Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 16
rindi flutt á fundi um málefni fæðinga á Höfn í Hornafirði, sem haldin var 2. maí 1994, í fundarboði kemur fram að megin- markmið fundarins sé að ræða um hvort leggja beri niður fæðingar á Höfn, eða að efla starf fæðingardeildar Skjóigarðs og fjölga fæðingum þar. Einnig kemur fram, að talsverður ágreiningur sé á meðal fagfólks um fæðingar í dreifbýli og þessvegna sé erfitt fyrir leikmenn að taka ákvarðanir um þróun mála. Það kemur mér ekki á óvart að leik- menn eigi erfitt með að átta sig í þessum efnum, því að umræðan um fæðingar og öryggi í fæðingum er oftast einkennileg, svo ekki sé meira sagt. Þegar rætt er um fæðingar er áberandi hversu oft atburðir sem gerast á sama tíma eru settir í orsakasamhengi án þess að fyrir því séu nokkur vísindaleg rök. Gott dæmi um þetta er hvernig viðhorf til spangarldippinga í fæðingu hefur þróast á þessari öld. A fyrri hluta aldarinnar fóru nokkrir læknar að mæla með því að allar konur yrðu klipptar í fæðingu, en þetta átti að koma m.a. í veg fyrir legsig og blöðrusig síðar á æfinni. Spangarklippingar áttu líka að koma í veg fyrir að konur rifnuðu illa, áttu að gróa betur en rifur og vera minni trauma fyrir barnið. Þegar líða tók á öldina jókst tíðni spangarklippinga og tíðni legsigs og blöðrusigs minnkaði á sama tíma. Menn voru ánægðir yfir þessu og töldu þetta sýna að spangarklippingar yllu lækkaðri tíðni leg- og blöðrusigs. Kvað svo rammt að þessu að upp úr 1970 var það vinnuregla á mörgum stöðum að spangarklippa ætti allar konur í fæð- ingu. Þegar farið var að rannsaka þetta mál nánar kom í ljós að í löndum eins og í Hollandi, þar sem spangarklippingar voru mjög lítið notaðar hafði tíðni leg- og blöðrusigs lækkað alveg jafnmikið og í löndum þar sem spangarklippingar 14 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.