Neisti - 23.12.1984, Blaðsíða 12

Neisti - 23.12.1984, Blaðsíða 12
12 Jólablað Neista Þjóðfélagið er að gliðna í sundur! Þjóóin hefur orðið að greiða reikning fjárglæfra þeirra Stein- gríms, Svavars o.fl. Jón Baldvin talaði um þings- ályktunartillögu Alþýðuflokksins um eignarskattsauka til tveggja ára, sem Hægt er að draga saman í eina setningu: Skatt ber að leggja á hina nýríku, sem stórgræddu á verð- bólguáratugnum, og þeim gert að greiða l milljarð hvort árið um sig, eða samtals tvo milljarði króna, sem á að nota til þess að leysa vanda unga fólksins í húsnæðismálum. Síðan vitnaði hann til fréttar sem birtist í NT 21. nóv. um huldumann- inn, sem er tekjúlaus en á eignir upp á 35 milljónir króna. Við erum ekki að fjandskapast út í atvinnurekend- ur né venjulegt eignalólk með þess- ari tillögu, sagði Jón, heldur erum við að tala um stóreignafyrirtæki og stóreignamenn, sem hafa fengið gefins þessar eignir. Nú er komið að þeim að skila til baka hluta af þess- um gjöfum. Síðan sýndi hann fundarmönn- um launaseðil verkamanns, sem hánn hafði fengið á fundi í Eyjum, en á launaseðlinum hafði verka- maðurinn 876 krónur í laun og þá átti rikið eftir að taka sitt, ógreidd- ur var reikningurinn í mötuneytinu og svo var það húsaleigan, raf- magnið og allt hitt. Þið hafið eytt um efni l'ram rym- ur svo Albert. Það eru engir pening- ar til og þið verðið að herða sultar- ólina enn betur. Og Steingrímur samsinnir á meðan Jóhannes Nordal byggir höll yfir þessa pen- inga sem ekki eru til. En hverjir skulda okkur 25 millj- arði? Það er ekki verið að spekúlera í því. Nei, Steingrímur situr boð hjá HússeijJórdaniukóngi og bedúín- unumi eyðimörkinni og Gyðingar, sem hingað til hafa þótt vita eitt og annað í peningamálum eru alveg hlessa á efnahagsundrinu íslenska. Þeir spyrja vitanlega: hvernig fórstu að því að ná verðbólgunni úr 130% niður í 15% án þess að fá þjóðina upp á móti þér og Steingrimur svar- ar: Ekkert mál, ég afnam vísitöluna og afnam tekjuskattinn og allir eru sáttir við það. En þegar hann kemur heim frá þessum góðu félögum sín- um er þjóðfélagið lamað vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinn- ar og formaður stærri flokksins í stjórninni hefur þær einar áhyggjur að l'inna stól undir rassinn á sér. En peningarnir eru til, sagði Jón Baldvin, þeim er bara misskipt og það eru ekki launþegar, sem hafa eytt um efni fram, heldur er það hin þjóðin, sem skammtar sjálfri sér laun auk þess sem ríkið hefur verið óbangið við að eyða peningum Jón Baldvin Hannibalsson þjóðarinnar. En hvað getum við gert? Við höf- um bent Alberti á 12 milljarði. Með því að afnema undanþágur frá skatti, en sú undanþága er grimmt notuð til að svíkja undan sölu- skatti, þá munum við bæta barna- fjölskyldum það með barnabótum. Auk þessa 8 milljarða bætast einir 4 við vegna einföldunar kerfisins sem hefur það í för með sér að ekki er hægt að svíkja undan og smá fyrir- tækjum, sem selja þjónustu, líkt og bifreiðaviðgerðarverkstæðum verður gert að greiða árlega leyfis- gjald fyrir rekstri sínum. Þessum peningum verður varið til að afnema tekjuskatt upp að 35.000 kr. á mánuði, en þegar árið 1973 lagði Gylfi Þ. Gíslason fram frumvarp þess eðlis á Alþingi. Á síðasta þingi náðist samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um þetta atriði. Þetta eru kjarabætur án verð- bólgu. Svo er það eignarskattsaukinn, | sem á að greiða stóran hlut í endur- reisn húsnæðiskerfisins. Við erum rík þjóð af þekkingu og náttúrugæðum, en engin ráð eru i góð ráð nema í tíma séu tekin. Is- lendingar eru manna fróðastir um erum langt á undan öðrum þjóðum hvað þetta varðar og þurfum því ekki að kvíða framtíðinni. Þessa þekkingu getum við flutt út og kennt öðrum þjóðum að notfæra sér hana, t.d. til Indónesíu, srm liggur að gjöfulum miðum, en vegna vankunnáttu þarlendra er hungur i landinu. Akvarðanir okk- ar í dag ráða því hvort við verðum farnir að selja Indónesum vit og þekkingu árið 1990 og þá verður skammt stórra högga á milli því Kínverjar eru langt á eftir okkur í þessum málum. í lok máls síns talaði Jón Baldvin um smæð Alþýðuflokksins og sagði að það væri bara við