Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vera

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vera

						EINÞYNNING

Er amma þín eins og S í laginu? Kengbogin og brotnar

jafnvel ef strcetisvagninn fer harkalega yfir hraöahindrun?

Eru aldraöar frcenkur þínar sífellt aö brjóta einhver bein?

Úlnliösbrotnaöi mamma þín í hdlkunni í fyrra? Ef svo er cettir

þú að gó að þér, þér gceti verið hcett við beinþynningu.

BEINBROT AF MINNSTA

TILEFNI

Beinþynning eykur líkur á

vissum tegundum beinbrota, t.d.

framhandleggsbrotum, samfalli á

hryggjarliðum (konur verða bogn-

ar í baki og með stöðugan verk) og

brotum á lærleggshálsi. Brotin

valda viðkomandi einstaklingi

sársauka og jafnvel sjúkrahús-

vist, sem er mjög dýr fyrir sam-

félagið. Því er hagkvæmast að

finna sem fyrst þá einstaklinga

sem eru í mestri hættu og hefja

fyrirbyggjandi aðgerðir. Augu vis-

indamanna hafa einkum beinst

að kalki í fæðunni þar sem tölu-

vert kalk er í beinum og magn

þess í réttu hlutfalli við styrkleika

beinsins.

STERK OG GÓÐ BEIN

Bein er lifandi vefur sem er í

stöðugri breytingu alla ævi. Bein-

þéttni (magn steinefna á rúm-

einingu beins) nær hámarki um

þrítugt og því er mikilvægt að

byggja vel upp beinin fyrstu ævi-

árin og halda þeim svo við. Um

miðjan aldur (40-50 ára) minnkar

X, þéttleiki beinanna því að bein-

Á myndunarfrumur fylla ekki upp í

eyðurnar sem beinúrátur mynda.

Það hversu sterk beinin verða er

háð kyni, erfðum, líkamsáreynslu

og næringarþáttum. Beinþynning

gerir ekki upp á milli kynja, en

kemur fyrr fram hjá konum og

gerist hraðar. Hún verður því

stærra vandamál hjá eldri kon-

um.

KVENNASJÚKDOMUR

í Bandaríkjunum hefur komið í

ljós að mismunandi þjóðfélags-

hópar, sem búa við sömu Hfskjör,

hafa misþétt bein. Bein í svörtum

konum eru þéttust, það er minna

af steinefnum í beinum hvitra

kvenna og minnst hjá konum af

Asíuuppruna. Þessi mismunur er

ekki að fullu skýrður. íslenskar

konur verða allra kerlinga elstar.

Þess vegna er þetta meira vanda-

mál hjá þeim en hjá íslenskum

körlum sem fá sjúkdóminn mun

síðar á lífsleiðinni og þjást því

ekki eins lengi.

ÍSLENSKAR KONUR

RANNSAKAÐAR

Nú er í gangi viðamikil rannsókn

á beinþéttni í íslenskum konum.

Þetta er fyrsta úttektin sem gerð

er á beinþynningu hérlendis. Haft

var samband við hátt í 500 konur

á aldrinum 35-64 ára sem búa á

stór-Reykjavíkursvæðinu. Að lok-

inni heilsufarskönnun kom i ljós

að um helmingur þeirra var

frískur og var beinþéttni þeirra

mæld til að fá staðal fyrir ísland.

Síðan var valinn enn smærri

hópur sem fylgst verður með

áfram. Ætlunin er að bjóða kon-

um, sem virðast ætla að verða

beinþynningu að bráð, upp á

meðferð til að sjá hvort hægt er að

stöðva hana eða hægja á henni.

Birna Jónsdóttir röntgenlæknir á

Landakotsspítala er ein þeirra

sem unnið hafa að verkefhinu.

Hún var fús að deila hugmyndum

sínum og þekkingu með lesend-

um VERU. „Rannsóknin er sam-

vinnuverkefni lyfja- og röntgen-

deildar Borgarspítalans og nýtur

aðstöðu röntgendeildarinnar þar.

Við mælum magn steinefna í

hryggjarliðum með tölvusneið-

myndatæki. Síðan fylgjumst við

með konunum, mataræði þeirra

og ýmsum öðrum þáttum."

KVENHORMÓN OG KALK

- Mataræði á að geta breytt ýmsu,

en það er erfitt að sanna það. Það

er ekki nóg að borða kalk, líkam-

inn verður að geta nýtt það, en

það er meðal annars háð frásogi

frá meltingarvegi. Hinsvegar hef-

ur verið sýnt fram á að kvenhor-

mónið östrogen hefur mjög mikið

að segja, en það hefur verndandi

áhrif  á  beinin.  Eftir  tíðahvörf

lækkar östrogenmagn í blóði og

steinefnamagn  í  beinum  snar-

lækkar einnig. Sama er uppi á

teningnum  ef  eggjastokkarnir

hafa verið fjarlægðir. Margar kon-

ur taka hormónalyf árum saman

eftir breytingaskeið, það er m.a.

gott fyrir slímhúð í fæðingarvegi

og svo auðvitað beinin.  Sumar

taka östrogen rétt eins og lýsi,

þeim líður betur án þess að vita

hvers vegna. Hormónið er dýrt og

margar konur þurfa ekkert á því

að halda og ættu þess vegna ekki

að taka það. Mér finnst að konur

eigi  rétt  á  þvi  að  vita  hver

beinþéttni þeirra er áður en þær

ákveða hvort þær ætli að þiggja

eða afþakka hormónalyf. Ef bein-

þéttni þeirra er í lægra kanti,

móðir þeirra með marga brotna

hryggjarliði og amma þeirra keng-

bogin, þá væri hormónið líklega

mjög gott fyrir þær. En ef allt er í

lagi  með  beinþéttnina  er  það

jafnvel óþarfi beinanna vegna.

22

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40