur út og ritstýrir Kvennablaðinu. Umræðan um kosninga- rétt kvenna er í hámarki og árið 1915 fæst sá réttur með nýrri stjórnarskrá. Að fengn- um nýjum réttindum hefst umræða um sér- framboð kvenna til Alþingis, en vel að merkja, Bríet fór inn í bæjarstjórn af sér- lista kvenna þegar árið 1908. Árið 1913 fer Bríet ásamt Laufeyju dóttur sinni á al- þjóðlegt þing kvenréttindakvenna í Buda- pest. (Þess má geta hér, að árið 1906 sat Bríet alþjóðlegan fund sömu samtaka í Kaupmannahöfn og mun það vera í fyrsta skipti, sem íslendingur situr alþjóðafund sem sjálfstæður fulltrúi íslands en er ekki talinn með Dönum.) ,,Bréfakaflarnir eru næsta hversdagsleg- ir, ég hef skrifað inngangskafla og enn fremur fáeina kafla, sem fjalla um líf Bríet- ar eftir bréfatímabilið. Við það notaði ég öll tiltæk gögn, prentuð og óprentuð, þ.á.m. bréf sem hafa verið skrifuð til hennar." ,,Eitt af því sem kemur mjög glöggt fram íþessum bréfum" heldur Bríet áfram," er að Bríeti og konunum, sem hvað harðast töluðu fyrir kosningaréttinum, var alveg Ijóst að sá réttur væri aðeins ,,strá í hreiðrið" eins og hún orðaði það þó hann væri undirstaða annarra réttinda. En ástæðan fyrír því, að Bríet var svona gíf- urlega hörð á því að fá það ákvæði inn í stjórnarskrána, var ekki síður sú, að hún treysti því ekki sem þó var reynt að telja henni trú um, að sambandsmálið (þ.e. stjórnmálasamband Islands og Danmerk- ur) yrði að afgreiða fyrst, kvennamálin mæfti lagfæra síðar. Nei, hún vildi réttindi kvenna ,,núna" og treysti því engan veg- inn að það fengi lausn síðar. Hana grun- aði nefnilega, að kynslóðin, sem taka myndi við af kynslóð Hannesar Hafstein og Skúla Thoroddsen, myndi verða miklu afturhaldssamari og gat ekki hugsað sér að stóla á hana. Og Bríet hafði litla trú á samvinnu við karla, þótt hún teldi hana æskilega, taldi að slík samvinna yrði tæp- ast svikalaus frá þeirra hendi, þeir sæktust bara eftir atkvæðum kvenna. Þú veist hún gerði tilraun til að vinna með Heimastjórn- arflokknum ekki satt!" — Þess í stað hratt hún af stað sérfram- boðum kvenna! ,,Umræðan um sérframboð minnir um margt á umræðuna núna, rökin bæði með og á móti eru þau sömu og notuð eru í umræðunni núna." Og heldur Bríet Héðinsdóttir að bókin muni svara einhverjum þeirra spurninga, sem afrekaskrá ömmu hennar hefur vakið með fyrirspyrjenda? Um það vill hún sem fæst orð hafa: ,,Fyrír mér vakir a.m.k. á yfirborðinu að reyna að kynnast manneskjunni Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en raunverulegan til- gang minn vil ekki gefa neinar yfirlýsingar um!" Svo við verðum bara að bíða og sjá hvað setur. En ég bíð full eftirvæntingar. Ms 44

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.