flokkinn sjálfan að sakast og enga aðra. Að margt væri að hjá flokknum en því ætluðu flokksmenn að breyta þannig að Alþýðuflokkurinn yrði sameiningarafl allra sem telja sig vinstra megin við miðju. Á nýafstöðnu flokksþingi var ungur maður frá franska jafnaðar- mannaflokknum sem gestur. Hann talaði um að franski jafnaðar- mannaflokkurinn hefði verið með 5% fylgi fyrir 10 árum. Það tók Mitterand 10 ár að ná fylgi flokks- ins í 35% og gera hann þar með að leiðandi afli í frönskum stjórnmál- um. „Við ætlum að gera það sama, bara á skemmri tíma“ Fundargestir þökkuðu Jóni Baldvin málflutninginn með kröft- ugu lófataki svo undirtók í salnum. Fjöldi fyrirspurna voru lagðar fram og svaraði Jón Baldvin þeim skilmerkilega, en of langt mál yrði að telja þær allar upp hér. " fiskveiðar og allt, sem lýtur að sjá- varútvegi. Þar eigum við að fylgjast . með tímanum og byggja upp tölvu- soluskaíti fast einir 8 milljarðir. Þar sérhæfingu í sjávarútveginum Vid sem söluskattur legðist þá á mat- væli, sem nú eru undanþegin sölu- Jón Sæmumdur Sigurjónsson: Spilverk lýðræðisins Hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríkjum er það hlutverk stjórnarandstöðu að gagnrýna, benda á það sem miður fer og veita ríkjandi valdhöfum aðhald. Hlutverk stjórnarandstöðu er vand- meðfarið, ekki síður en hlut- verk stjórnenda. Freistingin til að gagnrýna á neikvæóan og óábyrgan hátt er sterk og einnig að láta sér í léttu rúmi liggja hvernig annars tiltekst með stjórnina, aðeins ef færi gefst á veikum blettum and- stæðinganna. Þetta er nei- kvæður hugsunarháttur, sem ber að fordæma. Stjórnarandstæðingum ber vissulega skylda til að horfa fram á við í gagnrýni sinni, þannig að til heilla horfi fyrir þjóðarheildina. Þeir sem ástunda aðeins neikvætt niðurrif, ættu ekki að vera í pólitík. Eiginlega er stjórnarand- staða nokkurs konar nauð- synlegur lúxus, sem byggist á sterkri siðferðistilfinningu og virðingu fyrir leikreglum lýðræðisins. Af 130 þjóð- ríkjum þessa heims leyfa sér aðeins innan við 30 ríki þann munað að hafa löglega stjórnarandstöðu. í yfir 100 löndum ríkir einræði þar sem öll andstaða og gagnrýni á stjórn landsins er bönnuð að viðlögðum þyngstu refsing- um. í þessum löndum eru þegnarnir ekki spurðir um eitt eða neitt og þegar þeim ofbýður stjórnarfarið eiga þeir enga löglega leið til að sýna andúð sína í verki. Ábyrgð í lýðræði. Þetta leiðir hugann að því, að ábyrgð þegnanna, sem eiga þess kost að styðja stjórnarandstöðu á löglegan hátt, er vissulega mikil. Réttur þeirra, sem alls ekki er svo sjálfsagður út um víða veröld, er dýrmætur. Þeir sem ekki notfæra sér þann rétt að gagnrýna þaö sem miður fer, þeir sem fljóta sofandi að feigðarósi og kjósa alltaf það sama hvað sem á bjátar, þeir gætu alveg eins átt heima í einræðisríki, þar sem gagnrýni er bönnuð. Lýöræðið lifir hins vegar á gagnrýninni og að tekin sé afstaða með eða á móti. Sá stjórnmálamaóur, sem fékk meðbyr í gær, verður að sýna það í, verki í dag, að hann sé þess verður að fá meðbyr á morgun. Oft er talað um ábyrgð stjórnmálamanna í lýðræðis- ríki og jafnvel að þeir verði að standa ábyrgir gerða sinna. Svo langt höfum við ekki náð enn í þessu landi. Hins vegar hafa kjósendur þetta vald og leikreglur lýðræðisins gera ráð fyrir að óhæfum stjórn- málamönnum sé hafnað við fyrsta tækifæri. Moldviðri áróðurs nær að bjarga sumum, öðrum ekki. Þannig fór Jón Sólnes flatt á Kröflu- málinu, sem á eftir að þjaka efnahag iandsmanna um ókomna tíð. Ragnar Arnalds og IngvarGíslason, sem bera jafna ábyrgó og Jón á þessu fjárglæfraæfintýri, var hins vegar hossað upp á ráð- herrastóla skömmu síðar. Hægt er að reikna út hvað stífni Hjörleifs Guttorms- sonar í ÍSAL málinu hefur kostað þjóðina í ómældum upphæðum. Hægt er aö reikna út hvað þvermóðska Páls Péturssonar í Blöndu- virkjunarmálinu á eftir að hækka rafmagnsreikninga landsmanna mikið. Hægt er, að vísu aðeins með vel útbú- inni tölvu, að reikna út, hvað skuttogaraæfintýri Stein- gríms Hermannssonar hefur kostað þjóðina í erlendum skuldum, gengisfellingum, útgerðarbasli hér og þar svo og atvinnuleysi, en ekki er séö fyrir endann á því hrika- lega