Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 20
Danskur Ijósmóöumcmi > í Verklegn námi á Islandi Hún er hávaxin, grönn og ljós yfirlitum. Hún kemur hjólandi í snjó og tíu stiga frosti, til viðtals við rit- stjóra Ljósmæðrablaðsins og hlær að öllum áhyggjum um kal og frosna nefbrodda. Hún heitir Trine, er 26 ára og er á lokaspretti ljósmóðurnáms. Ástæðan fyrir því að Trine er við verklegt nám á Islandi er að dönsku ljómóðurnemarnir máttu taka hluta verklega námsins í ein- hverju Norðurlandanna og henni fannst ísland spennandi kostur. Höfð voru nemaskipti og fór einn íslenskur ljósmóðurnemi til Dan- merkur í verklega starfsþjálfun þegar Trine kom hingað. Þegar ég spyr Trine hvers vegna hún hafi ákveðið að verða ljós- móðir segir hún: „Ég var reyndar alltaf frekar óráðin í því hvað ég vildi gera, þannig að þegar ég hafði lokið við menntaskólann, fór ég í ferðalög, síðan í háskóla, svo fór ég aftur í ferðalög, síðan vann ég á barnaheimili og svo með fatlaða og þannig liðu 4 eða 5 ár, þar til foreldrar mínir þrýstu á mig og sögðu: „Trine, þú verður að mennta þig“. Og vegna þess hve ég hafði ferðast mikið sótti ég um nám í mann- fræði. Reyndar prófaði ég fyrst að sækja um í ljósmóðurfræði, þótt ég viti í raun ekki hvaðan sú hugmynd kom, en komst ekki inn. En ég komst inn í mannfræði og þegar ég fékk að vita það hugsaði ég: „Mér þykir vissulega gaman að ferðast en - nei“. Svo sótti ég aftur um (í ljósmóðurfræði) árið eftir, en þá sótti ég fyrst um sál- fræði. Þá fékk ég inngöngu í ljós- mæðraskólann og hugsaði sem svo: „Okey, ég prófa þetta“, en svo var þetta bara alveg fullkom- ið. Það er akkúrat það sem það er“. Varðandi þann mun sem er á menntun ljósmæðra í Danmörku og á Islandi segir hún að vitaskuld sé þar grundvallarmunur: „Á ís- landi þarftu fyrst að vera hjúkrun- arfræðingur. Og það hef ég rætt mikið við hina ýmsu og hvað þeim finnast kostir og ókostir við það fyrirkomulag. Og það hefur mér fundist mjög spennandi, að hugsa um hvernig hægt sé að haga þessu. Maður fær ekki á tilfinn- inguna að þetta eða hitt sé betra“. Þegar ég segist telja að menntun danskra ljós- mæðra sé góð tekur Trine undir það og bæt- ir við: „...ég tel hana innihalda það sem hún þarf, einnig vegna þess að ég hef það á tilfinningunni að það skipti ekki meginmáli hvort ég kann að skipta rétt á sári eða hjúkra baksjúklingi og ég tel mig fá það sem til þarf í ljósmóð- urnáminu". Ljósmæðranámið í Danmörku er þrjú ár en hún segir að til standi að lengja það í fjögur ár og síðasta árið verði einskonar æfingarár: „...maður er í vinnu, en eingöngu á sjúkrahúsi á fæðinga- gangi, en maður fær lægstu laun og er ekki tekinn sem fullmenntuð og hefur alltaf ljósmóður á bak við sig“. Meðalaldurinn í ljós- mæðraskólanum sem Trine er í var 28 ár þegar þær byrjuðu, þrátt fyrir að þær væru ekki hjúkrunar- fræðingar fyrst. Hún segist hafa fundið hvað þetta eru reyndar konur. í Danmörku er nýlega byrjað að hafa handleiðslu á öllum deildum og segir Trine það hafa gefíst vel. Ljósmæður hafi einnig tekið handleiðslu upp á sína arma og í ljósmæðraskólanum koma ljós- mæður með þjálfun í hand- leiðslu sem fari í gegn um erf- ið mál með nemunum. Þegar ég spyr hana hvort henni finnst ekki dagbækur í verk- legu námi á íslandi þjóna svipuðum tilgangi, er hún þeirrar skoðunar að þær komist nærri þessu. Þegar við ræðum umhverfi og stöðu fæðingadeilda segir Trine: „Ég las einhversstaðar að valda- stiginn sé strangara innan sjúkra- húsana en hersins“. Hún segist einnig upplifa það sterkar hér að ljósmæðurnar séu valdaminni en læknarnir. Þegar ég slæ því fram hvort þessi munur íslenskra og danskra ljósmæðra geti stafað af því að þær íslensku séu hjúkrun- arfræðingar fyrst, finnst Trine það 20 LJÓSMÆPRABLAPIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.