Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 10

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 10
SAMKEPPNI O G SAMSTAÐA ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR, BORGARFULLTRÚI „IF YOU CAN'T BEAT THEM - JOIN THEM" Við val á ráðherrum flokksins í júnímánuði var að margra viti gengið fram hjá Rannveigu Guð- mundsdóttur, alþingismanni sem vænlegu ráðherraefni, en Össur Skarphéðinsson, þing- flokksformaður hlaut hnossið. Rökin sem notuð voru íyrir ráðn- ingu Össurar lutu að „fagþekk- ingu” hans, en ekkert var minnst á „fagþekkingu” Guðmundar Árna Stefánssonar, sem um sama leyti var gerður að heil- brigðisráðherra. Stjórnmála- reynsla Guðmundar þótti íylli- lega nægja honum i ráðherrastól, þótt hún dygði ekki Rannveigu. í kjölfar þessa sagði Jóhanna Sig- urðardóttir af sér stöðu varafor- manns í flokknum, á grundvelli langvarandi skoðanaágreinings og samstarfsörðugleika við for- manninn, sem með ráðherra- fléttu sinni gekk fram af þolin- mæði Jóhönnu - að hennar sögn. Eftirmálin urðu þau að leitað var samstöðu meðal kvenna um að sýna óánægju með atburðarásina og vildu nán- ustu samstarfskonur Rannveigar Guðmunds- dóttur - þeirra á meðal Jóhanna Sigurðardóttir - að konur sætu hjá við varaformannskjör, en nýttu Þessir atburöir hafa kennt mér það, að „kvennasamstaða" er óraunhæf draumsýn. Þegar til kastanna kemur er hver sjólfum sér næstur, og >aó ó jafnt vió um konur sem kar a. tímann fram að næsta flokksþingi til þess að huga að stöðu sinni í flokknum. Tillaga þess efnis var flutt á samráðsfundi kvenna - í nánu samrádi við Rannveigu sjálfa - en fundarkonur reyndust ósammála um það hvernig bæri að bregðast við í stöðunni. Niðurstaðan varð sú að fáeinar konur tóku að safna undirskriftum til stuðnings Rannveigu í sæti varaformanns, áður en ágreiningurinn hafði verið leiddur til lykta svo ljóst er að undirskriftasöfnunin var eklú gerð í nafni kvennasamstöðunnar í flokknum. Eftir- leikinn þekkja allir; meirihluta stuðningskvenna „hjásetutillögunnar” svokölluðu snerist hugur, þ.á m. Rannveigu sjálfri. Þessir atburðir hafa kennt mér það, að „kvennasamstaða” er óraunhæf draumsýn. Þegar til kastanna kemur er hver sjálfum sér næstur, og það á jafnt við um konur sem karla. Leikreglur stjórnmálanna virðast gera kon- um ókleift að koma að þeim á „eigin” forsendum. Ætli þær að „vera með” verða þær að tileinka sér sömu aðferðir og „strákarnir” beita, enda hafa þeir skapað hefðirnar. Sú varð að minnsta kosti niðurstaða Rannveigar Guðmundsdóttur og margra ann- arra kvenna í Alþýðuflokknum. Hvort það er æskileg eða gæfuleg niðurstaða er annað mál. Senni- lega er hún einfaldlega kalt, raunsætt mat hins brennda barns sem birtist í frægu við- kvæði: „If you can't beat them, join them!” SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR, SJÚKRAÞJÁLFARI KONUR ERU HELMINGUR ATKVÆÐA Atburðirnir sýna að sú heíð að valta yfir konur er enn ríkjandi í pólitík. Þvi sögulega tækifæri að treysta tveimur konum til að leiða ráðuneyti hér á klakanum var klúðrað. Össur og Rannveig voru bæði hæf til að verða ráð- herrar. Þau höfðu hins vegar mjög mismunandi stjórnmálafor- tíð og það er deginum ljósara að konan Össur hefði ekki orðið ráð- herra. Þau rök að Rannveig væri ekki nógu hæf í ráðherrastól falla um sjálf sig þegar haft er í huga að Jón Baldvin og ráðandi öfl í flokknum töldu hana hæfan varaformann. Jón Baldvin getur forfallast eins og aðrir. Þá kemur í hlut varaformanns að leiða flokkinn. Varla hafa Alþýðuflokksmenn flykkst um óhæfa mann- eskju í það embætti? • • Ossur og Rannveig voru bæói hæf til aó veróa róóherrar. Þau höfóu hins vegar mjög mismunandi stjórnmólafortíö og þaö er deginum Ijósara aó konan Ossur hefói ekki oröiö róöherra. Það að velja Rannveigu sem varaformann var nauðvörn og plástur á sár þeirra sem hafa feng- ið sig fullsadda af sprikli stút- ungskarla í Alþýðuflokknum. Hins vegar hafa síðustu atburðir veikt iíkurnar á því að kona sem vinnur að jöfnuði verði formaður í Alþýðuflokknum á næstunni. Það þykir mér miður. Þessi uppákoma hefur því trúlega tafið sókn kvenna innan stjórnmála til lengri tíma litið. Konur geta dreg- ið þann lærdóm af þessu að það er mikilvægt að þær leiðrétti það ójafnrétti sem tíðkast jafnt í stjórnmálum sem annars staðar í þjóðfélaginu. Konur geta það, þvi þær ráða yfir helmingi atkvæð- anna.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.