Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 3
Að laera af re^nslunni: Oo'LX Dðzmisögnr nemenda í Ijósmóðui'frðzöi Inngangur Akveðið hefur verið að hafa fastan þátt á vegum náms í ljósmóðurfræði í Ljósmæðrablaðinu. Ætlunin er að í hverju blaði verði birtar dæmisögur úr dagbókum nemenda í ljósmóður- fræði, jafnvel undir einhverju á- kveðnu þema. Mögurleikar eru á því að fjalla um viðkomandi efni frá mis- munandi sjónarhorni og eru athuga- semdir og innlegg ljósmæðra í um- ræðuna vel þegnar. Hér á eftir verður stuttlega sagt frá hvernig námsskrá í ljósmóðurfræði leggur áherslu á að nemendur læri af reynslunni, íhugi á gagnrýnan hátt og noti dæmisögur úr ljósmóðurstarfinu til að læra af. Gagnrjnin tluigun í sfarfi Námsskrá í ljósmóðurfræði er starf- smiðuð og áhersla lögð á að þjálfa fræðileg og klínisk vinnubrögð á starfsvettvangi þar sem námið fer að stærstum hluta fram. Nemendum er gert kleift að læra af reynslunni und- ir handleiðslu starfandi ljósmæðra. Reynsla í starfi stuðlar að fræðilegri og klíniskri færni. Eitt atvik í starfi getur verið svo áhrifamikið að það standi upp úr sem dæmisaga til að læra af ( Benner, 1984) Síðustu áratugina hefur þó nokk- uð verið rætt og ritað um hvernig fagmenn íhuga í starfi (reflection in action), læra af reynslunni, staldra v>ð, endurmeta og íhuga gerðir sínar dags daglega. Talið er að þeir íhugi, ryni í starfið og þrói með sér innsæi °g færni í starfi og hafi það viðhorf sem kallar á gagnrýni hugsun (Schön, 1983). Margir hafa einnig hugleitt gildi þess að íhuga í khniskri kennslu og hvaða áhrifþað hefur á þróun þekkingaar bæði í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði (Palmer, 1994, Bryar 1995). Dcemisögxir til að lcera af I gegnum tíðina hafa ljósmæður og ljósmæðranemar lært af hver annarri með því að segja sögur og hlusta á sögur. Líklega er það reynsla flestra að muna eftir sérstökum atvikum á starfi sem lærdómur var af. í hinu nýja námi er mikil áhersla lögð á að læra með því að segja sög- ur en með markvissari hætti en áður. Nemendur halda dagbækur þar sem námsreynslu er lýst og skrifaðar eru dæmisögur. Tekin eru fyrir ákveðin dæmi, atvik eða aðstæður sem stað- ið hafa upp úr og lært hefur verið af. Litið er á dæmisöguna sem hjálpar- tæki fyrir nemendur til að íhuga og þjálfa sig í klíniskri fræðimennsku. Dagbókum er skilað á 4-6 vikna fresti og eru þær notaðar sem um- ræðugrundvöllur í kennslu- og matsviðtölum með kennurum. Klínisk ákvarðanataka er gagnrýnd og rannsóknarniðurstöður og sú hugmyndafræði og þekking sem stuðst er við í starfi er skoðuð út frá dæmisögunum. í dæmisögunum er aðstæðum lýst þ.e. sagan er sögð, og sagt hvað gerðist og hvernig. Beðið er um íhugun á eigin reynslu og hugrenn- ingum en einnig á reynslu kvenn- anna og fjölskyldna þeirra. Rætt er um hvað nemandanum fannst og hvað hann hugsaði og hvernig hann tengir það sem var að gerast við fræðilegt efni. Greint er frá niður- stöðu eða útkomu og metið er hvað var jákvætt við þessa reynslu og hvað neikvætt.Að lokum er fjallað um hvaða lærdóm megi draga af þessu dæmi, hvað annað hefði verið hægt að gera og hvað væri hægt að gera næst í svipuðum aðstæðum. Dæmisagan er einnig kennslutæki til að byggja umræður á. I henni er dregið fram það sem skiptir mestu máli við vissar aðstæður. Dæmisag- an getur kennt fólki sérstaklega ef þeir sem hlusta finna samlíkingu úr eigin reynslu,- Það rennur upp fyrir þeim ljós og þeir hugsa: Þetta kann- ast ég við! Já þannig er það! Þær dæmisögur sem hér birtast eiga það sameiginlegt að verið er að fjalla á einhvern hátt um náttúrulegt ferli fæðingar og ýmis utanaðkom- andi áhrif eins og skoðanir í fæð- ingu, stjórnun á rembingi og verkja- lyfjagjöf. Samkvæmt gamalli hefð eru sögurnar fyrir ljósmóðurnema og ljósmóður til að læra af. Heimildir Benner, P. (1984): From Novice to Ex- pert: Excellence and Power in Clinical Practice.Menlo Park. Addison Wesley Publishing Company, Bryar, R. M. (1995): Theory for midwi- fery practice, London,Macmillan. Palmer, A. (1994): Reflective Practice in Nursing. The growth of the Professional Practitioner. Oxford, Blackwell Scientific Publications. Schön, D.A. (1983): The Reflective Prac- titioner. How Proffessionals Think in Action, New York, Basic Books. Ljósmæður W Nú er aðlögunarnefnd farín að vínna að und- irbúningi nýs launa- kerfis. Ljósmæður sem óska eftir aðstoð hafið samband við félagið ykkar fií að fá frekari upplýsingar. 3

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.