RITMENNT___________________________________________________BREYTINGAR Á KORTAVEF LANDSBÓKASAFNS Breytingar á kortavef Landsbókasafns Á árinu 1997 var lokið verkefni í Landsbókasafni íslands - Há- skólabókasafni sem fólst í því að setja öll gömul íslandskort þess (prentuð fyrir 1900) á stafrænt form og veita aðgang að þeim um Netið. Upphaf þess verkefnis var að safninu hafði borist peninga- gjöf frá NORDINFO (Norrænu samvinnunefndinni um vísinda- legar upplýsingar) sem nota átti til verkefnis á sviði upplýsinga- tækni.* Það er ljóst að Landsbókasafn á ekki öll kort sem gerð hafa verið af íslandi fyrr á öldum. Öll helstu kortin eru þó til, sum í nokkrum eintökum. Snemma kom fram sú hugmynd að nota kortavefinn til að búa til heildarmynd af kortasögu íslands. Reynt yrði að ná til sem flestra fornra korta af landinu og birta þau á vefnum. Nokkur stór kortasöfn eru til hér á landi, bæði hjá einstaklingum og stofnunum. Seðlabankinn á allstórt safn af kortum, einnig Landmælingarnar sem og Háskóli íslands. Uppi- staðan í safni Landmælinganna eru kort Marks Cohagens verk- fræðings en safn Háskólans er gjöf frá Þorsteini Scheving Thor- steinson lyfsala. Kortasafn Seðlabankans er svipað að stærð og safn Landsbókasafns eða um 220 kort. Að frumkvæði Ólafs Pálmasonar hjá safnadeild Seðlabankans og með fjárstyrk frá stjórn bankans hófst vinna við það 2003 að mynda kort í eigu bankans á stafrænan hátt og gera þau aðgengi- leg við hlið korta Landsbókasafns á veffanginu kort.bok.hi.is. Því verki er nú lokið. Mörg korta Seðlabankans eru hin sömu og kort Landsbóka- safns en oft er litun þeirra frábrugðin. í eigu bankans er þó nokk- uð af kortum sem ekki eru til í Landsbókasafni og fylla þau í ýmsar eyður í kortasögunni eins og hún er sett fram á vefnum. Á þeim árum sem liðin eru síðan kortavefurinn var opnaður hefur Landsbókasafn eignast nokkur gömul kort af íslandi. Þau voru mynduð á sama tíma og kort Seðlabankans og eru nú að- gengileg á vefnum. Ástæða er til að geta stuttlega eins af þessum *Sjá nánar: „íslandskort á Netinu." Ritmennt 2 (1997), bls. 148-52. 255