Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 19
Dr. T'íarsclen VOagner á freeðsludegi Ljósmeeðrafélagsins Gestafyrirlesari á fræðsludegi LMFÍ sem haldinn var föstudaginn 5. maí s.l. var Dr. Marsden Wagner barna- og nýburalæknir og doktor í heilbrigðisfræðum. Hann hefur unnið sem faraldsfræðingur í tengsl- um við barneignarferlið (perinatal epidemiologist), bæði í Bandaríkjunum og Danmörku og í 15 ár var hann í forsvari fyrir þá deild alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar sem hefur með heilbrigði mæðra og ungbarna í Evrópu að gera. Dr. Marsden Wagner hefur verið óþreytandi í baráttu sinni fyrir öruggri og árangursríkri mæðravernd í vestrænum þjóðfélögum. Hann hefur skrifað margar greinar um þetta efni og mjög þýðingarmikla og áhrifaríka bók sem heitir „Pursuing the Birth Machine“ og var gefin út af ACE Graphics árið 1994. I fyrirlestri sínum hjá LMFÍ fjallaði Dr. Wagner m.a. um stöðu fæðingarmála á íslandi í dag og gagn- rýndi stefnu stjórnvalda hvað varðar fábreytni í fæðingarþjónustu. Ritstjóri náði stuttlegu viðtali við Dr. Wagner eftir fyrirlesturinn. Hann taldi upp þá meginþætti sem hann telur skipta máli í sambandi við fæðingarþjónustu á fslandi: 1. „Stefna ríkisstjómarinnar takmarkar þjónustu- form. T.a.m. eru engin fæðingarheimili á ís- landi. Það er mikilvægt að fjölmiðlar fái vit- neskju um að ríkisstjórnin er að segja „nei“ við að konur hafi val“. 2. „A Akureyri er mjög há tíðni inngripa í fæðing- ar. Fólkið veit ekki hver áhættan er við inngrip í fæðingu. Yfirlæknirinn þar verður að horfast í augu við raunveruleikann, taka ábyrgð á því sem er að gerast, viðhafa lýðræðisleg vinnu- brögð“. 3. „Fáeinir læknar hafa vald til að velja fyrir allt samfélagið — er það lýðræðislegt? Stefna á að mótast af vilja fólksins". Dr. Wagner hefur einnig áhyggjur af því að verið Dagný Zoega ritstjóri Ljósmæðrablaðsins ræðir við Dr. Marsden Wagner sé að loka fæðingadeildum á landsbyggðinni. Vís- indin segi að slíka staði eigi að láta vera en læknarn- ir séu hræddir við eðlilegar fæðingar. „Fólkið á ís- landi verður að skilja að keisaraskurðir eru ekki ör- uggir og mænurótardeyfingar eru heldur ekki örugg- ar“. Hann segir að læknar og yfirvöld verði að hætta að ljúga að fólki — hætta að taka ákvarðanir fyrir luktum dyrum. „Hvernig má það vera að læknar á ís- landi trúi því að 1/4 hluti íslenskra kvenna séu með svo illa skapaðan líkama að hann geti ekki fætt af sér barn?“ Dr. Wagner segir ennfremur: „Mæðravemd til- heyrir fólkinu. Lýðræðisleg barneignarþjónustuform gefa ekki færi á að læknar ákveði allt. Það er ekki læknanna að gefa leyfi.“ Hann segir það kvenréttindi að ákvarða hvernig barneignarferlinu skuli háttað. „Konum skal ekki sagt hvað þær mega og mega ekki gera við líf sitt.“ Að lokum vildi Dr. Marsden Wagner leggja áherslu á að ljósmæður eru í lykilhlutverki við að efla lýðræðisleg þjónustuform fyrir konur í barneign- arferlinu og að ljómæður eru mikilvægir talsmenn kvenna. Ég þakka Dr. Wagner kærléga fyrir viðtalið og þótt það væri stutt lék ekki nokkur vafi á að þarna fór maður með ákveðnar skoðanir á barneignarferl- inu og sterkur talsmaður ljósmæðra. Dagný Zoega Júní2000 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 19

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.