Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 20
Edda Árnadóttir, heilsuverndarhjúkrunarfræðingur Inngangur Brjóstagjöf er náttúrulegt fyrirbæri og eðlileg afleiðing af fæðingu barns. í mörgum löndum er brjóstagjöfin hin eina örugga aðferð til að tryggja afkomu, vöxt og þroska hins nýfædda barns. í öllum samfélögum er brjóstagjöf þó eitthvað sem konur þurfa að læra. Það er aðeins hæfileikinn sem er meðfæddur (Morgan, 1985). Besta gjöfin sem móðir getur gefið ungbarni sínu er brjóstamjólk. Slík gjöf getur bjargað lífi barnsins ef veikindi eða næringarskortur er til staðar. Meðal fátækra er brjósta- mjólkin stundum eina gjöfin (Lawrence, 1991). Mjög margir hafa rannsakað brjóstagjöf og þá þætti sem hafa áhrif á hana. Við gerð þessarar ritgerðar hef ég aðallega stuðst við heimildir frá Mörgu Thome (1993a, 1993b), Inch (1991), Salariya (1991), Royal College of Midwifes (1991), Lawrence (1994), Mohrbacher and Stock (1995), en einnig fleiri heimildir sem í er vitnað í texta. Þessi ritgerð fjallar almennt um brjóstagjöf og hversu mikilvægt móðurhlutverkið/foreldrahlutverkið er. Sérstaklega er fjallað um þá þætti sem hafa jákvæð eða hindrandi áhrif á brjóstagjöfina. Mikilvægi móður- og FORELDRAHLUTVERKS Hvers vegna vill fólk eignast börn? Það er eðlilegur líffræðilegur þáttur að eignast börn, en margir verðandi foreldrar kvíða þó því hlutverki (Uddenberg, 1977). Að eignast fyrsta barn er oft tilefni til að stofna fjöl- skyldu. Fjölskyldu má skilgreina sem hóp tveggja eða fleiri einstaklinga, sem tengdir eru tilfinninga- og/eða ættarböndum. Einstaklingar fjöl- skyldunnar hafa sérstök samskipti sín á milli, oftast sameiginlegt heimili 20 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.