Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 23
Heimafæðingar Hagn^tar uppl^singar og hugleiðingar Höfundar: Halla Hersteinsdóllir, Ijósmóðir og Jenir$ Inga Kiðsdóttir, tjósmóðir Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað að sífellt fleiri konur velja þann kost að fæða börn sín heima. Hagstofa Islands heldur skrá yfir fæðingastaði á íslandi, þar sem fæðingastöðum er skipt niður í fæðingar á stofnun annars vegar og utan stofnunar hins vegar. Þær fæðingar sem eiga .sér stað utan stofnunar eru fæðingar í heimahúsum bæði skipulagðar og óvæntar sem og fæðingar í sjúkra- eða einkabíl. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fæddu 5 konur utan stofnunar árið 1996, árið 1997 voru það 12 konur, 1998 fæddu 7 konur utan stofnunar, árið 1999 fæddu 18 konur utan stofnunar, en í ár stefnir í að um og yfir 30 konur fæði heima. Viðhorf til fæðinga í heimahúsi er orðið jákvæðara bæði meðal almennings og fagfólks. Þar kemur trúlega margt til, umræðan í þjóðfélaginu er orðin opnari, ljósmæður í mæðravernd nefna gjarnan þennan valkost við barnshafandi konur og stofnað hefur verið Félag áhugafólks um heimafæðingar. Hugsanlega eru verðandi foreldrar betur upplýstir og hræðsla við sársauka og kvíði fyrir fæðingunni því á undanhaldi. Þar sem ljósmæður líta á fæðingu sem náttúrulegan atburð hlýtur það að vera fagnaðarefni að almenning- ur er í auknum mæli farinn að líta fæðingar sömu augum. Það eru ekki eingöngu fleiri konur sem óska eftir að fæða heima heldur eru fleiri ljósmæður sem gefa kost á sér í heimafæðingar. Allar ljósmæður hafa leyfi til að starfa sjálfstætt og mega því taka á móti börnum í heimahúsum. Þær ljósmæður sem starfa sjálfstætt þurfa að tilkynna það til héraðslæknis á þar til gerðum eyðublöðum. Mik- ilvægt er að sjálfstætt starfandi ljósmæður séu vel tryggðar, tryggingin sem í boði er kallast ábyrgðar- trygging atvinnureksturs. Ljósmæður sem taka 1-2 heimafæðingar á ári þurfa ekki að kaupa fulla trygg- ingu, en þetta er nokkuð sem þarf að semja við viðkomandi tryggingafélag. Nokkur hagn^t atriði óarðandi heimafaeðingar Ymislegt ber að hafa í huga varðandi heimafæðing- ar, hér verður talið upp það helsta en þessi listi er engan veginn tæmandi. Það sem Ijósmóðirin þarf að hafa meðferðis Ljósmóðirin þarf að hafa ýmis áhöld, lyf og hjúkrun- arvörur með sér. Æskilegt er að ljósmóðurtaskan innihaldi eftirfarandi: Áhöld: Fæðingaráhöld (pinsetta, episiotomiuskæri, nafla- skæri, 2 kokkerar, saumaskæri og nálahaldari), hlust- unarpípa, doptone, gel, blóðþrýstingsmælir, steto- scope, 2 skálar, naflaklemma eða teygja, sogrör, vigt (reisla), málband, ambupoki. Lyfi Lidocain, Xylocain gel og sprey, Methergin, Syntocinon inj. og sprey, k-vítamín, Hibitan K-Y gel, Hibiscrub (til að þvo áhöldin með), Ringer Asetat, Hemohes, Glucosa 5%, Sæft vatn (vatnsból- ur), NaCl, Microlax, spritt, naflapúður. Hjúkrunarvörur: Sterilir og ósterilir hanskar, sterilar og ósterilar grisj- ur, undirbreiðslur, klóra, saumar, brennisteinspinni, legvatnspinni, ræktunarpinni, vökvasett, venflow, stasi, nálar, sprautur, glös fyrir naflastrengsblóð, plástrar, bómull, saumatökusett, þvagleggir, þvagstix. Annað: Nuddolía, hitapoki með mjúku utan um, kælipoki, sóttmengunarpoki og aðrir plastpokar, naglabursti (til að þrífa áhöldin með), vasaljós, spegill, með- gönguskífa. Það getur komið sér vel að hafa orku- drykk eða orkustykki til taks í töskunni handa ljós- móðurinni. Auk þessa getur verið heppilegt að hafa auka bol og jafnvel buxur í töskunni. Fyrirtækið Isaga getur leigt ljósmæðrum súrefn- iskút til notkunar í heimafæðingum, leiguverð er 30 kr. á sólarhring. Ljósmóðirin þarf hins vegar að kaupa fylgihluti. Tímafrekt og kostnaðarsamt getur verið að koma sér upp fullkominni ljósmæðratösku. Ljósmóðirin þarf að fá lyfseðil frá lækni fyrir öllum lyfjum og LJÓSMÆ9RABLAÐIE) 23

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.