Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 39

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 39
um þarfnast endurskoðunar. Þær verklagsreglur sem í gildi eru á fæðingardeild Landsspítalans í dag gera ráð fyrir því að tekið sé rit hjá öllum konum sem koma þar til að fæða. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að ekki er munur á útkomu barna eftir fæðingu hvort heldur sem hjartsláttarritun er viðhöfð í fæð- ingu eða hjartsláttur hlustaður með vissu millibili. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að samfara síritun í fæðingu er tilhneiging til hærri keisaratíðni en þegar hlustun er notuð. A fæðingardeild Landsspítalans hefur keisaratíðni smám saman farið hækkandi, en hún var 17,6% á síðasta ári. Leitt er líkum að því að ef dregið yrði úr notkun hjartsláttarrita hjá konum sem eru í eðlileg- um fæðingum og hlustun tekin fram yfir, gæti keis- aratíðnin lækkað án þess að það hefði áhrif á útkomu barna eftir fæðingu. Ltfsins Ust Má ekki bjóða þér brjóstið blessaði króinn minn leitaðu fljótt og finndu „formúlutappann“ þinn, og sjá! um leið og þú sýgur sogast úr brjóstinu gnótt af guðlegum drykk sem getur best gefið þér vöxt og þrótt. Á meðan í mömmu faðmi máttu þér una títt hlusta á hljómþýðan sláttinn frá hjarta sem elskar blítt og anda svo að þér kunnum ilminum mömmu frá. Já, brjóstamjólkin er bara það besta sem mamma á!! Má ekki bjóða þér brjóstið blessaða krílið mitt aðeins það besta býðst þér bjóddu mér sogið þitt og teigaðu úr mér orku auktu mér kjark og trú og þannig verðum við aftur eitt, ástin mín, ég og þú!! Þórdís Klara Ágústsdóttir Ljóð þetta orti Þórdís Klara Agústsdóttir, Ijósmóðir, á námsdegi kvennadeildar Landspítala, sem helgaður var brjóstagjöf, hinn 15. janúar 2000. Fundir og ráðstefmir Fræðslunefnd LTil'í minnir á fundi óelrarins: • Þriðjudagur 31. október: Endurlífgun nýbura. • Þriðjudagur 12. desember: Jólafundur að kvöldi. • Þriðjudagur 6. febrúar: Fræðslufúndur að kvöldi. • Laugardagur 24. mars: Fræðsludagur. Efni, tími og staðsetning verður tilkynnt þegar líður nær fundunum. • International Conference on Humanizaton of Childbirth. 2. 3. og 4. nóvember n.k. í Fortaleza, Ceara, Brasilíu. Upplýsingar Ev- entuALL, Rua Dr. Gilberto Studart, 369, Fortaleza, Ceara, Brazil. www.human- ization.org netfang: childbirth @ eventu- all.com.br • Tékkneska Ljósmæðrafélagið heldur ráð- stefnu: „Bringing Babies to the World“, 1.- 3. Febrúar 2001. Nánari upplýsingar á skrifstofu LMFÍ. • Árleg ráðstefna Association of Women’s He- alth, Obstetric and Neonatal Nursing, AWHONN, haldin 10.-13. Júní 2001 í Charlotte, NC, USA. Upplýsingar hjá AWHONN, 2000 L St„ NW, Suite 740, Washington, DC 20036, USA, netfang: adap@awhonn.org veffang www.awhonn.org • „The 2001 International Conference of Human Lactation Research and Breastfeed- ing Management" haldin í Orlando í USA 10.-14. Janúar 2001. Nánari upplýsingar á vefsíðu: www.healthvchildren.ee • Nursing Mothers Association of Austral- ia—alþjóðleg brjóstagjafarráðstefna 13.-15. september 2001 í Brisbane, Ástralíu undir yfirskriftinni: Breastfeeding. Ancient Art/- Modern Miracle. Upplýsingar í netfangi: creiewells@powerup.com.au veffang: www.uq.net.au/~zzggosne/international co nference.html. LJÓSMÆÐRABLAPIÐ 39

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.