Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 20
Fæðingafþjdnusta á landsb^ggöinni Tekið saman af Ingibjörgu Th. Hreiðarsdóttur, Ijósmóður Farið var þess á leit við nokkrar Ijósmœður sem starfa á landsbyggðinni að segja lesendum frá þeirri þjónustu sem veitt er á þeirra virmustöðum. Blaðið fékk svör frá fjórum Ijósmœðrum þeim Guðlaugu Ein- arsdóttur Ijósmóður áfæðingadeild Heilbrigðisstofhunar Suðurlands á Selfossi, Guðrúnu Guðbjartsdóttur Ijósmóður á fœðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Keflavík, Önnu Björnsdóttur Ijósmóður á fœðingadeild Sjúkrahúss Akraness og Bjarneyju R. Jónsdóttur Ijósmóður á Sjúkrahúsi Blönduóss. F&ðingadeild Hettbrigðisstofiumat- Suðuriands á Selfossi. Frásögn Guðlaugar Einarsdóttur tjósmóður. Hér vinna átta ljósmæður í alls fimm stöðugildum og verið er að fá aukningu á stöðugildum hjá okkur. Eins og er höfum við allar verið titlaðar deildarljós- mæður og engin yfir, en við höt'um rekist á ýmsa veggi vegna þessa og þvf er nú verið að breyta þannig að ein okkar. Svanborg Egilsdóttir, verður yf- irljósmóðir. Hún hefur hingað til séð ein um mæðra- vernd á Selfossi en nú breytist það einnig þannig að við hinar, Ifklega tjórar, skiptum á milli okkar mæðraverndinni og aukuni bókunartínia upp í 20-30 mínútur í stað 10 mínútna áður. Þrjár af okkur eru með mæðravernd á nágrannaheilsugæslustöðvunum svo allar sunnlenskar konur hafa ljósmæður í mæðraverndinni, þ.e. á Hvolsvelli og nágrenni þar sem Sigurlinn Sváfnisdóttir er, Þorlákshöfn sem Her- borg Pálsdóttir sér um og Hveragerði og Ölfus þar sem Sigrún Kristjánsdóttir er nýbyrjuð með mæðra- vernd. Þar að auki er ljósmóðir í Laugarási í Bisk- upstungum, Matthildur Róbertsdóttir, og sér liún um mæðravernd þar og tekur einnig einstaka vaktir hér hjá okkur. Við höfum hérna eina fæðingastofu og sjö legupláss fyrir sængurkonur. Við erum líka með kvensjúkdómakonur. Einn dag í viku er kvenað- gerðadagur þar sem gerðar eru aðgerðir, ambulant eða stærri aðgerðir, allt frá condilomabrennslum og upp í hysterektómíur og liggja allar þessar konur hjá okkur ljósmæðrunum. Sængurkonur geta valið um að fara í heimaþjónustu eða liggja hér sængurleguna. Konum í áhættufæðingu er vísað á LSP en auðvitað fæða þær margar hérna líka, eins og konur með væga preeclampsiu og hér eru líka gerðir valkeisarskurðir og bráðakeisarar. Við höfum alltaf lækni á vakt, Jón B. Stefánsson fæðinga- og kvensjúkdómalækni mestan hluta en Sveinn Sveinsson skurðlæknir leysir hann af. Svæfingalækni, Árna Þór Björnsson, höfum við fjóra daga vikunnar en ekki um helgar og á föstu- dögum. Hér er að mestum hluta notast við vatnsbað sem verkjameðferð í fæðingu og boðið upp á vatns- fæðingar. Svo höfum við okkur sjálfar og allt sem við kunnum án lyfja og af lyfjum höfum við glað- loft, pethidin, fenergan og epidúral þegar svæfinga- læknir er til staðar. Annars má segja að við látum leggja epidúral u.þ.b. annan hvern mánuð. Fæðinga- deildin sinnir konum af öllu Suðurlandi og stundum koma konur hingað alla leið frá Hornafirði. Fæðing- ar eru frá 140 og upp í 180 árlega. Farðingadettd Heilbrigðisstofhunar Suðumesja í KeJiaOÍL. Frásögn Guðrúnar Guðbjartsdóttur Ijósnióður. Fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er 8 rúma deild og er þar ein fæðingastofa. Fæðingar hafa verið í kringum 230 á ári undanfarin ár. Auk fæðinga eru innlagnir sem aðallega tengjast hinum ýmsu kvensjúkdómum fyrir utan vandamál á meðgöngu og er talsverð göngudeildaiþjónusta í tengslum við mæðravernd og ungbarnavemd. Við deildina starfa 6 Ijósmæður í 5,2 stöðugildum og 4 sjúkraliðar í 2,2 stöðugildum. Mjög mikill áhugi hefur verið á vatns- fæðingum og er ein okkar á ráðstefnu þess efnis um þessar mundir. Til gamans má geta þess að fæðingar f vatni eru um 29% það sem af er árinu og er reynsla ljósmæðrana mjög jákvæð. Notkun baðsins hefur leitt af sér mun minni notkun verkjalyfja. Fyrir utan vatnsböð og óhefðbundnar aðferðir svo sem nudd, slökun og vatnsbólur sem verkjameðferð í fæðingu er boðið upp á glaðloft, leghálsdeyfingu (PCB - sem fæðingalæknarnir leggja), mænurótardeyfingu (þegai’ svæfingalæknir er til staðar) og pethidín/phenergan. Róla hefur verið til á fæðingardeildinni í nokkur ár og fæðingastóll (setkollur) og hefur hvoru tveggja 20 UÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.