Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 42

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 42
Þótt stelpurnar séu duglegri að stunda félagslífíð er algengara að strákar sitji í stjórn- um nemendafélaganna. Hallærislegt að tala um jafnrétti kynjanna rætt við tvo framhaldsskálanema um störf í nemendafélagum í byrjun nóvember var hafin áróðursherferð til að hvetja konur til meiri þátttöku í stjórnmálum. Auglýsingar birtust í dagblöðum, t.a.m. ein með svarthvítum Davíð Oddssyni sem heldur á bleikum, háhæluðum kvenskóm og virðist ætla að fara í þá. (Nú ætla ág ekkert að minnast á það að kvenskór er freudískt tákn fyrir kynfæri kvenna og það að Davíð ætli...) Þessi áróðursherferð er tímabær. Fjöldi kvenna á alþingi og í sveitarstjórnum hefur verið skammar- lega lágur og er nú í kringum 25% af kjörnum fulltrúum. Hins vegar vakna upp efasemdir um að besta leiðin til að fjölga konum í stjórnmálum sé að birta myndir af karlfulltrúum okkar handfjatlandi konuflíkur. Eyrún Magnúsdóttir er formaður nem- endafélags Kvennaskólans. „Þótt stelpur séu mun fleiri í skólanum en strákar, endurspeglast það ekkí í stjórn nemendafélagsins," segir hún. Er ekki kominn timi til að styrkja ungu kynslóðina? Mikill fjöldi ungs fólks stígur fyrstu skref sín í stjórn- málum í menntaskólunum. í menntaskólunum fær það nasasjón af því hvernig kosningabarátta er háö, fær reynslu af því að tala fyrir máli sínu á kosninga- fundum og ef það nær þeim árangri að verða kosið í stjórn fær þaö mikilvæga reynslu í stjórnun og skípu- lagningu. Reynslan hefur sýnt að fólk sem hefur mik- ið sinnt félagsstörfum innan framhaldsskólanna hef- ur haldið því áfram þegar í háskólana er komið og fundið þar vettvang innan annaðhvort Vöku (félag hægrisinnnaðra í Hi) eða Röskvu (félag vinstrisinn- aðra í HÍ). Nemandi í framhaldsskóla er að meðaltali sjö tíma á dag í skólanum. Það er u.þ.b. helmingur af degi hans. Hann stundar oftar en ekki félagslífið sem nefndir skólans standa fyrir og þekkir jafnvel nefndar- meðlimi. Stjórn skólafélagsins stendur þessum með- alframhaldsskólanema mun nær en ríkisstjórn is- lands eöa borgarstjórn. Hann borgar ekki skatta og er ekki á námslánum. Innanskólamál standa honum miklu nær hjarta en t.d. kvótakerfisbaráttan. Með þessar staðreyndir í huga er skynsamlegast aö byrja að hlúa að þátttöku kvenna í menntaskólastjórnmál- um. Þá værum við að ala upp kynslóð sem sæi jafn- rétti í þeim stjórnmálum sem eru næst þeirra reynslu- heimi. En þó fjöldi kvenna í sveitar- og rikisstjórnmálum sé skammarlegur er staöan þó mun verri í framhalds- skólunum, grasrótinni. Konur eru meirihluti nemenda á framhaldsskólastigi en finnast sjaldnar en ætla mætti í stjórnum, ráðum og nefndum skólafélaganna. Strákar í meirihluta í stjórnum nemendafélaga Vera fékk formenn tveggja nemendafélaga í mennta- skólum í Reykjavík í stutt spjall um stööu jafnréttis- mála á þeim bænum. Þetta voru þau Funi Sigurðsson úr Menntaskólanum viö Sund og Eyrún Magnúsdótt- ir úr Kvennaskólanum í Reykjavík. Við byrjuðum á að spyrja þau hvort rætt væri um jafnréttismál í stjórnum nemendafélaganna. Funi svaraöi því til að það væri mest á léttu nótunum, þeir (strákarnir í stjórninni) hlægju að þessu karlaveldi sem hefði myndast hjá þeim. „I MS getum við sagt að hefð sé fyrir því að meirihluti stjórnarmanna sé karl- kyns. Samt sem áður eru yfirleitt fleiri stelpur í fram- boöi og stúlkur eru meirihluti nemendanna," sagöi hann. Eyrún benti á að mörgum þætti hallærislegt að ræða þessi mál. Sjálfri þætti henni þarft að ræða þessi mál en að umræðan væri ansi lítil. „Stelpur eru yfir- gnæfandi meirihluti nemenda Kvennaskólans en sá munur endurspeglast ekki í stjórnum nemendafélags- ins þar sem strákar eru ansi atkvæðamiklir þrátt fyrir að stelpurnar séu fleiri," sagði hún. ( framhaldi af þessu spurðum við hvort jafnréttismál væru rædd hjá FF (Félagi framhaldsskólanema) en svo reyndist því miður ekki vera. Eyrún var þó þeirrar skoðunar að þörf væri á því en Funi var ekki alveg sammála og sagöi að sér fyndist þetta snúast um einstaklinga en ekki kyn. Hann setti fram þá hugmynd að konurvant- aði sjálfstraust til jafns við karlmenn og því væri e.t.v. eðlilegast að þessi mál væru rædd þegar fer að nálg- ast kosningar í framhaldsskólunum. Það væri þvi frekar hlutverk kjörstjórnar en nemendastjórnar. Samkvæmt honum er mikill munur á framkomu 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.