Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 32
Ljósmæðraþankar I bók sinni, “Sensitive midwifery”, skrifar Caroline Flint urn þá þætti sem henni finnst að skapi nærgætna ljósmóður. En í skilgreiningunni felst að ljósmóðirin sé ekki aðeins vel að sér faglegri umönnun; greiningu, meðferð og aðgerðum, heldur einnig að hún sé fær í mannlegum sam- skiptum og kunni að meta hverja einstaka reynslu í starfi sem sérstæðan atburð. Þá er ekki er síður mikilvægt að ljósmóðirin viðurkenni hæfileika sína, sé meðvituð um eigin veikleika og styrk, að hún kunni að hrósa sjálfri sér og kollegum sínum fyrir vel unnin störf, og að hún fái stuðning frá öðrum. Bókinni er skipt í 16 kafla og snertir hver þeirra flöt sem snýr að ljós- móðurstörfum. Inngangurinn byrjar á umfjöllun um það sem að ljós- mæðrum snýr persónulega, þ.e. reynslu í starfi, og mikilvægi þeirra tengsla sem myndast á milli mæðra og ljósmæðra. Caroline skrifar á lértu nótunum en með alvarlegu ívafi þó og er full ástæða til að ætla að efnið eigi ekki síður erindi til íslenskra Ijósmæðra en enskra. Hér birtist annar hluti af fimm þýðingum úr inngangi bÓKarinnar: Stuðníngshópur Sértu heppin áttu þegar sk'lningsríka fjölskyldu sem styður við bakið á þér. Ef til v’ll ertu góðum og nánum tengslum við samstarfshóp í kirkjunni þinni, eða átt ástríka og umhyggju- sama vini. En þeir sem skipta þó mestu máli fyrir þig í starfi eru stuðn- ingsaðilar sem deila með þér áhuga og hugsjónum um fæðingar. Þetta gæti t.d. verið hópur ljósmæðra með séráhugamál (hér vitnar Caroline sérstaklega til Association of Radical Midwives) eða hópur irnan áhuga- mannasamtaka um breytingar á fæðingarþjónustu. Ef hvorugut þes- sara vekur áhuga þinn þá er til enn einn hópur sem myndi taka þér opnum örmuin, hópur sem þú þekkir nú þegar; það eru foreldrar sem þú hefur annast í fæðingu, á meðgöngu eða í sængurlegu, eða úr foreldra- námskeiðunum þínum. Þau bera hlýjar tilfinningar til þín og yrðu himinlifandi yfir að heyra frá þér. 30 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ í

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.