Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 24

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 24
SKAPANDI KONUR NJÓTTU, MATAR ÞINS Sumir halda því fram aö matur hafi tekiö viö af kynlífi sem „bannvara" fyrir konur. Það er ekki langt síöan viðtekin viöhorf í samfélaginu „bönnuöu" konum aö sýna áhuga á kynlífi, þœr máttu hvorki njóta kynlífs né lifa því. „Kynlífsbyltingin" breytti því viöhorfi og nú er krafan frekar sú aö konur veröa aö lifa kynlífi og eiga aö njóta þess. Ööru máli gegnir hinsvegar um mat. Konur mega hvorki njóta matar né boröa. Krafan um hinn fullkomna granna og stœlta líkama er svo sterk aö konur geta helst ekki boröaö neitt til aö fitna ekki- og þœr mega alls ekki sýna matarást - hvaö þá grœðgi. Konur eiga aö vera grannar allt lífiö og margar leggja á sig ómcelda vinnu og sársauka til aö uppfylla þá kröfu, láta víra saman tennurnar, stytta þar- mana eöa sjúga burt fituna. Megrunarkúrar tímaritanna eru sívinsaelt lesefni og hverj- um nýjum töfrakúr í pökkum er tekið meö þökkum. Megrunar- iðnaðurinn blómstrar á kostn- aö kvenna. Margir feministar vestan hafs og austan velta „mat" fyrir sér þessa dagana. Titill desember heftis Nyt Forum for kvindeforskning er: Án matar og drykkjar. Þar er því meðal annars haldið fram aö í aldanna rás hafi konur oröiö aö sýna stillingu viö matar- borðiö og neyðst til aö halda matarlystinni í skefjum. Þaö er ekki vel séö enn þann dag í dag aö konur séu svangar, því svengd er merki um þrá eöa girnd og þaö er ókvenlegt aö sýna of sterka þrá - hvort sem þaö er til karlmanna eöa matar. Þaö er fátt jafn „ólekkert" og gráöug kona og viðhorf gagnvarþfeitum kon- um er neikvœtt. Á sama tíma og okkur er innrœtt aö leiðin aö hjarta mannsins liggi í gegnum magann þylur í sífellu: „Mínúta í munninum, œvilangt á mjöömunum" og því megum viö varla bragöa á hinum krassandi réttum sem viö eigum aö elda fyrir elsk- hugann. & 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.