Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 7
Dagbók Ijósmóður I þessu dagbókarbroti langar mig að fjalla um pethidín sem eina teg- und verkjameðferðar. Nú get ég ekki alhæft um allar ljósmæður fæðingar- gangs en mér finnst margar hverjar sem ég hef séð til hafa of léttvæg við- horf til pethidins og ætla ég að vitna i eigin reynslu til að styrkja mál mitt. Kona var að fæða sitt annað barn og hafði gengið vel, útvíkkun miðaði eðlilega áfram, 6 sm og konan bar sig >,eftir atvikum vel.“ Snarlega byrjar konan að bera sig verr og biður um einhver verkjalyf. Ljósmóðirin segir mér að ég geti gefið henni pethidin en ég malda í móinn og vildi skoða konuna fyrst m.t.t. hvort útvíkkun feri að ljúka og stutt væri í fæðing- una og því hægt að koma konunni yfir síðustu sentimetrana án pethi- dinsins. Ljósmóðirin segir það ekki skipta öllu máli því konan sé með nál i æð og því hægðarleikur að gefa henni nalon strax ef barnið færi að feðast. Hún lætur mig þó ráða hvað eg vilji gera og ég ákveð að skoða konuna og reyndist þá útvíkkun lok- 'ð. Fæðingin gekk svo mjög vel og konan var ánægð á eftir. Þá minntist ég fæðingar sem ég hafði verið í skömmu áður. Sú kona var að fæða sitt fyrsta barn og gekk vel. Hríðirn- ar voru harðar og tíðar og mig grun- aði að útvíkkunin gengi hratt. Þegar konan fer að fá væga rembingstilfmn- mgu kalla ég ljósmóðurina til og við skoðum konuna en útvíkkun reynd- lst þá ekki vera nema 6 sm. Ég varð sjálf fyrir vonbrigðum en dyl þau eft- lr getu en parið verður fyrir von- htigðum líka (ég tek það fram að ég vat ekki búin að gefa þeim neinar falskar vonir). Hálftíma síðar fær konan rosalega sterka hríð og verður mjög óglatt, kastar upp, ber sig illa og vill fá verkjalyf. Fyrsta hugsun hjá mér var „aha, hún er í transition“ °nnur hugsun hjá mér var „hættu nú að gera þér vonir, útvíkkun er hæg og konan hefur misst móðinn og ein- beitinguna við að fá að vita það„ Ég tók mark á hugsun númer tvö og fór fram, fékk leyfi fyrir pethidíni og phenergani, dró það upp og gaf kon- unni. Tuttugu mínútum síðar fær konan rembingsþörf og útvíkkun reynist lokið og hún fæðir ljúflega. Ekki þarf að taka fram að pethidinið var ekki farið að virka. Af reynslunni af síðari fæðingunni vissi ég að ég hafði gefið henni pethidinið á kolvit- lausum tíma og flaskað á því að at- huga gang fæðingarinnar áður en ég gæfi slíkt eitur. Já, ég kalla pethidín eitur því það er ekkert annað. Það er ekki af ástæðulausu sem það er eftir- litsskylt eiturlyf og ber því að með- höndla sem slíkt. Allar ljósmæður vita að það hefur öndunarletjandi á- hrif á bæði móður og barn og kunna réttu viðbrögðin við því, þ.e. að gefa nalon. Færri vita hins vegar að nalon brotnar mun hraðar niður en pethi- dinið og áhrif þess sem antagonisti pethidinsins hverfa og pethidinið heldur áfram að virka. Niðurbrots- efni pethidins, normeperidine, hefur helmingunartíma upp á 15 til 20 klst. og margt bendir til þess að það sé hættulegt efni (Pasero, 1996). Jákvæð fylgni er á milli skammts á pethidini og lengd fæðingar, því meira pethidin sem konan fær, því lengra verður fyrsta og annað stig fæðingarinnar (Thomson og Hillier, 1994) Allar ljósmæður þekkja líka pethidináhrif á barni m.t.t. brjóstagjafar. Með syfj- unni getur barnið orðið af brodd- mjólkinni (Matthews, 1989) og jafn- vel klúðrast öll brjóstagjöfm eins og hún leggur sig (Balaskas, 1989). Af reynslu minni á sængurkvennagangi og aðstoð við brjóstagjöf þar komst ég að sömu niðurstöðu því hægt var að þekkja pethidínbörnin svo kölluðu af því hve syfjuð þau voru og klaufar að taka brjóst og olli það oft erfiðleikum. Ég hef minnst á fáein atriði sem rökstyðja það að pethidín skuli ekki notað í fæðingum. Elínborg Jónsdótt- ir sagði okkur ljósmóðurnemunum frá fræðsluátaki gegn pethidínnotkun sem var á Fæðingarheimilinu og skil- aði dramatískri minnkun á efninu þar. Ekki væri vanþörf á að hafa slíkt átak á fæðingargangi auk þess sem bæta mætti aðstöðu til annara meðferða við hríðarverkjum og vil ég þá nefna heit- an pott og heimilislegra umhverfi fyr- ir fæðandi konur. A þessum tímapunkti við skriftirn- ar ætlaði ég að teygja mig eftir leið- beinandi beinagrind af dagbókar- broti niður í skrifborðsskúffuna mína en við mér blasti nett, plastað spjald þar sem útlistuð er stefnusýn Kvennadeildar LSP. Hvort sem ljós- móðurandinn hefur leitt mig inn á þessa braut eða eitthvað annað olli því að spjaldið blasti við mér eftir þessar hugrenningar mínar, tel ég við hæfi að vitna í lokaorðin þar og ekki ættu þessar jákvæðu breytingar sem ég lagði til, að vera tiltökumál í þess- um fögru fyrirheitum þó ekki sé minnst á ljósmóðurfræði í þessari stefnusýn Kvennadeildar - getur ein- hver ímyndað sér hvers vegna: Sem hluti af háskólasjúkrahúsi er Kvennadeild Landspítala í farar- broddi á sviði heilbrigðisvísinda í fæðingarfræði og kvenlækningum og til fyrirmyndar um þjónustu, fram- farir, samstarf og árangur. Heimildir: Balaskas, J. (1989) New active birth: A concise guide to natural childbirth. London: Thorsons. Matthews, M.K. (1989) The relationship between maternal labour analgesia and delay in the initiation of brestfeeding in healthy neonates in the early neonatal period. Midwifery. 5, 3-10. Pasero, C.L. (1996) Paincontrol: Minim- izing meperidine use. American Journal of Nursing. 96(8), 18. Thomson, A.M. og Hillier, V.F. (1994) A re-evaluation of the effect of pethidine on the length of labour. Journal of advanced nursing. 19, 448-456. 7

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.