RITMENNT 9 |2004) 42-58 IHII Jóhanna Þiáinsdóttii Nær menn þvinga eitt barn Þýðing síra Jóns Þorlákssonar á uppeldisriti eftir J.B. Basedow Johann Bernhard Basedow (1723-90]. Koparstunga eftir Chodowiecki. A18. öld voru uppeldis- og fræðslumál mjög í brennidepli. . Þorri þeirra sem kenndu sig við upplýsingu var sammála um að á því sviði veitti ekki af gagngerðum breytingum. Með nýjum og betri uppeldisaðferðum átti að leggja grunn að nýju samfélagi. Börn skyldu alin upp til andlegs frelsis. Með mark- vissri fræðslu mátti svo kenna þeim að nýta sér það sér og öðr- um til farsældar. Til þess varð meðal annars að losa skólana úr viðjum kirkjunnar. í Danmörku og Þýskalandi varð Johann Bern- hard Basedow áhrifamesti talsmaður þessara nýju hugmynda. Kjarnann í hugmyndafræði hans má aftur á móti rekja til tékk- neska fræðslufrömuðarins J.A. Comeniusar (1592-1670), enska heimspekingsins J. Lockes (1632-1704) og franska heimspek- ingsins J.J. Rousseaus (1712-78). Johann Bernhard Basedow fæddist í Hamborg árið 1723. Faðir hans var hárkollugerðarmeistari og ól drenginn upp við strangan aga. Hann tók snemma að sendast fyrir föður sinn og undi sér vel á götunum í borginni. Þegar hann taldi sig ekki geta afborið harð- ýðgi föður síns lengur, strauk hann að heiman. Hann leitaði skjóls hjá lækni í Holtsetalandi, sem var orðlagður fyrir góðlyndi og manngæsku. Læknirinn tók eftir því að pilturinn var bæði greindur og námfús og hvatti hann til að læra. Og þegar faðirinn kom til að sækja son sinn, fékkst hann til að samþykkja að drengurinn gengi menntaveginn. 42