Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 4
Klínísk dæmisaga lil að leera af Mig langar að fjalla um fæðingu sem þróaðist á allt annan hátt en ég hafði gert ráð fyrir og hafði mikil á- hrif á mig. Ég var á kvöldvakt á fæðingargangi með minni umsjónarljósmóður og við fengum konu sem var í góðri sótt að fæða í annað sinn. Hún hafði áður fætt fyrir 10 árum. Við komu var hún með 5 í útvíkkun og nær fullþynntan legháls. Hún réði mjög vel við verk- ina þannig að hún fór á rölt. Klukku- tíma seinna fór legvatnið hjá konunni og við það ágerðist sóttin til muna. Hún sat fram á rúmstokkinn og réri í hríðunum en treysti sér ekki til að fara í neinar aðrar stellingar. Hríðarnar komu mjög þétt og liðu illa úr kon- unni þannig að hún fór öll að spenn- ast upp. Ég ákvað í samráði við ljós- móðurina að skoða konuna með tilliti til þ ess hvort við þyrftum að gefa henni verkjameðferð og fengum við konuna til að leggjast á bakið í rúmið til að skoða hana. I ljós kom að út- víkkun var orðin 9 og fljótlega kom í lconuna rembingsþörf. Um leið og konan fann rembingsþörfina missti hún stjórn á sér. Hún barðist á móti rembingnum og klemmdi saman lær- in og það var ekki viðlit að hún heyrði eða skynjaði það sem ég eða ljósmóð- irin sögðum við hana. Kollur gekk hratt fram þótt konan streittist á móti rembingnum. Hún færði sig undan mér og reyndi að sparka mér í burtu þar sem ég stóð til hliðar til að taka á móti. Kollurinn fæddist þrátt fyrir þetta en þá fannst naflastrengur um háls sem við vippuðum yfir höfuðið. Síðan stóð allt fast, engin hríð kom og lconan streittist á móti því að rembast, naflastrengur kominn fram og axlir og búkur eftir inni. Ég reyndi að fá kon- una til að rembast, önnur ljósmóðir var þarna til aðstoðar og reyndi að hnoða hríð í legið og umsjónarljós- móðirin mín tók þétt á krílinu og tog- aði það í heiminn. Barnið var líflaust við fæðinguna en eftir smástund tókst ljósmæðrunum að koma lífi í barnið og þegar loks barnalæknir lét sjá sig eftir fjórar mínútur var drengurinn hinn brattasti og orgaði hástöfum. Foreldrarnir voru mjög skekin eftir fæðinguna, sérstaklega pabbinn sem hafði horft upp á konuna sína um- breytast svona og aðfarirnar við að ná krílinu í heiminn. það bráði af kon- unni um leið og barnið var fætt og þá var hún mjög miður sín yfir því hvernig hún hafði brugðist við. I kjölfar þessarar upplifunar ákvað ég að skoða hvaða þættir gætu helst hafa valdið þeirri umbreytingu sem varð á konunni og hversvegna sárs- aukaskynjun hennar varð svona sterk þegar hún hafði breytt um stellingu. í grein eftir Lowe sem birtist í jan- úarhefti JOGNN 1996 um verki og verkjameðferð í fæðingu, segir að þótt fjölbyrjur tjái yfirleitt minni sársauka snemma og í actívu fyrsta stigi heldur en frumbyrjur, er annað stig oft sárs- aukafyllra hjá konum sem hafa fætt áður. Hér á eftir eru helstu þættir sársaukaskynjunar og tjáningar sem Lowe fjallar um í grein sinni reifaðir. Sársauki í fecöingti Rannsóknir benda á að til að skýra mismunandi upplifun kvenna af sárs- auka í fæðingu verði að taka til greina áhrif bæði líkamlegra og sálrænna þátta. þessir þættir kunna að skýra ekki einungis lífeðlislegar breytur eins og tíðni og styrk taugaboða heldur einnig þætti sem hafa áhrif á skynjun konunnar og hlutlæga túlkun á þeim áreitum sem hún fær (Lowe, 1996) Líkanileg áhríf Margar rannsóknir hafa sýnt að með aukinni útvíkkun leghálsins aukist sársaukaskynjun. þetta er sérstaklega áberandi á síðari hluta fyrsta stigs fæð- ingar, upplifun sársauka verður meiri þegar samdrættirnir eru örari. þannig má ætla að þann mikla og djúpa sársauka sem margar konur skynja í transitional fasanum megi rekja til samanlagðra áhrifa mikillar útvíkkunar og örra samdrátta (Lowe, 1996) Sáltven áhrif Margir sálrænir þættir hafa áhrif á upplifun konunnar af sársauka í fæð- ingu. það er vel þekkt að kvíði getur aukið sársaukaupplifun. Margir þætt- ir geta valdið kvíða hjá konu í fæð- ingu, hræðsla við sársauka, valdleysi, hræðsla við að vera yfirgefm, hræðsla við að meiðast eða að barnið meiðist. Einnig hafa þættir eins og umhverfis- þættir og framkoma einstaklinga við konuna áhrif á kvíða hennar. Sumar rannsóknir telja að undirbúningur fyrir fæðinguna á foreldrafræðslunám- skeiðum dragi úr sársaukaupplifun í fæðingu en aðrir vilja meina að svo sé ekki. Hinsvegar auki foreldrafræðslan sjálfsöryggi konunnar og efli þannig getu hennar til að ráða við sársauk- ann. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli aukins sjálfstrausts og minni sársaukaupplifunar og minni notkunar verkjalyfja í fæðingu (Lowe, 1996). Ekki má heldur gleyma þjóðfélags- þáttum við skynjun og tjáningu sárs- auka. Rannsakendur sem báru saman konur í Bandaríkjunum og Hollandi fundu út að bandarísku konurnar bjuggust við að fæðingin yrði sárs- aukafyllri og að þær myndu þurfa meiri verkjastillingu heldur en kon- urnar í Hollandi en í ljós kom að sárs- aukaupplifun hópanna var sú sama, en þær bandarísku fengu meiri verkja- lyf. Einnig verður að hafa í huga að sársaukatjáning er mismunandi eftir þjóðfélögum. Það er t.a.m. talið skammarlegt fyrir konu af þjóðflokki Beduina að syna sársaukatjáningu í fæðingu meðan konur frá miðaustur- löndum syna meiri sársaukatjáningu en konur á vesturlöndum. Einnig hefur verið sýnt fram á aukna sárs- 4

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.