Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1916, Qupperneq 3
Asgeir Torfason.
Hann var fæddur 8. maí 1871 á Varmalæk í Borg-
jarfjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Torfi Bjarnason
«íðar bóndi og búnaðarskólastjóri í Ólafsdal, og
■kona hans, Guðlaug Zakaríasdóttir frá Heydalsá.
Ásgeir heitinn ólst upp hjá foreldrum sínum, og
<nam búfræði á skóla föður síns í Ólafsdal. Haustið
1892 gekk hann í 2. bekk lærða skólans, og var þá
■orðinn nokkuð eldri en títt er um byrjendur í skóla.
Á þeim árum hafði hann nokkur störf á hendi fyrir
Búnaðarfjelag Suðuramtsins á sumrum. Hann lauk
•stúdentsprófi haustið 1897 með 1. einkunn.
Áhuga á landbúnaði og búvísindum hafði liann
sýnt þegar áður en hann kom í skóla, enda átti
Jhann slíkt ekki langt að sækja, því að faðir lians
■var, eins og kunnugt er, einn af hinum helstu, ef
ckki hinn helsti, forgöngumaður þeirra litlu fram-
fara í landbúnaði, sem hjer hafa orðið til þessa. Og
mun Ásgeir heitinn hafa gengið inn í lærða skólann
Ijeint með þeirri hugsun, að skólalærdómurinn yrði
lionum undirstaða að fullkomnari landbúnaðarþekk-
ingu. Um það leyti sem hann varð stúdent voru
ýmsir farnir að finna til þess, að vísindalega undir-
stöðu vantaði undir alla innlenda þekkingu á jarð-
-ræktinni, og að þessa undirstöðu hlaut að vanta
jjangað lil fengin væri efnaransóknarstofa í landinu
sjálfu. það var því engin tilviljun, heldur beint fram-
•hald á fyrirætlunum Ásgeirs heítins, að hann að af-
loknu stúdentsprófi gaf sig að efnafræðisnámi
við Fjölvirkjaskólann (Polyteknisk Læreanstalt) í
Kaupmannahöfn. Tók hann inntökupróf á skólann
1898, og þá jafnframt próf í forspjallavísindum við
Kaupmannahafnarháskóla. Lauk hann prófi frá Fjöl-
viíkjaskólanum með I. einkunn árið 1903. Eptir það
stundaði hann störf í sinni eigin grein erlendis, og
fullkomnaði þekkingu sína í efnafræði, einkum í
sundurgreiningu efna (Analyse), þar til hann í árs-
byrjun 1906 tók við forstöðu efnaransóknarstofunnar,
sem þá var sett á stofn í Reykjavík samkvæmt fjár-
veiting í fjárlögunum, og veitti liann henni síðan
forslöðu til dauðadags. Frá 1. okt. 1911 var hann
einnig forstöðumaður Iðnskólans í Reykjavik. Kenslu
í efnafræði fyrir læknaefni hafði hann og á hendi.
Kvæntur var liann 1907 Önnu Louise Ásmunds-
dóttur, cand. phil. Sveinssonar, sem lifir mann sinn
ásamt þrem börnum.
Hann andaðist 16. sept. 1916.
Við efnaransóknarstofuna liggur talsvert starf eftir
Ásgeir heitinn, en þegar hann fjell frá, var enginn
til, sem gat tekið starfið að sjer méð jafn fullkom-
inni þekkingu, og hann hafði haft. Er því hætt við,
að ekki verði full not að starfi hans á þeim sviðum,
þar sem ransóknirnar voru ekki orðnar svo margar
eða fullkomnar, að fullnaðarályktanir væru fengnar
um þau efni, sem ransóknunum var ætlað að
leysa úr. Ýmsar ritgerðir eru til frá hans hendi, og
fer hjer á eptir skrá yfir þær helstu.
Ásgeir heilinn var einkar vinsæll og vel látinn af
skólabræðrum sínum og öðrum þeim, sem kyntust
honum. Róleg glaðværð var yfir höfuð sá eiginleiki,
sem mest bar á hjá honum. Er mikil eftirsjá að frá-
falli hans á svo ungum aldri, bæði fyrir landið, sem
ekki hefur neinum fullfærum manni á að skipa til
til að taka sæti hans, fyrir hina mörgu vini hans,
og fyrir fjelag vort, sem hjer missir í fyrsta skifti
einn úr hópnum.
Helstu ritgerðir eptir Ásgeir heitinn eru í Búnað-
arritinu og í Ársriti þessa fjelags, og eru þær þessar:
1 B únaðar ritinu:
Leiðbeiningar við að taka sýnishorn af Árg. Bis.
jarðvegi og heyi........................ XX. 257
Rannsóknir................................ XX. 173
Skýrsla um rannsóknir á mó................ XX. 116
Rannsóknir á fóðurtegundum.............. XXII. 253
Nokkur orð um mjöl..................... XXIII. 259
Rannsóknir á fóðurmjöli................. XXIV. 268
Efnagreining nokkurra sæþörunga....... XXIV. 306
Frá Rannsóknarstofunni................... XXV. 286
Frá Rannsóknarstofunni (framhald)..... XXV. 313
Vatnsheld steinsteypa................... XXVI. 305
Um gaddavír........................... XXVIII. 137
Frá Rannsóknarstofunni................ XXVIII. 230
Frá Rannsóknarstofunni................... XXX. 148
í Ársriti Verkfr.fjel. ísl.
Um íslenskt melkorn og nokkra sæþör-
unga............................... 1912—13 16
Um íslenzkt eldsneyti................. 1914 12
J. P.
Mynd af Ásgeiri Torfasyni, sem fylgja átti grein þessari,
kemur sjerstakra orsaka vegna ekki fyr en í næsla hefti.
Ritslj.