Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 7
Frá alþjóðasamtökum Ijósmceðra í tilefui alþjóðadags Ijósmeeðra 5. maí 1998 Ljósmæður i tykilhluhJerki í bcettri meeðraðernd Ljósmóðir í lykilhlutverki í heilsugæslu er kjörorðið í ár hjá ljósmæðrasamtökum um allan heim í tengslum við átakið „Betri mæðravemd.“ Alþjóðasamtök ljós- mæðra hvetja ljósmæðrafélög um allan heim til að leggja áherslu á hið sérstaka hlutverk ljósmæðra í samfélaginu og mælir eindregið með að stjórnvöld og alþjóðleg samtök sameinist um eftirfarandi atriði: • Að sýna samstöðu með mál- stað kvenna um allan heim með því að styrkja starf og stöðu ljós- mæðra í ljósi þess að mikill munur er á aðgengi kvenna að vel mennt- uðum ljósmæðrum til að veita mæðravernd. • Að mörkuð verði sú stefna að öllum konum séu tryggð þau grundvallarréttindi að fá að njóta umönnunar ljósmæðra á með- göngu og í fæðingu. • Að hvetja til þjóðarátaks um bætta mæðravernd þannig að draga megi úr mæðradauða, ung- barnadauða og örorku kvenna og barna tengda meðgöngu og fæð- ingu. Ljósmæður eru færar um að veita nauðsynlega umsjón og umönnun kvenna á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Ummönnun þeirra felur í sér m.a. heilsufræðslu, fyr- lrbyggjandi aðgerðir, greiningu oeðlilegs ástands hjá móður og barni, öflun læknisaðstoðar og beitingar neyðaraðgerða þegar læknishjálp fæst ekki. Það er sorgleg staðreynd að á síðasta áratug hafa sex hundruð þúsund konur látið lífið og aðrar fímm milljónir eru öryrkjar fyrir lífstíð vegna sjúkdóma í með- göngu og fæðingu. Stór hluti þess- ara óþörfu dauðsfalla og fatlana verða í þróunarlöndunum, en þar fæðir allt að helmingur kvenna án aðstoðar ljósmæðra. Það er stað- reynd að þar sem konur hafa að- gang að þjónustu ljósmæðra er út- koma meðgöngu miklu betri. Alþjóðadagur ljósmæðra var fyrst haldinn hátíðlegur 5. maí 1991. Tilgangurinn með þessu er að kynna fyrir almenningi og stjórnvöldum aðstæður kvenna á meðgöngu og við fæðingu og því mikilvæga heilbrigðis- og öryggis- hlutverki sem ljósmæður gegna í því. þessi dagur er nú haldinn há- tíðlegur af ljósmæðrasamtökum um allan heim. Póc yetoci Cáti& Cí&z vel... ... þrátt íyrir bakverki og grindargliðnun sem fylgja oft meðgöngu! MEÐGÖNGUBELTIN STYÐJA VIÐ BAKIÐ Meðgöngubeltin styðja við mjóbakið og færa þyngdina af hinum framsetta kvið yfir á bakið og mjaðmirnar. MEÐGÖNGUBELTIN STYÐJA VIÐ GRINDINA Meðgöngubeltin styðja undir kviðinn og ^ létta þar með álagið af grindinni án þess þó að koma í veg fyrir eðlilega gliðnun. Jafnframt styðja þau við grindina. MEÐGÖNGUBELTIN ERU ÚR TEYGJUEFNI Meðgöngubeltin eru í tvennu lagi og fest saman á einfaldan hátt með frönskum rennilás. Beltin eru án teina, en hægt er að fá sérstaka hryggplötu sem mótuð er til eftir bakinu. Hryggplatan er sett í sérstakan vasa á beltinu og hægt að fjarlægja hana aftur á einfaldan hátt. Aáttoc Ciíla uel! Össur hf, Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík, sími 515 1335, Fax 515 1366 UÓSMÆ9RABLAUIÐ 7

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.