RITMENNT 10 (2005) 112-23 llffl mii wmi iin ~iiini ZjTJ iniiiiii Benedikt S. Benedikz Frá leyndarárum leyndarskjalavarðarins Benediktssafn opnar smágátt Fyrir nokkrum árum flutti Harald Jörgen- sen leyndarskjalavörður merkilegan og fróðlegan fyrirlestur í Reykjavík um hina tvo íslensku forvera sína í embætti, þá Grím Thorkelin og Finn Magnússon, og skýrði þar vandlega frá embættisverkum þeirra og vinnuháttum.1 En hinum ágæta fyrirlesara sást þó yfir að leita að skjölum í íslenskum söfnum sem gætu komið honum til hjálpar, og er að því skemmtan að geta bætt dálitlu í belg. Um haustið 1938 barst dr. Benedikt Þórarinssyni sú fregn að Ellis, fornbóka- sali í Great Bedwyn, Wiltshire á Englandi, hefði til sölu handrit sem snertu íslending. Benedikt brást við snarlega eins og hans var von og vísa, og keypti safn níu bréfa, sem reyndust vera frá Grími Thorkelin, lagði út 3 pund og 15 skildinga í gamalli mynt, og fékk heimt safnið í skrifborðsskúffu sína fyrir jólin. Því miður gafst Benedikt ekki tími til að átta sig á því hverslags feng hann hafði náð í, því að síðustu árin hafði hann í mörg horn að líta, og þess vegna lágu þau þar óhreyfð þegar hann fékk slag það sem gerði hann rúmlægan vorið 1940. Þegar hann lést síðan 29. ágúst á því ári varð uppi fótur og fit við að pakka niður bókum hans og blöðum og koma þeim á hið nýstofn- aða Háskólabókasafn. Þar var sannarlega ekki um mikið starfslið að ræða þá dagana. Þeir dr. Einar Ól. Sveinsson og dr. Björn Sigfússon voru í mörg ár einir síns liðs við allar safnsatgerðir, og því voru lausablöð og handrit sem ekki voru innbundin í bók- arformi skiljanlega látin sæta afgangi. Þegar svo Benediktssafn flutti í sitt forláta nýja húsnæði í Þjóðarbókhlöðu vorri komst samt skriður á hirðing þeirra, og það vildi svo til að drengurinn litli, sem horft hafði stórum augum á afa sinn er hann opnaði póstinn frá Harald Jörgensen: Tveir íslenskir leyndarskjala- verðir: Grímur Thorkelin og Finnur Magnússon. Skírnir 160 (1986), bls. 101-22. 112