Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 41 Fósturlát Eftir Margréti Sæmundsdóttur og Kristínu Rut Haraldsdóttur Ijósmæður Inngangur I eftirfarandi skrifum okkar er œtlunin að taka fyrir fósturlát. Fósturlát eru flokkuð í sjálfkrafa fósturlát (abortus spontaneus) og framkölluð fósturlát (abortus provacatus). Við œtlum eingöngu að skrifa um sjá/fkrafa fósturlát, skilgreina hvað fósturlát er, einkenni, orsök og síðast en ekki síst um það andlega áfall sem foreldrar verða fyrir samfara því að missa fóstur. Skilgreining: Ef þungun lýkur áður en fóstrið verður lífvænlegt er talið að fósturlát hafi átt sér stað. Hugmyndir um hvenær fóstur er talið lífvænlegt hafa breyst undanfarin ár. Alþjóða heilbrigðisstofn- unin (WHO) mælir með þeirri skilgreiningu að fóstur teljist líf- vænlegt ef það vegur 500 gr eða meira, eða ef meðgöngulengdin nær 20 vikum. í flestum löndum er þó enn miðað við 28 vikna meðgöngu eða fóstrið vegi 1000 gr eða meira. Á íslandi telst það fósturlát, ef fóstrið fæðist andvana og vegur minna en 1000 gr. Barn telst lifandi fætt, án tillits til fæðingar- þyngdar, ef eitthvert eftirtalinna einkenna er til staðar: 1. Öndun 2. Hjartsláttur 3. Æðasláttur í naflastreng 4. Sjálfkrafa hreyfingar Tegundir fósturláta: Fósturlát eru flokkuð á eftirfarandi hátt: Yfirvofandi fósturlát (abortous imminens) Er talið vera fyrir hendi ef þunguð kona fær leggangablæðingu, með eða án sam- dráttaverkja á fyrstu 28 vikna meðgöngu.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.