Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 9
Ljósmœðrablaðinu hefur áskotnast tvœr ritgerðir frá nemum í Mannfrœði við HÍ sem fjalla um fœðingu og brjóstagjöf Þar sem Ijósmœðrum eru þessi mál skyld var tekin ákvörðun um að birta ritgerðirnar okkur til fróðleiks og upplyftingar. Birtist sú fyrri hér en hún fjallar um brjóstagjöf Sú síðari birtist svo í nœsta blaði. Höfundunum sendi ég bestu þakkir. Ritstjóri. BUJOSTAGJOF: NÁTTÚRULKG LÐA FTENNINGARLLG ATHÖFN? eftir Ingibjörgu Ólafsdóttur, mannfrceðinema Inngangur Umræðan um brjóstagjöf hefur til þessa tilheyrt læknavísindum. Þar vantar inn stóran þátt en það er sú menningarlega fjölbreytni sem finna má meðal ólíkra samfélaga. Mikill áróður er nú fyrir brjóstagjöf í „þriðja heiminum“*. Það kemur til vegna mikillar vannæringar barna og ungbarnadauða af völdum niðurgangs, sem yfirleitt má rekja til óhreininda í tenglsum við pela og tilbúna ungbarnamjólk. Læknisfræðin hefur tilhneig- ingu til að líta á þriðja heiminn sem einsleitt fyrirbæri en mannfræðin getur gegnt mikilvægu hlutverki í að benda á hinn mikla fjölbreytileika sem þar er að finna, og hin margvíslegu viðhorf til brjóstagjafar. Margt bendir til þess að sífellt færri börn njóti móðurmjólkur og þau eyði sífellt styttri tíma við brjóstið. Það eru ýmsar ástæður fyrir því og hér verður leitast við að benda á nokkur atriði sem hafa haft áhrif á þá þró- un. Ritgerðinni er skipt í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um hvernig vísindaleg, karllæg orðræða hefur haft áhrif á viðhorf kvenna til síns eigin líkama og þar er m.a. stuðst við mannfræðirannsókn Emily Martin. Anhar hluti leggur áherslu á hvemig ákvörðun um brjóstagjöf tengist valdi innan samfélaga, þ.e. kynbundnu valdi, og hugmyndunum um brjóst sem tæki til kynferðislegar örvunar fyrir karla. Þriðji hluti beinir mest sjónum sínum að mjólkuriðnaðinum og hvernig hann hefur beitt þrýstingi og markaðstækni til að draga úr brjóstagjöf kvenna. í fjórða og síðasta hluta verður greint frá venjum við brjóstagjöf á Islandi á 17. og 18.öld og sagt frá hvaða leiðir sumar þjóðir hafa gripið til í baráttu sinni gegn vannæringu af völdum pelagjafar. Þessu riti er ætlað að varpa ljósi á þá margvíslegu og ólíku þætti sem hafa áhrif á heilsufar ungbarna í heim- inum. Brjóstagjöf er í raun allt annað en „náttúruleg“ athöfn, hún er í raun athöfn sem er menningarlega ákvörðuð og stjórnast af ríkjandi gildum innan samfélags. Bvjóstagjöf ekki reedd í réttu Ijósi Brjóstagjöf hefur ekki verið áberandi rannsóknarefni fyrr en á síðastliðnum árum, og þá helst undir formerkjum læknavísinda. Mannfræðin og aðrar félagsvís- indagreinar hafa ekki mikið beint sjónum sínuin að þessu, þrátt fyrir stóraukna áherslu á konur og femíniskar rannsóknir. Eftir 1980 hefur verið lögð mikil áhersla á barnsfæðingar og meðgöngu en brjóstagjöf hefur ekki verið jafn- ruikið í sviðsljósinu. Nú á dögum er áberandi mikill áróður fyrir kostum brjóstamjólkur fyrir heilsu- far ungbarna og mikill þrýstingur Nestrant barn á brjósti. Úr: \9omen and breast-feeding. "VOHO ? er á konur að brjóstfæða börn sín. Á sama tíma eru sífellt færri böm sem njóta þessarar dýrmætu auð- lindar og sala á mjólkurdufti og pelum rýkur upp. Þetta kemur ef- laust mörgum á óvart, sérstaklega í þeim samfélögum þar sem brjóstagjöf er að komast aftur „í tísku“ líkt og er að gerast á Vest- urlöndum.(Palmer 1988:19) Almenn umræða um brjóstagjöf gerir ráð fyrir að konur geti „á náttúrulegan hátt“ gefið barni sínu brjóst en misbrestur á því eða þátttaka kvenna í atvinnu utan heimilis fái þær til að draga úr eða hætta brjóstagjöf. Þar með stefni þær líkamlegri og jafnvel sálrænni * Ég nota gæsalappir þegar ég tala um ..þrjðja heiminn*\ „þróunarlönd“ eða „vanþróuð“ ríki. Ég er ekki sátt við að nota þessi orð því þau vísa til ákveðinna valdahlutfalla niilli vestrænna ríkja og þeirra sem ekki eru vestræn. UÓSMÆÐRABLAÐIÐ 9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.