Vera


Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 36

Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 36
j nný sigfúsdóttir í fyrra var hún hetja, í dag er hún tapari. I fyrra vann hún jafnréttismál fyrir Héraös- dómi, um daginn tapaöist sama mál í Hér- aöi. Hún er skipstjóradóttir, örverpi í stór- um systkinahópi. Hún er vinnusöm og ósérhlífin eins og sönnum vestfiröingi sæmir, hún er 62 ára, glaövær og félags- lynd. Þessi kona er Jenný Sigfúsdóttir og fyrir tilstuölan forsjónarinnar er hún móöur- amma bamanna minna. Allir vita aö reynsla mömmunnar er hverri dóttur mikilvæg. Þaö spjall okkar mæögna sem hér fer á eftir á aö vera veganesti fyrir dætumar, ekki bara mínar og hennar, heldur dætur okkar allra. Veganesti fyrir framtíðina. - Mamma, reifaöu máliö fyrst í örstuttu máli. „Máliö var það aö ég vann umfangsmikiö starf á Heilsuverndarstööinni í Reykjavík, ég var gjaldkeri, sá um laun fyrir á þriðja hundrað manns, auk margs annars sem var fólgið í starfinu. Þegar verkaskiptalögin milli ríkis og sveitarfélaga gengu í gildi 1990 breyttust starfshættir. Það var gríðarlegt vinnuálag á mér í þau tvö ár sem breytingarnar gengu yfir. í kjölfar verkaskiptalaganna var ákveðið að búa til stöðu starfsmannastjóra. Grunur lék á að þeirri stöðu væri fyrirfram ráðstafað vegna pólitískra tengsla. Ég sá fljótlega aö nýja starf- iö yrði aö verulegu leyti verkefni sem ég hafði haft meö höndum og því ákvað ég að sækja um þaö í mótmælaskyni viö þessa fyrirhuguöu pólitísku ráðningu, sem síöan kom auðvitað á daginn. í raun var staöan búin til utan um ákveðinn einstakling." - Svo kærir þú til Jafnréttisráös, eöa hvaö? „Það byrjaði nú á því að ég hætti á staðnum. Ég hafði engan sérstakan metnað í starfiö enda sótti ég bara um til að mótmæla ráðning- unni. Ég ætlaði að sjálfsögðu að starfa með þeim sem yrði ráöinn og gerði það í nokkra mánuði. Ég reyndi eftir bestu getu að setja við- komandi inn í starfið sem var aöeins brot af því sem ég hafði gert. En þegar ég sá hæfni hans og að fyrir þetta fékk hann þriöjungi hærri laun en ég, þá hætti ég. Ég hugsaði með mér að nú ætlaði ég að leyfa Finni Ingólfssyni og Guðjóni Magnússyni sem voru ábyrgir fyrír ráðningunni, að ráöa fram úr þessu. Enda kom það á dag- inn að mjög miklar misfellur voru í launabók- haldinu og varð það að forsíðufrétt í Dagblað- inu í lok janúar 1992. Þannig aö upphaflega leitaöi ég til Kærunefndar út af þessum launa- mun. Mér var svo misboðið. Svo æxlaðist þetta þannig að kærunefnd úrskuröar mig hæf- ari en hann og aö launamunurinn hafi verið óeðlilegur. Ég sagði reyndar strax í upphafi að égteldi allt annan mann hæfastan. Síðan þeg- ar málið var tekíö fyrir í Héraösdómi þá er stööuveitingin oröin aö aöalatriði og launa- munurinn, sem var aðalmálið fyrir mig, er orð- ið eins konar aukaatriði." - Og svo fer máliö fyrir Héraösdóm - í fyrra skiptið? „Já, þá var dæmt mér ? vil en málinu áfrýjað til Hæstaréttar. Síðan var málinu vísað aftur í Hér- að ásamt mörgum öðrum málum vegna aðskiln- aöar framkvæmdavalds og dómsvalds. Það var náttúrulega mikið áfall og allur þessi tími var bú- inn að vera mjög erfiöur, Ifka eftir að dómur féll mér í hag í fyrra skiptiö." Stuðningur og mótbyr - Hvaö áttu viö? Fékkstu ekki stuöning? „Jú, égfékk náttúrulega bæöi stuðning og mót- byr. Margir voru með úrtölur, fannst að það tæki því ekki að vera að þessu, öðrum fannst þetta vera framhleypni". - Lýstu þessu nánar, hvaö snerti þig mest? „Það var til dæmis mjög erfitt að maður gerir meiri kröfur til sín í nýju starfi, það er erfitt aö gera mistök þegar maður stendur í svona og er með svona mál á bakinu. Ég sá alltaf voðalega mikið eftir að fara úr þessu skemmtilega og krefjandi starfi sem ég fann að ég réði svo vel viö. Ég haföi virkilega ánægju af því og fann að ég hélt vel utan um það. Og fara síöan í þungt ritarastarf og vera sífellt að smálækka... Ég hafði aldrei unnið sem ritari. Það er líka eftirsjá aö vinnufélögunum. En ég fékk allan tímann stuöning bæði hjá nýju vinnufélögunum mínum og frá fólki almennt á Heilsuverndarstöðinni, nema ef fólk átti að standa viö það..." - Hvaö meinar þú? „Það voru þarna ákveðnir einstaklingar sem studdu mig í orði, en ekki í raun - fólk sem ekki studdi mig í vitnaleiðslunum. Ég held aö skýr- ingin sé þeirra eigið óöryggi. Stjórnunin var veik og þau virtust þurfa að gera sig sjálf gildandi fyrir rétti og undirstrika að þau hefðu verið sínu starfi vaxin. Það gerðu þau með því að gera lít- ið úr mínum störfum, því ég var formlega und- ir þeim. Ég vann alltaf afar sjálfstætt. Mér finnst vitnaleiðslurnar bera með sér aö trúlega hafi þeim á einhvern hátt fundist vegið að sér. Þar kom fram að ég hafi ekki sýnt frumkvæði og unnið algjörlega undir stjórn annarra." - Svo féll dómurinn og þú fékkst uppreisn æru, eöa hvaö? „Já, en ég var enn mjög særö eftir vitnaleiösl- urnar og réttarhöldin. Þaö var ekki bara aö ég fengi ekki að njóta sannmælis hjá fyrrverandi vinnufélögum heldur gekk vörnin út á aö gera eins lítið og hægt var úr mér og mínum störf- um og upphefja nýja starfið. Svo heyrði ég líka úrtöluraddir eftir að dómurinn féll. Þaö var óþægilegt að ýmist var fólk svo hrifíð, næstum of hrifið, eöa þá með úrtölur. Það er vont að standa undir svona, sérstaklega því ég fann al- veg minn veikleika..." - Þinn veikleika..!!?? „Já, að ég var ekkert hæfust í starfið. Ég var að <-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.