Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 19

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 19
Misnota konur aðstöðu síia? ■ ■ ■ I M; lXI Litla svið Þjóöleikhússins: Oleanna Höfundur: David Mamet Ung háskólastúdína kemur til kennara síns til þess að fá hjá honum ráð varðandi nám- ið. Samskipti þeirra snúast smám saman upp í valdatogstreitu þar sem hefðbundnum valdahlutföllum er snúiö á haus. Leikritið Oleanna er hugsað sem andsvar við hinum pólitíska rétttrúnaði sem hefur tröllriðið bandarísku samfélagi undanfarin ár og gerir enn. Meginefni í verki Mamets er valdið og misbeiting þess. Áherslan er á tungumálið og hvernig merkingin í því sem við segjum tekur u-beygjur eftir þjóðfélagsstöðu, stétt og kyni. Karlkyn kennarans og kvenkyn nem- andans skiptir höfuðmáli fyrir framvindu verksins - ólík valdastaða þeirra fær þannig á sig kynferðislegan undirtón sem leiðir til þess aö lokum að stúlkan getur náð sér nið- ur á honum í skjóli fyrrnefndrar rétttrúnaðar- umræðu, eða öllu heldur múgsefjunar sem endar með öfgakenndum ofsóknum. VERA sendi fjóra áhorfendur á Litla svið- ið og svo skemmtilega vildi til þetta kvöld að þoðið var upp á umræður eftir á um sýning- una. Hvað fannst þeim? „Eldheitum femínista á köldum klaka fjarri þessari umræðu hlýtur að verða orða vant. Maður veltir nú bara fýrir sér tilgangi þessarar upþsetningar sem afar erfitt er að tengja íslenskum raunveruleika. Hér er enn- þá undir hælinn lagt hvort réttmætar ásak- anir kvenna um yfirgang og ofbeldi karla í krafti kynferðis síns séu yfirleittteknar alvar- lega. í sýningunni er hins vegar dregið f efa réttmæti þeirra leiða sem valdaminni hópar í samfélaginu hafa fundið til að leita réttar síns og geröar tortryggilegar meö því að fara með þær út í öfgar. En umræðurnar eftir á þjörguðu kvöldinu, gaman að heyra vanga- veltur áhorfenda útfrá þessu efni, mjögfjöl- breyttar tengingar - en það heyrðust líka at- hugásemdir eins og „ja hérna ég vissi ekki að kynferöisleg áreitni væri svona". Úúúlalaaa, hættulegt." Og næsta... „Maður veltir því fyrir sér hvort svona leikrit verða til vegna hræðslu karla við dvínandi völd! Höfundurinn er hvítur, miðaldra milli- stéttar karlmaður ogtilheyrir þeim hópi sem hefur haft töglin og hagldirnar í samfélaginu og þeir sem hafa flúið á náðir áðurnefnds rétttrúnaðar hafa einkum beint spjótum sín- um aö þeim. Þetta verk hans og önnur sem fjalla um svipað efni, eins og nýleg bíómynd, Disclosure, hafa vakið mikla athygli og um- ræðurvestan hafs. Umræðan um þessi mál er ekki fyrr byrjuð en farið er aö gera konur að blórabögglum. „Jájá bara farnar að mis- nota vald sitt“. En gæti ekki verið að karlarn- ir séu hræddir við að missa völdin?“ Og þriðja... „Afburða leikur og þessi valdatogstreita í verkinu snerti mig mjög. Það er verið að fjalla um miklu meira en kynferðislega áreitni en ég er ekki viss um að þetta leikrit eigi sama erindi við íslendinga og Banda- ríkjamenn því við erum áratugum á eftir í þessari umræöu." Og fjórða. „Ég hef unnið með banda- rfskum körlum og þeim líö- ur eins og prófessornum f leikritinu. Þeir lifa í heimi þar sem ekkert má, kynja- kvóti er allsráöandi og þeir eru sjúklega tortryggnir enda hægt að lögsækja alla fyrir nánast hvað sem er. Þessir karlar eru farnir aö hregðast við athuga- semdum kvenna en gera engan greinarmun á því hvort raunveruleg ástæða er fyrir þeim eða ekki. En það sem mér fannst að þessu leikriti er að það líð- ur langur tími milli 1. og 2. þáttar og við áhorfendur fáum ekkert að vita hvaö gerist í millitíöinni. Viö á íslandi erum heldur ekkert farin að spá f það hvar grensurnar á valdinu liggja, þannig að þetta leikrit er alveg úr takti við alla umræðu hér. Þessi pólitíski rétttrúnað- ur er rosalegt vandamál í Bandaríkjunum og ég held að hann hamli kvenfrelsis- hreyfingum þar. í því and- rúmslofti er ekkert svig- rúm gefiö fyrir einstaklingana. Það er ekki þorandi að segja eitt né neitt, þvf gæti verið tek- ið á rangan hátt. Þannig þjóðfélag er orðið afar gelt." Svo mörg voru þau orð. Umdeilt, áhugavert eða ergjandi! En af hverju þarf svona strangar reglur um umgengni kynjanna svona hversdags? NHDHKÞSAKÓ likhús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.