Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 10

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 10
ynslóðaskipti í kv^nnabaráttunni „Ég sé ekki að búið sé að taka ofan af rúminu' Mæögurnar BjarnfríOur Leósdóttir á Akranesi, Steinunn Jóhannesdóttir j og dóttir hennar, Arna K. Einarsdóttir. ffiyíf/'/t/ASrJff/' . (i'ósííóff//' Störf þau sem konur hafa sinnt frá aldaöðli; búsýsla, barnaupp- eldi, ummönnun sjúkra og aldraöra. Þetta eru störfin sem oftast eru hljóðlát og næstum ósýnileg nema þegar þau eru ekki unnin. Ertu ekki háttaður ennþá pabbi minn?“ „Ég sé nú ekki að það sé búið að taka ofan af rúminu". Ég var dóttirin, gift kona sem bjó í kjallaranum hjá foreldrum mínum. Ég var vön að fara upp á loft til þeirra á hverju kvöldi og bjóða þeim góða nótt. Þetta kvöld hafði móðir mín farið á kvenfélagsfund en láðst að taka ofan af hjónarúminu áður en hún fór. Föður mínum datt ekki í hug að snerta rúmtepp- ið sem snyrtilega var breitt yfir rúmið. Það var ekki í hans verkahring og hann dapur yfir því að geta ekki háttað fyrir árans rúmteppinu. Þetta var fyrir 50 árum. Hefur mikið breyst síðan? Er það kannski að nú er ekki búið um rúmin? Marg- ar skýrslur sýna að meirihluti kvenna vinnur utan heimilis en auk þess hvíli heimilishaldið á þeirra herðum að stærstum hluta. Ég er alin upp við mikla verkskiptingu kynjanna. Móðir mín stjórnaði öllu heimilishaldi innan dyra. Hún var að heitið gat alltaf heima. Fyrst á fætur á morgnana, síðust í rúmið á kvöldin. Faðir minn skaffaði heimilinu og hann var okkur systkinunum góður faðir. Við gátum treyst foreldrum okkar. Þegar ég síðan var orðin gift kona og móðir, brá mér á margan hátt. Ég var ekki tilbúin til þess að ganga inn í þetta ferli móður minnar og formæðra. Ég var með verslunarskólapróf úr Samvinnuskólan- um, þar sem Jónas Jónsson réði ríkjum og í félags- fræði, sem hann kenndi okkur, sagði hann eitt sinn að piltarnir ættu allir að verða samvinnumenn og kaupfélagsstjórar. Þegar einhver úr hópi okkar, þess- ara fáu stúlkna sem þarna voru, spurði hvað við ætt- um að verða svaraði hann: „Eh, hum, þið verðið sko kaupfélagsstjórafrúr." Þar með var það afgreitt. Þeg- ar ég hafði lokið Samvinnuskólaprófi sótti ég um Kennaraskólann, langaði þá til að verða kennari. Ég ætlaði að ljúka því námi á einum vetri. Þá fóru allar vinkonur mínar í húsmæðraskóla og það varð úr að ég hætti við kennaranámið og fór í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Reyndar ekki nema í það nám sem var skipt í tvær annir, því heimavistin var fullskipuð. En þar með fannst foreldrum mínum nóg komið með mína menntun. Kennaraprófi lauk ég síðan þegar ég var komin á sextugsaldur og hef verið kennari síðan. Ég vann nokkur ár við verslunar- og skrifstofu- störf, vann mér inn peninga sem ég réði sjálf yfir, réði frítíma mínum við félagsstörf og skemmtanir. Það samræmdist ekki á þeim tíma að konur ynnu úti með heimilishaldi og barneignum. Mér þótti auð- vitað vænt um manninn minn og börnin og taldi það skyldu mina að leggja mig fram við heimilishald og barnauppeldi. Það var mér ekki nóg. Það vantaði meira frjáls- ræði í tilveruna. Frjálsan fjárhag, frjálsan tíma. Smátt og smátt braust ég út. Það var smávægilegt í fyrstu. Það var um kvöldmatarleyti. Maðurinn minn, sem var mikill briddsspilari, sagðist ætla út að spila en þetta var einmitt kvöldið sem ég ætlaði í saumaklúbb og hann vissi það, en hann spurði bara hvort ég gæti ekki haft saumklúbbinn heima hjá mér. Ég neitaði því og fór, eins og ég hafði ætlað mér. Við höfðum haldið hópinn nokkrar vinkonur, allar ný- giftar með lítil börn. Komum hver til annarrar einu sinni í viku á ákveðnum degi. Þetta gerðu konur til að halda sambandi við sínar vinkonur og fyrir marg- ar var þetta eina upplyftingin. Steinunn, elsta barnið mitt, var þá á fyrsta ári. Það var dálítið spaugilegt að koma heim um mið- nætti. Við bjuggum á þriðju hæð og það var oftast vatnslaust allan daginn svona hátt uppi þegar unnið var í frystihúsunum. Á kvöldin kom svo nægjanlegt vatn. Spilapartýið hafði flust heim til okkar, einhver hafði farið fram , líklega til að fá sér vatn að drekka, en verið vatnslaust og ekki skrúfað fyrir kranann. Síðan kom vatnið og allt hafði farið á flot, vatnið farið fram á ganginn og niður stigana. Jóhannes, t maðurinn minn, var að þurrka upp bleytuna, ein- hver annar reyndi að hafa ofan af fyrir Steinunni sem hafði vaknað og truflað spilamennskuna sem lítið hafði orðið úr. Sumir voru dálítið þungir á 10 vera

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.