Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 31

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 31
verkaskiptingu milli einstakra starfsmanna ljós- ari. I stofnanaþjónustu leggur nefndin megin- áherslu á uppbyggingu hjúkrunarrýma. Miðað við könnun um hjúkrunarþörf sem gerð var ár- ið 1981, má ætla að í dag vanti í Reykjavík um 220 hjúkrunarpláss fyrir aldraða. Þessi þörf mun fara hraðvaxandi á næstu 10—20 árum og þannig má gera ráð fyrir að árið 2000 þurfum við að hafa bætt 392 plássum við það sem fyrir er í dag. Á biðlista ellimáladeildar eftir hjúkrun- arplássum eru í dag um 170 einstaklingar og þar af eru 137 á s.k. neyðarlista þ.e. þeir þurfa úr- lausn strax. Hætt er við að fáir fái eins skjóta úr- lausn og þeir þyrftu því það tekur alltaf sinn tíma að byggja. Nefndin leggur hins vegar áherslu á að þau 60 rými sem tilbúin eru í Skjóli og í B-álmu Borgarspítalans en standa ónotuð, verði þegar í stað tekin í notkun og auk þess verði lagt kapp á að ljúka á næstu þremur árum við þær 3 hæðir í B-álmu Borgarspítalans sem enn er ólokið. Þá verði framkvæmdum hraðað við það hjúkrunarheimili borgarinnar sem nú er í undirbúningi þannig að það geti tekið til starfa árið 1991—’92. Á árinu 1993 hefjist svo undirbúningur að öðru 60—90 rúma hjúkrun- arheimili. Þá hefur nefndin fregnað að sjálfs- eignaraðilar áætli byggingu 70—90 rúma hjúkr- unarheimilis á næstu árum. Nefndin gerir ekki sérstakar tillögur um upp- byggingu dvalarheimila á næstu árum þar sem líklegt er að aukin og bætt heimaþjónusta muni hafa mest áhrif á eftirspurnina eftir dvalar- heimilisplássum. Vegna þess hversu heima- þjónustan hefur verið vanþróuð hingað til sem og vegna skorts á hjúkrunarplássum, má ætla að nokkur hópur sem nú dvelst á dvalarheimil- um gæti haldið heimili ef hann fengi við það viðunandi aðstoð, og allnokkur hópur ætti með raun réttri heima á hjúkrunarheimili ef slíka þjónustu væri að fá. Þörfina fyrir dvalarheimil- ispláss þarf að endurskoða þegar nokkur reynsla hefur fengist af þeim breytingum sem gerðar verða á heimaþjónustunni. í húsnæðismálum aldraðra leggur nefndin til að árlega kaupi Reykjavíkurborg a.m.k. 15—20 íbúðir í námunda við þjónustukjarna, sem sér- staklega verði ætlaðar til útleigu fyrir aldraða. Þetta gæti komið til móts við þann hóp aldraðra — sem er allstór — sem er á biðlista eftir þjón- ustuíbúðum fyrst og fremst vegna þess að hann býr við mikið óöryggi í húsnæðismálum. Þetta fólk leigir á hinum almenna markaði, stendur í sífelldum flutningum og greiðir háa húsaleigu. Oft á tíðum eru einu tekjur þess bætur Trygg- ingastofnunar og þær hrökkva skammt þegar greiða þarf háa húsaleigu. Hjá þessurn hóp fer því saman óöryggi og fátækt. Öruggt húsnæði á viðunandi verði myndi leysa hjá því margan vanda. Auk alls þessa gerir nefndin ýmsar smærri til- lögur sem of langt mál væri að telja upp hér. Þá eru í skýrslu nefndarinnar mjög gagnlegar upp- lýsingar um stöðu mála í dag, fjölda rýma, bið- lista, mannfjöldaspár, húsnæðismál o.fl. En það er með þessa skýrslu eins og svo margar aðrar; tillögurnar geta verið góðar fyrir sinn hatt en það er fjármögnunin og framkvæmdin sem ræður úrslitum. Það er m.a. verkefni Kvenna- listans í borgarstjórn að fylgja þessu tvennu fast eftir. -isg. í lok janúar sl. var skipuö nefnd á vegum