Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 6
Bre^tingar í áhersluþáttum t ungbamaOemd Landlæknir hefur gefið út þau tilmæli að breyting- ar verði á ungbarnavemdinni frá ársbyrjun 1998 í samræmi við ábendingar í handbók um Ungbama- vernd sem kom út á vegum Landlæknisembættisins árið 1996. Höfundar handbókarinnar eru Gestur Pálsson við Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum, Jóhann Ag. Sigurðsson prófessor í heimilislæknisfræði við Læknadeild Háskóla íslands og Hjördís Guðbjörns- dóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri við Bamadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Fyrri leiðbeiningar um heilsugæslu barna á vegum Landlæknisembættisins voru frá 1984. Tilgangurinn með að setja þær fram á sínum tíma var að auka gæði ungbarnaverndar og samræma ákveðin atriði fyrir landið allt, þ.e. að koma á ákveðnu skipulagi hvað ungbamaverndina varðar. Þar var m.a. lagt til að tekin yrði upp sérstök heilsugæsluskrá sem ís- lensk heilbrigðisyfirvöld gáfu út og dreifðu. í skrána var safnað gagnlegum upplýsingum um heilsu barns- ins og þroska, ónæmisaðgerðir og fleira. Einnig var lagt til að tekin yrði upp notkun vaxtar- línurita í ungbarnavernd á íslandi og notuð sænsk línurit fyrir aldurinn 0-8 ára þar til niðurstöðurann- sóknir á vexti íslenskra barna lægju fyrir. Lagt var til að þroskamat yrði gert að minnsta kosti við 6, 10 og 18 mánaða aldur svo og við 4 ára aldur. Tegundir og fjöldi ónæmisaðgerða var tíundaður og lagt til að börn fengju mislingabólusetningu 18 mánaða. Þá var og kafli um líkamsskoðun og annar um mat á and- legum og líkamlegum þroska á mismunandi aldri, tillögur um hvernig eftirliti skildi háttað og einnig stuttur kafli um mataræði ungbarna. Miklar breytingar hafa átt sér stað frá því fyrri leið- beiningar litu dagsins ljós og endurskoðun var því orðin tímabær. í nýju útgáfunni hefur aukin áhersla verið lögð á ýmsa aðra þætti en líkamsskoðun barns- ins svo sem að læknar og hjúkrunarfræðingar notfæri sér heilsuvemd af þessu tagi til að efla tengslin við fjölskyldu bamsins og veita ungum og óreyndum foreldrum stuðning í uppeldishlutverkinu. Við vitjan- ir í heimahús og reglubundnar skoðanir á heilsu- gæslustöð gefst gullið tækifæri til að koma ýmsum upplýsingum og ábendingum á framfæri, til dæmis varðandi slysavarnir, tannvernd og heilbrigt líferni fjölskyldunnar. Tilgangur nýju leiðbeininganna er m.a. að: Lýsa kröfum um ákveðin lágmarksgæði í ung- barnavemd hér á landi. Þær eru hugsaðar sem rammi með lágmarksstuðli, með vandamál bamsins í brennidepli. Vera marklýsing fagaðila um innihald ungbama- verndar. Samræma sjónarmið ýmissa fagaðila um heilsu- vernd barna. Koma að gagni við grunn-, framhalds- og símennt- un heilbrigðisstétta. Leitast er við að hafa nýju leiðbeiningarnar sem fjölbreytilegastar, þannig að þær nái einnig til ein- faldra atriða. Reynt er að leggja áherslu á stuttar ábendingar um hagnýt atriði sem hægt er að fletta upp og þær byggja fremur á reynslu en vísindum. Meginbreytingarnar eru að 2 'h árs skoðunin er flutt aftur um 1 ár þ.e. til 3 'h árs aldurs og að 4 ára skoðun og skoðun við upphaf skólagöngu hafa verið felldar saman í eina skoðun við 5 ára aldur. Bætt hefur verið í heilsugæsluskrána vaxtarritum til 18 ára aldurs. Alls eru grunnskoðanir barna 13 talsins til 5 ára aldurs, þar af 7 læknisskoðanir. í kaflanum um skoðun barna á mismunandi aldri hefur til samræmingar verið bætt við leiðbeiningum varð- andi vitjanir hjúkrunarfræðinga í heimahús. í 3 'h árs skoðuninni er mikil áhersla lögð á augn- skoðun. Ákveðið hefur verið að sjónpróf (HVOT) fari ekki fram seinna en við 3 'h árs aldur, en á þeim aldri á að vera auðvelt að mæla sjónskerpu flestra barna. Um er að ræða mikilvægustu augnskoðun æv- innar þar sem dráttur á greiningu rýrir meðferðar- möguleika umtalsvert. Fjögurra ára skoðunin þótti ekki standa undir væntingum til að uppgötva í tíma börn með mis- þroska. Þess vegna hefur verið ákveðið að leggja skoðunina við 4 ára aldurinn niður en taka þess í stað upp sambærilega skoðun við 5 ára aldurinn, áður en skólaganga hefst. Hér er í raun verið að slá fyrri 4 ára skoðun og 6 ára skólaskoðun saman í eina skoðun. í 5 ára skoðuninni er áhersla lögð á þroska- mat, með megináherslu á hreyfiþroska, skynúr- vinnslu og hegðun, en mikilvægt er að uppgötva slík frávik áður en skólaganga hefst. Þroskamatið byggir einnig á upplýsingum foreldra og starfsfólks leik- skóla, ef þurfa þykir og þá með leyfi foreldra. Matið 6 UÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.