Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 32

Vera - 01.05.1989, Blaðsíða 32
unarfræðinga í desember 62.393 - kr. og kenn- ara í framhaldsskólum 69-759.-. í taxtalaunum komast kennarar aldrei hærra en í 70.293 - kr. „Þetta er nú öll dorran eftir margra ára háskóla- nám‘ ‘ sagði Þórhildur. Og:,, það er tómt mál að kanna endalaust og tala um forgangsverkefni í skólastarfi fyrr en því forgangsverkefni hefur verið sinnt að bæta kjör og virðingu kennara." Þórhlldur Þorlelfsdóttlr Á eftir Þórhildi steig fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, í stólinn, svipaðist um á pöllunum, hneppti jakkanum sínum eins og herramanna er siður og reyndi síðan að sannfæra þingheim um að Sjálfstæðisflokkurinn væri tala sem hneppa mætti Kvennalistann á. Svo kvartaði hann und- an því að þurfa að sitja undir utandagskrár- umræðu þar sem engum spurningum væri beint til hans sem fjármálaráðherra. Honum fannst formsatriðum ekki fullnægt og slíkt er eitur í beinum sósíalista í seinni tíð, eins og dæmin frá forseta þingsins sanna. Ólafur var bara brattur og sakaði Þórhildi Þorleifsdóttur um kvenfyrirlitningu. Sagði hann að konur hefðu haft veruleg áhrif á samn- ingagerðina bæði af hálfu BSRB og þá ekki síð- ur ríkisins, enda væri samninganefnd ríkisins að meirihluta til skipuð konum. Sagði hann að Þórhiidur virtist ekki gera sér neina grein fyrir að þarna væri um „tímamótasamning fyrir konur“ að ræða. Benti hann á þrjú atriði þessu til sönnunar. Lífaldursbreytingar sem munu fyrst og fremst gagnast þeim hópum sem eru að mestu skipaðir konum. Krónutöluhækkunina sem hefur mest að segja fyrir þá lægstlaunuðu þ.e. konur, og reglugerð um barnsburðarleyfi sem verður breytt konum í hag. Það er ástæðulaust að vanþakka það sem vel er gert og vafalaust ber samningurinn nokkuð svipmót af þeim konum sem að honum unnu. Hann hefði án efa orðið verri ef þeirra hefði ekki notið við. Ég verð samt sem áður að játa upp á mig þá óskammfeilni að ég er ekki sér- lega djúpt snortin yfir þeim , ,tímamótum‘ ‘ sem í samningnum felast. Ég vil sjá stærri skref enn það er önnur saga. Ólafur Ragnar ræddi líka um verkfallsfólkið eins og Þórhildur og lýsti m.a. yfir vilja sínum til að ræða við kennara um samning sem tæki á heildarskipulagi skólastarfs og kjörum kenn- ara. Kennarinn sem við hlið mér sat á pöllun- um sagðist nú vera búin að heyra þetta svo oft og frá svo mörgum ráðherrum að hún nennti ekki að leggja það á sig að trúa orðum Ólafs. Meðan sú sem hér hamrar á tölvuna sat á pöllunum, töluðu Þorsteinn Pálsson, Halldór Ásgrímsson og Júlíus Sólnes auk Þórhildar og Ólafs Ragnars. Er skemmst frá því að segja að þeir voru allir þeirrar skoðunar að sjávarútveg- urinn í landinu gæti ekki tekið á sig sambæri- legar launahækkanir og gert er ráð fyrir í BSRB- samningnum. Sagði Halldór að best hefði verið fyrir íslenskan sjávarútveg ef engar breytingar hefðu orðið á launum á árinu 1989 og menn hefðu haft starfsfrið. „En,“ bætti hann við svo- lítið luntalega „það er eins og vant er, það er engan starfsfrið að fá.“ Ekki þurfa þingmenn þó að kvarta undan því að þeir hafi ekki starfsfrið í þingsölum. Launa- fólk tróð ekki hvort öðru um tær á pöllunum og við, þessar fáu hræður sem þar sátum, vor- um prúð og stillt í stað þess að hrópa til Ólafs Ragnars og Þorsteins Pálssonar að þeir hefðu farið fatavillt þennan morgun eða fötin þeirra mannavillt. Kannski gerðum við það ekki vegna þess að það hefði engu breytt þó fötin hefðu verið á sínum stað — það er ekki annað að sjá en að á þeim sé aðeins á blæbrigðamunur en ekki eðlis. Kannski þetta sé líka ástæðan fyr- ir því hversu fátt launafólk mætir á pallana? -isg. FIMMÞÚSUNDKONAN EIGNAST FIMMÞÚSUNDKALL Fjármálaráðuneytið falbýður spariskírteini ríkissjóðs grimmt um þessar mundir og hefur látið útbúa heldur leiðinlega sjónvarpsauglýsingu til að gera vöruna útgengilegri, og er svonefnd Fimmþúsundkona þar í aðalhlutverki. Jafnframt hafa heimilin í landinu fengið sambærilega auglýsingu í pósti, ásamt eyðublöðum þess efnis hvernig megi kaupa sér téð skírteini fyrir Fimmþúsundkonuna. Úr því að þeir í fjármálaráðuneytinu þykjast vita að launþegar eigi nógar Fimmþúsundkonur aflögu til að leggja fyrir mánaðarlega verður samningurinn um fimmþúsundkallinn skiljanlegri (reyndar er kallinn tæpur en það gildir nú um svo marga). En þar með er líka ljóst að ráðuneytið hefur ekki aðeins skapað Fimmþúsundkonuna, heldur einnig sinn Fimmþúsundkall þar sem er fjármála- ráðherrann sjálfur. Fyrir skömmu lagði Málmfríöur Sigurðardóttir, ásamt fleiri þing- konum Kvennalistans, fram á al- þingi frumvarp til laga um um- önnunarbœtur til handa þeim sem ekki geta stundað vinnu utan heimilis vegna elli- eða örorkulíf- eyrisþega sem hjá þeim býr. Er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að þessar bœtur gildi hvort heldur sem um er að rœða börn slíks ein- staklings, tengdabörn, skyld- menni eða jafnvel vandalausa sem búa á sama heimili. 32

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.