RITMENNT 4 (1999) 14(M4 Gunnar Sveinsson Kveldúlfw 1899-1900 Sveitarblað í Kelduhverfi Blómaskeið handskrifaðra sveitarblaða var á árunum 1875-1930. Hér er fjallað um sveitarblaðið Kveldúlf sem skrifað var í Kelduhverfi 1899-1900. Keldhverfingar voru óvenjulega afkastamiklir á þessu sviði. Það kemur í ljós að ritstjórar og ritnefndar- menn eru flestir skyldir í 3. og 4. lið. Asjöunda áratug 19. aldar fór það að tíðkast sums staðar hér á landi að ung- ir menn hófust handa um að gefa út hand- skrifuð sveitarblöð sem gengu ákveðna boð- leið milli bæja. Á þennan hátt gátu þeir komið áhugamálum sínum á framfæri og bætt sér upp hversdagslega fábreytni dag- legra starfa við búskapinn, einkum að vetr- arlagi. Því miður hefur mikið af þess háttar blöðum lent í glatkistunni, en sem betur fer hafa mörg þeirra borist í söfn á endanum eftir ýmsum leiðum, bæði í handritadeild Landsbókasafns og héraðsskjalasöfnin úti á landi. Eiríkur Þormóðsson hefur gert skrá um þau sveitarblöð sem höfðu verið skráð og hlotið númer í handritadeild árið 1991.1 Að sögn hans var þá til eitthvað af óskráðum blöðum og eflaust hefur fleiri borið að síðan þá. Blöð þau sem er að finna í skránni eru 56 talsins og eitt þeirra gefið út vestan hafs. Þau voru rituð á árunum 1875-1930 og loks einn síðgotungur 1944. Það vekur athygli hve mörg blaðanna voru rituð í Þingeyjarsýslum. Af átján blöð- um þaðan eru þrjú úr Suður-Þingeyjarsýslu en fimmtán úr Norður-Þingeyjarsýslu. Af þeim er eitt frá Raufarhöfn, fjögur úr Öxar- firði en langflest eða tíu að tölu úr Keldu- hverfi. Þau eru þessi: Morgunstjarnan (1887)2 Harpan (eldri 1888-91) Einingin (1895-96) Göngu-Hrólfur (1899) Harpan (yngri 1900-09; viðaukablað við hana 1905 var Sumargjöf) Vólundur (1913-15) Landsbókasafn íslands. Áibók. Nýi flokkui 17 (1991). Reykjavík 1992, bls. 65-87. Af Moigunstjóinunni er varðveitt 3.-4. blað II. ár- gangs, 6.-14. febrúar 1887. Ritstjóri er greindur á titilblaði: Kr(istján) Ásgeir Benediktsson. Það er því misminni Þórarins Gr. Víkings að Jón Erlendsson (Eldon) hafi verið útgefandi blaðsins, sbr. neðan- málsgrein nr. 17 í grein Eiríks Þormóðssonar: Skrá um handskrifuð blöð í Landsbókasafni íslands. Landsbókasafn tslands. Áibók. Nýi flokkui 17 (1991). Reykjavík 1992, bls. 80. Hins vegar skrifaði Jón Erlendsson í bæði varðveittu blöðin (er eflaust sá J. E. sem ritaði grein í síðara blaðið) og gæti mis- sögn Þórarins stafað af því, enda var hann 7 ára barnárið 1887. 140