Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 32
Leiðbeiningar \>iö noíkun mjaltaOélar Hreinlecti Við alla meðhöndlun brjóstana og mjólkurinnar er nauðsynlegt að viðhafa gott hreinlæti. Handþvott- ur með sápu er nauðsynlegur áður en mjaltaáhöldin eru snert og eins eftir mjaltir. Mjaltaáhöldin þarf að sótthreinsa eftir hverja notkun. Einnig þarf að gæta þess að snerta ekki mjaltaáhöldin og geymslu- pokana að innan. ■Kjólkun Gott er að hafa í huga að mjólk- urframleiðslan fer eftir því hve mikla örvun brjóstin fá. Þvf oftar sem þau eru mjólkuð, því meiri mjólk kemur. Flestar konur þurfa að mjólka sig 5 sinnum á dag eða oftar til að örva og viðhalda mjólkurmyndun. Mjaltavélin er þannig gerð að hún líki sem mest eftir sogi bams- ins. Þess vegna er ekki stöðugt sog í henni, heldur kemur það í bylgjum. Þannig sog örvar einnig betur mjólkurmyndunina. Ef kona þarf að mjólka sig frá upphafi, t.d. ef barnið er á Vökudeild er nauð- synlegt að hún fái sem fyrst eftir fæðinguna aðstoð við mjaltir. Til að mjólkurframleiðsla komist sem fyrst af stað og hún haldist sem jöfnust er gott að konan mjólki sig 5-6 sinnum á dag og láti ekki líða meira en 3 til 4 klukkutíma milli mjalta yfir daginn og ekki mikið yfir 6 til 8 tíma á nóttinni. Athuga ber þó að á nóttinni er mjólkurframleiðslan ömst. Þó ber að gæta þess að konan ofgeri sér ekki því þreyta hefur slæm áhrif á mjólkurmynd- un. Svipuð lög- mál gilda ef konan þarf að mjólkasigseinna, t.d. vegna fjar- veru frá barn- inu, brjóstin þurfa tíða örv- un og tæm- ingu til að við- halda mjólk- urmyndun. Best er að byija hverjar mjaltir á mildasta sogi til að geirvört- umar verði síður aumar. Einnig getur verið gott að bleyta brjósta- skjöldinn með hreinu vatni til að hann sé ekki eins stamur. Brjóstaskjöldurinn er lagður þétt að brjóstinu, án þess að hann þrýsti neins staðar á það. Gott er að konan halli sér fram á við til að mjólkin renni betur ofan í pelann og ekki skildi þurrka innan úr mjaltavélarskildinum meðan á mjöltum stendur til að ekki berist sýklar í mjólkina. Þó er óhætt að halda hreinu stykki undir skildin- um til að grípa mjólk sem fer út- fyrir. Best er að mjólka hvort brjóst um sig þar til hættir að leka (5-7 mínútur ) og endurtaka síðan þar til hættir að leka aftur (3-5 mín- útur). Hver mjaltastund ætti ekki að taka minna en 15 mínútur en lítið er fengið með lengri mjöltum en 30 mínútum, nema mjólkin streymi enn á fullu. Ge>?msla brjóslamjólkur Eftir mjaltir þarf að kæla mjólk- ina sem fyrst til að bakteríur nái ekki að fjölga sér. Ef ekki á að nota mjólkina innan sólarhrings, þarf að frysta hana. Ekki er æski- legt að bæta ferskri mjólk saman við frosna eða kælda mjólk. Best er að frysta mjólkina í þar til gerðum frystipokum, sem fást í apótekunum eða plastpelum. Venjulegir klakapokar eru ekki góðir til að frysta brjóstamjólk vegna þess að fitan úr mjólkinni festist innan á þeim. Talið er óhætt að nota brjósta- mjólk innan 4 klst. við stofuhita, sólarhrings í ísskáp eða 3 mánaða í frysti við -18°C. Dagný Zoega Ljósmóðir og IBCLC Brjóstagjaf- arráðgjafi. 1998 Heimilcl: Auerbach, KG. og Riordan, J. (1993). Breastfeeding and human Hjálpum mæðrum ad qefa börnunum bestu mjólkina SÍMI 5600 900 f AX 5600 901 Bkautarholti 26-28 105 Reykjavík 32 LJÓSMÆÐRABLAÐIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.