Vera


Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 14

Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 14
er grð kona? Auður stjrkársdóttir ræðir uið séra auöi eir vilhjálmsdóttur „huo'sum saman fr e 1 s i s hu <? sj ó n i r ‘ ‘ Áriö 1911 unnu íslenskar konur rétt til náms og embætta til jafns við karlmenn, en bið varð á því að konurtækju prestvígslu. Senni- lega þarf uppsafnaðan kjark kynslóða til þess að láta aldagömul vígi falla. Það gerð- ist í þessu tilfelli árið 1974 þegar sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir tók prestvígslu. Nú eru kvenprestar yfir 30 að tölu og lítið nýnæmi þykir að sjá konu í prédikunarstól. Séra Auður Eir hefur þó ekki látið hér við sitja. Hún erfemínisti og sem slík hefur hún beitt sér fyrir endurbótum innan íslensku þjóðkirkjunnar. Hún er stofnandi Kvenna- kirkjunnar, sem orðið hefur mörgum tilefni undrunar og sumum gremju, og hún er ein- dregið þeirrar skoðunar að Guð sé kona. Yf- irlýsingar hennar í þessum efnum hafa kom- ið miklu róti á hugi landsmanna, karla og kvenna, ef marka má skrif í dagblöð og spjall á kaffistofum ýmissa vinnustaða. Við- brögðin hafa þó hvorki verið eins óvægin né eindregin og þegar bandaríska kvenréttinda- konan Elizabeth Cady Stanton gaf út The Woman's Bible árið 1895. Fyrir þá útgáfu varð Elizabeth að þola spott og háð og jafn- vel árásir á götum úti, og stærsti hluti kvennahreyfingarinnar sneri við henni baki. í Kvennabiblíunni heldur Elizabeth fram rökum I svip- uðum anda og sr. Auður Eir og aðr- ar Kvennakirkjukonur, þ.e.a.s. að konur eiga að lesa Biblíuna sjálfar og ekki láta aðra um að túlka þaö sem þar stendur. Erlendis er guð- fræði í anda kvenna komin langt á veg og Kvennakirkjan sækir eðli- lega næringu í þau skrif. Auður segir að löngu sé tíma- bært að íslenska þjóðkirkjan velti þessum málum vel fyrir sér. Hún hefur skiljanlega mikinn áhuga á þeirri nýju þýöingu á Biblíunni sem verið er að vinna að, og bendir á að mikilvægt sé að þar sé notað tungumál sem ekki útiloki konur. „Það er kannski erfitt að koma slíku við alls staðar í Gamla testamentinu. Nýja testamentið lýsir hins vegar nýjum tíma - þar er allt nýtt, enda gerði Jesús veg fólksins nýjan. Hann skap- aði nýja braut.“ Auður Eir bendir einnig á, að bréfin í Nýja testamentinu ávarpi bæði karla og konur en I þýðingum er aðeins notað orð- ið „bræður" og „menn". Hún vonast til að hin nýja þýðingarnefnd noti orðið „systkin" og breyti persónufornöfnunum svo þau vísi til beggja kynja. En þótt Gamla testamentið lýsí löngu horfnu lífi þjóðar sem var fýrst hjarðþjóð og bjó svo við margskonar menningu og alltaf við mikiö feöraveldi bendir Auöur á að þar sé á mörgum stöðum mikill frelsisboðskapurtil kvenna. Sköpunarsögurnar eru til að mynda tvær, eins og lesendur átta sig reyndar fljótt á. í fyrri sögunni skapar Guð manninn I sinni mynd, karl og konu. í síðari sögunni er kon- an hins vegar sköpuð úr rifi karlmannsins. Sú saga hefur löngum verið notuð af kirkj- unnar þjónum jafnt sem veraldlegum yfir- völdum til þess að réttlæta undirokun kvenna. Það er hins vegar engan veginn hinn eini möguleiki til túlkunar. Það er samt auðveldara að nota hana sem boðskap um undirokun en fyrri sköpunarsöguna. Því þar eru bæði kynin sköpuð sem heilar mann- eskjur sem eiga hvor um sig þá eiginleika sem guðfræðin skipti seinna á milli kynj- anna. Guðfræði mismununarinnar og kven- fyrirlitningarinnar blasir víðast við í boðskap Gamla testamentisins og illu heilli tóku guð- fræðingar kristinnar kirkju upp þá guðfræði og blönduðu hana heiðinni griskri heimspeki sem fýrirleit konur. Þessi guðfræði hefur enn mikiiúðleg og hrikaleg áhrif í kirkjunni eins og augljóst er. Okkur væri öllum nær að láta orð og verk Jesú móta guðfræði okkar. Hann gerði veg kynjanna beggja aftur þann sama og lýst er í fyrri sköpunarsögunni. Hann gerði það til dæmis með því að sýna fram á mikilvægi þeirra starfa sem voru ætluð konum. Hann vann þau einfaldlega sjálfur, þvoði til dæm- is fætur vina sinna og eldaði handa þeim morgunmat. Þetta voru nefnilega mikilvæg störf og karlar gátu alveg eins unn- ið þau og konur. Og hann llkti sjálf- um sér við móður sem safnar börn- um sínum til sín til aö vernda þau og svo sagði hann líka að foringjar og vaidsmenn skyldu hafa sama hugarfar og þau sem væru nýbyrjuð í vinnunni. Hér er boðuð sú sýn á valdið að það eigi að vera um- hyggjusamt. Valdið er hér mynd af þeirri umhyggju sem konum hefur veriö ætlað að sýna. Auður Eir segir að Kvennakirkj- an séu eðlileg og nauösynleg við- brögö við þeirri stefnu sem kirkjan hafi kosið sér. Hún er bæði and- mæli og tillaga til nýrra hugmynda. Hún er möguleiki kvenna til að „Kvennakirkjan er róttækasta aflið í kvennahreyf- ingunni," sagói kona nokkur sem var nýkomin úr messu hjá Kvennakirkjunni og heillaöist þar bæði af messuforminu og málflutningi öllum. Það þarf nefnilega ekki trúaða manneskju til aö gera sér grein fyrir valdi hefðbundinnar guðfræði og kírkj- unnar og þeirri byltingu sem það hefði i för með sér fyrir konur að skilgreina guð og heiminn upp á nýtt með aöferðum kvennaguöfræöinnar. Við sækjum okkar siðfræði til kirkjunnar þar sem hefðbundin guðfræði ræður ríkjum og túlkun hennar á heilagri ritningu nýtist einkar vel til þess að styðja feöra- og karlveldið sem við búum við. Að þessu sinni snýst þemaumfjöllun VERU um kvennaguðfræði - ekki eínungis vegna þess að jólin eru í vændum heldur einnig vegna þess að kvenna- guðfræðin er róttækt afl sem við þurfum að skoða og læra af og nota til að breyta heiminum. i. *

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.