Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 106

Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 106
RITMENNT 4 (1999) 102-25 Jón Viðar Jónsson Leynimelui 13 snýst í harmleilc Á árunum 1946 til 1950 fóru nokkur bréf á milli þeirra Haralds Á. Sigurðssonar, stór- kaupmanns og leikara í Reykjavík, og Gunnars R. Hansen, leilcstjóra og kvikmynda- gerðarmanns í Kaupmannahöfn. Þessi bréfaskipti, sem eru hér dregin fram í dagsljós, eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns. Þau hafa bæði leiklistar- og kvik- myndasögulegt gildi. Annars vegar varpa þau ljósi á aðdraganda þess að Gunnar hélt til íslands sumarið 1950, settist hér að og gerðist einn atkvæðamesti og að ýmissa dómi fremsti leikstjóri Islendinga á fyrri hluta sjötta áratugarins, einum mesta ör- lagatíma íslenskrar leiklistarsögu. Hins vegar leynast í þeim óvæntar og allkostuleg- ar upplýsingar um það með hvaða hætti ein metnaðarfyllsta tilraun íslendinga til að hefja innlenda kvikmyndagerð á fyrri hluta aldarinnar fór út um þúfur. Fimmtudaginn 8. júní 1944 komu ellefu valinkunnir reykvískir borgarar saman á Hótel Borg og stofnuðu hlutafélag. Það hlaut nafnið „Kvikmyndafélagið Saga" og voru markmið þess skilgreind ítarlega í stofnsamningi og lögum. Markið var ekki sett lágt; félaginu var ekki einungis ætlað að framleiða „fræðslu- og landkynningarkvik- myndir", „stutta leikþætti og stærri kvik- myndir um þjóðleg efni með íslenskum leikurum", heldur skyldi það einnig „flytja inn úrvals erlendar fræðslu- og skemmti- kvikmyndir", koma upp „fullkomnu fræðslukvikmyndasafni", reka kvikmynda- hús í Reykjavík, útvega vélar til sýningar á kvikmyndum, sjá um dreifingu á kvik- myndum fyrir erlend kvikmyndafélög o.s.frv. Stjórnarformaður þess var kjörinn Haraldur Á. Sigurðsson, stórkaupmaður og leikari, og framkvæmdastjóri Sören Sören- son. Sören var einnig meðal stofnfélaga og titlaður lyfsölustjóri í yfirliti gerðabókar um þá.1 Félagið hélt uppi nokkurri starfsemi næstu ár en lognaðist út af uin eða upp úr 1950; síðasta fundargerðin er frá 5. júní 1949 og hafði þá ekkert verið skráð í rúm tvö ár. 1 Sjá gerðabók Kvikmyndafélagsins Sögu sem er nú í vörslu Saga Film. Þangað eru sóttar þær upplýsing- ar sem koma hér fram um stofnun og starf Sögu. Jón Þór Hannesson, forstjóri Saga Film, veitti mér góðfúslega aðgang að bókinni og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Stofnendur félagsins, aðrir en þeir sem eru nefndir hér að ofan, voru Birgir Kjaran hagfræðingur, Emil Thoroddsen tónskáld, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, Halldór Hansen dr. med., Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, Indriði Waage leikari, Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi, Magnús Kjaran stórkaupmaður og Þorsteinn Ein- arsson íþróttafulltrúi. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.