Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 10
"Kálsókn á henclur ftnrm^nclar Ijósmóður Þema norska ljósmæðrablaðsins í apríl 1997 er um kærur og mál- sóknir gegn ljósmæðrum. I blaðinu eru einnig viðtöl við norskar ljós- mæður sem hafa verið kærðar en síðan sýknaðar. Lestur þessara greina vakti þá hugsun hvernig þessi mál standa hjá íslenskum ljós- mæðrum. Tíðni kærumála hefur aukist mikið á síðustu árum á hin- um Norðurlöndunum og ekld á- stæða til annars en að ætla að það gerist hérlendis líka. Aðalritari norska ljósmæðrafélags- ins Signe Gerd Blindheim segir í grein í blaðinu að aukið álag í vinnu sé áhættuþáttur, en aðallega sé orsök aukinnar tíðni kærumála sú að neytendur þjónustunnar séu meira meðvitaðir um möguleikann á að kæra ef þeim finnst þeir ekki hafa fengið rétta meðferð. I grein- inni eru nákvæmar leiðbeiningar um hvað ljósmæður eiga að gera ef kært er. Þar kemur fram enn og aft- ur mikilvægi góðrar skráningar á öllu sem gerist. Það sem ekki er skráð hefur ekki verið gert ef til kæru kemur. Formaður íslenska ljósmæðrafé- lagsins jÁstþóra Kristinsdóttir segir að félagið hafi ekki farið út í það að tryggja meðlimi sína eins og breska félagið hafi gert. Hún telur að ljós- mæður á hinum Norðurlöndunum sem starfa hjá því opinbera séu heldur ekki tryggðar í félögum sín- um. Haft var samband við þær ljós- mæður sem starfa sjálfstætt í Reykjavík, þ.e. sinna heimaþjón- ustu utan síns vinnutíma hjá því opinbera og eins ljósmóður sem sinnir heimafæðingum. Þær sem vinna við heimaþjónustuna sem aukavinnu virðast ekki hafa fengið sér atvinnutryggingu þrátt fyrir að þær sinni mörgum konum á hverju ári. Sú sem sinnir heimafæðingum virðist vera eina íslenska ljósmóðir- in sem hefur tryggt sig sérstaklega. Hún keypti sér atvinnutryggingu hjá tryggingarfyrirtæki í Reykjavík. Iðngjöldin sem hún borgar eru 30.000 krónur á ári og tryggja hana fyrir bótakröfu upp að 50 milljónum króna. Er ekki kominn tími til að við ís- lenskar ljósmæður setjumst niður og hugsum þessi mál? Hér á eftir kemur þýðing á grein úr þessu hefti norska ljósmæðrablaðs- ins. Greinin er eftir Rachel Myr og fjallar um málaferli gegn Caroline Flint sem er mörgum íslenskum ljósmæðrum að góðu kunn en hún hélt fyrirlestra hér vorið 1993. Unnur Egilsdóttir Tryggingarfélag Caroline Flint fyrrum formanns breska ljósmæðrafélagsins náði sáttum við fulltrúa móður og sonar hennar, sem er lamaður vegna heilaskaða, í málaferlum vegna tang- arfæðingar 1991. Tryggingarfélagið samþykkri að borga drengnum rúm- lega 84 milljónir í skaðabætur. Málið fékk feitletraða fyrirsögn í London Times 11. febrúar síðastliðinn með fyrirsögninni „Ljósmóðir borgar 84 milljónir í skaðabætur vegna heima- fæðingar.“ Vegna misskilnings var tal- að um fæðinguna sem heimafæðingu. I opinberri yfirlýsingu frá blaðinu nokkrum dögum seinna segir að kon- an hafi aldrei ætlað að fæða heima heldur hafi verið ákveðið að Caroline Flint og Valerie Taylor, önnur sjálf- stætt starfandi ljósmóðir hafi ætlað að fylgja henni í gegnum fæðinguna á sjúkrahúsi. Eins og þær eru vanar, fóru ljósmæðurnar heim til konunnar þegar hríðarnar byrjuðu til að meta framgang fæðingarinnar. Þegar stað- fest hafði verið að hún var byrjuð í fæðingu, fóru þær eins og ráðgert hafði verið á sjúkrahúsið þar sem lengstur hluti fæðingarinnar fór fram og endaði með að læknir lagði töng. Ósammála Flint og Taylor hlustuðu eftir fóstur- hljóðum með hlustpípu. Fullyrðing lögfræðings drengsins, um að gripið hefði verið fyrr inn í ef fósturhjart- sláttarriti hefði verið notaður og barn- ið fæðst tveimur klukkustundum fyrr óskaddað, er studd áliti sérfræðinga. Sérfræðingar ljósmæðranna vísuðu til að framgangur fæðingarinnar hefði verið eðlilegur og ekki hefðu verið merki um nokkuð óeðlilegt fyrr en 20 mínútum áður en fæðingunni lauk. Studdar áliti sinna sérfræðinga neit- uðu Flint og Taylor að viðurkenna á- byrgð á skaðanum og héldu fram að notkun á fósturhjartsláttarrita hefði engu breytt um ástand barnsins. Nokkrir þættir höfðu áhrif á það að frekar var ákveðið að ná sáttum en að fara út í málaferli. Það kom fram ósk frá tryggingarfélaginu um að reyna að takmarka kostnaðinn sem eykst eftir því sem málaferli ganga lengra í dómskerfinu. Bæði ljósmæðurnar og móðir drengsins völdu að losna við fjórtán daga málaferli með óvissum endi. Ljósmæðurnar hefðu getað unn- ið og móðirin ekki fengið neitt til að 10 J

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.