dæmi enn. Þetta eru örfá dæmi um ábyrgð stjórnmálamanna. Hún er lítil. Gagnrýni stjórnarandstöðu er leyfð hér á landi og þeirri skyldu hefur verið sinnt. Ábyrgð kjósenda er hins vegar mikil og ef þeir hafa fylgst með og skilið hvaða tjóni klaufalegir stjórnmálamenn geta valdið, þá eiga þeir ekki að hika við að sinna eigin skyldu og beita því vopni sem lýóræðið gefur þeim. Hættuleg þróun. ísland er meira en venju- legt lýðræðisríki. Við montum okkur við aðrar þjóðir, að á íslandi séu allir jafnir og að allir þúi for- setann. Að vísu eru líka til fínir karlar og kerlingar, menn þurfa að knékrjúpa bankastjóra og sveitin hrekkur í kút, ef kaupfélags- stjórinn hikstar. En þetta hefur allt verið svona minni háttar og ekki angrað menn óskaplega, þótt hvimleitt sé. Núverandi ríkisstjórn virðist í óðaönn að snúa dæminu við. Sagt hefur verið að samstjórn íhalds og Framsóknar laði allt það versta fram í hvorum flokki fyrir sig. Þessi ríkisstjórn hefur bannað verkföll og samninga og þegar hún loks leyfði samninga, hefur hún ónýtt þá, jafnvel áður en þeir komu til framkvæmda. Hún er aö skerpa muninn á lág- launastéttum og forréttinda- hópum, en þeir launamenn sem fá sæmileg laun lenda í úlfakreppu skatta- skrúfunnar. Öllu sæmilegu fólki ofbýður sú fjármagnstil- færsla sem átt hefur sér stað milli fólksins og fyrirtækj- anna. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn virðast ætla að siga auðhyggjunni óheftri á þjóðina. Nú er þegar farið er að tala um tvær þjóðir í þessu landi. Þetta er hættuleg þróun, sem stefnir í að afmá þau þjóðlegu einkenni, sem greint hafa okkur íslendinga einna rækilegast frá öðrum þjóöum. Eðlileg viðbrögð. Erlendis hefur iðnaðarráð- herra kallað ísland Singa- pore norðursins og vildi hann segja með því, að ís- land sé láglaunaland þar sem gott sé fyrir útlendinga að fjárfesta. Þetta og margt annað og fleira hefur kallaö á heiftarleg viðbrögð í flokki hans, Sjálfstæðisflokknum. Sigrún Þorsteinsdóttir, fyrr- verandi stjórnarmaöur í Landssambandi Sjálfstæðis- kvenna, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir: ,,það er greinilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn er ekki flokkurinn „Stétt með stétt" eins og oft er í veðri látið vaka. Launa- mismunur eykst stöðugt og nú er svo komið að það er virkilega að myndast grund- völlur fyrir varanlega stétta- skiptingu hér á landi". Þor- geir Ibsen, skólastjóri í Hafnarfirði, bendir á, að Sjálfstæöisflokkurinn sé ekki lengur það lifandi afl, sú breiðfylking, sem hann var á dögum Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar og hann er sáróánægður með flokkinn sinn. Sigurður Jónsson, Sjálfstæðismaður og forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, segir fylgið hrynja af flokknum og vill aó ríkisstjórnin fari frá sem fyrst. Jón Sólnes sagði af tilviljun frá því í nýútkom- inni bók sinni, hvernig á þessari óánægju stendur og vill greinilega skilja hismiö frá kjarnanum: Viðreisnarár- in skildu svo mikinn sósíal- demókratiskan arfa eftir í íhaldsgarði Sjálfstæóis- flokksins, aö sá fíni gróður á þar erfitt um líf. Það er þessi gróður, sem ekki kærir sig lengur um að vera „illgresi" í garði íhaldsins. Á máli rétt- sýnna manna er hér um að ræða frjálslynt fólk með mjög svipaðar skoðanir og Al- þýðuflokksfólk um réttlæti, jöfnuð og lýðræði. Það á auðvitað ekki heima í íhalds- flokki. Ný sókn. Við Alþýðuflokksmenn verðum varir við í æ vaxandi mæli aó þetta fólk leitar sarinstarfs við okkur. Þetta kemur fram í ýmsum myndum. Óvenju margir hafa gengið í flokkinn nýverið, aðrir hafa gefið sig á tal. Áhuginn fyrir Alþýðuflokkn- um hefur líka komið fram í frábærri fundarsókn á fundum nýkjörins formanns flokksins, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem haldnir hafa verið víða um land. Greinilegt er að jákvæó gagnrýni, virk stjórnarand- staða og lýðræðislegt þrek eru þeir aflgjafar sem laða frjálslynt fólk og jafnaðar- menn úr öðrum flokkum til samstarfs við Alþýðuflokk- inn. En þetta eru einmitt þeir þættir, sem skera úr um, hvort lýðræði í einu landi sé virkt eða ekki.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.