menntamálaráöuneytisins, sem hafa skyldi þaö verk meö höndum aö endur- skoöa lög um byggingu og rekstur dag- vistarheimíla fyrir börn þannig aö þau veröi rammalöggjöf um nýtt skólastig. Meöal annars átti nefndin aö hafa þaö aö markmiði aö lögin veittu öllum börn- um rétt til góörar dagvistunar meö upp- eldi og menntun viö hœfi þar til þau hœf u grunnskólanám. í nefndinni sitja: Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur, Bergur Felixson, framkvæmdastjóri, Gerður G. Ósk- arsdóttir, ráðunautur menntamálaráðherra, Guðrún Alda Harðardóttir, fóstra, Hallgrfmur Guðmundsson, bæjarstjóri, Kristín Á. Ólafs- dóttir, borgarfulltrúi, Lára V. Júlíusdóttir, lög- fræðingur, Selma Dóra Þorsteinsdóttir, formað- ur Fóstrufélags fslands, Þórunn Sveinbjörns- dóttir, formaður Sóknar, Svandís Skúladóttir, deildarstjóri, formaður nefndarinnar, Gunn- hildur Gísladóttir, efnafræðingur, sem kom til starfa undir vorið að ósk Þroskahjálpar og und- irrituð, Sigríður Lillý Baldursdóttir. Það hefur verið áréttað við okkur sem í nefndinni erum að við séurn þar ekki sem fuil- trúar félaga, flokka eða samtaka, heldur sem einstaklingar. En vissulega má finna ástæður fyrir því að þessir urðu fyrir valinu. Verksviö nefndarinnar Með erindisbréfi var verksvið nefndarinnar markað á eftirfarandi hátt: ,,I. Nefndin skal m.a. taka til umfjöllunar eft- irtalda þætti: markmið, uppeldislegt inntak, stjórn, ábyrgð og eftirlit, húsnæði og aðbúnað starfsliðs og grunn- og endurmenntun þess, starfshætti, fjölda í hópum, lengd dagvistar, en í því sambandi skal taka tillit til meðalvinnu- tíma foreldra, rannsóknir, ráðgjöf, sérfræði- þjónustu og sérþarfir einstakra hópa, heilsu- vernd, samvinnu við grunnskóla og skóladag- heimili. Nefndin skal taka mið af „Uppeldisáætlun fyrir dagvistarheimili. Markmið og leiðir“ sem kom út á vegum menntamálaráðuneytisins 1985 og lögum um grunnskóla nr. 63/1974. II. Nefndin skal kanna hvernig best verði fyr- ir komið kostnaðarskiptingu við rekstur for- skólastigsins. Þar verði m.a. kannaðir eftirtald- ir möguleikar: a) að ríki borgi launakostnað fagfólks, b) ríkið greiði fasta upphæð á barn til þess að reka forskólastig og verði þessi upphæð greidd viðkomandi sveitarfélögum, c) að sveitarfélögin greiði allan kostnað við forskólann. III. Nefndin skal jafnframt gera fram- kvæmdaáætlun til 10 ára um uppbyggingu dag- vistarstofnana um allt land og tillögu um æski- legasta fyrirkomulag stofnkostnaðar.“ Eins og sjá má er verksvið nefndarinnar víð- femt og verður vart séð að henni sé nokkuð óviðkomandi er varðar dagvistarheimili fyrir börn. Okkur var ætlað að skila niðurstöðum fyrir 15- júní sl. en augljóst var í upphafi að það gat aldrei orðið. Nú gerum við okkur nokkrar von- ir um að í okt. nk. verði hægt að skila drögum að lögum um leikskólastigið. Til þess að auðvelda og flýta fyrir vinnunni skiptum við nefndinni í tvo hópa, öðrum var falið að taka fyrir I. hluta verksins eins og því var lýst í erindisbréfi, en hinn skyldi skoða með hvaða hætti kostnaðarskipting vegna reksturs- ins mætti verða. í fyrri hópnum eru Guðrún Alda, Kristín, Selma Dóra og Svandís og hafa þær nú þegar lagt fram drög að lögum um leik- skóla, sem við höfum rætt á mörgum fundum og erum enn að skoða. í hinum hópnum eru 31

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.