SVIPMYNDIR FRÁ HÁTÍÐARSAMKOMU 1. DESEMBER 1994 RITMENNT ingar. „Menn verða að þekkja land sitt vel áður en hægt er að bæta fjár- hag þjóðarinnar," sagði Jakob Faggot þegar um miðja 18. öld, en hann var umsjónarmaður landmælingaskrifstofunnar. Með þessari sýningu er leitast við að bregða ljósi á, hvernig mynd Finnlands var miðlað til lærdómsmanna fyrri tíma með prentuðum kortum og hvernig kortin sýna sögulega þróun. Loks flutti Erkki Fredrikson erindi um efni sýningarinnar og gestir skoðuðu hana undir leiðsögn hans. Við þetta tækifæri var þess einnig minnst að við opnun hins nýja bókasafns í Þjóðarbókhlöðu 1. desember 1994 tilkynnti Esko Hákli, yfirbókavörður háskólabókasafnsins í Helsingfors, sem jafnframt er þjóðbókasafn Finnlands, að safnið mundi með tilstyrk finnska menntamálaráðuneytisins gefa hinu íslenska systursafni finnskar bækur fyrir ákveðna upphæð. Þessar bækur voru nú flestar komnar og voru hafðar til sýnis á samkomunni. Einar Siguiðsson Svipmyndir frá hátíðarsamkomu 1. desember 1994 Liósm. Grimur lijamason. Bendik Rugaas þjóðbókavörður Norðmanna færöi safn- inu gjöf frá NORDINFO sem formaður stjórnar þeirrar stofnunar. Hann flutti einnig kveðjur heimssamtaka þjóðbókavarða sem formaður þeirra. Bendik Rugaas tók við embætti ráðherra skipulagsmála í Noregi 19. nóvember 1996. Ljúsm. Grímur Biarnason. Erland Kolding Nielscn þjóðbókavörður Dana færði safninu útgáfurit Konunglega bókasafnsins í Kaup- mannahöfn að gjöf, en auk þess mjög rausnarlega peningaupphæð frá danska menntamálaráðuneytinu til kaupa á dönskum ritum. 156