Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 15
Ástþóra Kristinsdóttir ljósmóðir og formaður LMFI Heimaþjónusta Ijósmæðra - hvað skal hafa í huga Heimaþjónusta ljósmæðra hefiir farið stöðugt vaxandi síðan byijað var að veita þessa þjónustu í apríl 1993. Árið 1999 voru 26,1% kvenna sem nýttu sér heimaþjónustuna, árið 2000 voru það 40,1%. Allar ljósmæður sem hafa starfsleyfi og tryggingar hér á landi hafa leyfi til að sinna heimaþjónustu. Á skrifstofu Ljósmæðrafélags íslands eru til leiðbeiningar fyrir sjálfstætt starfandi ljósmæður sem að sinna heimaþjónustu og eru ljósmæður hvattar til að nýta sér þær upplýsingar. Einnig eru þar til eyðublöð sem félagið hefur látið hanna fyrir heimaþjónustuna til samræmingar fyrir allar ljósmæður. Það sem hér fer á eftir er útdráttur úr lokaverkefni mínu til BSc prófs í hjúkrunarfræði í október 1999 en það fjallar um snemmútskriftir í sængurlegu og heimaþjónustu ljósmæðra. Skilgreining og markmið. Byrjað var að bjóða uppá heimaþjónustu ljósmæðra í apríl 1993 en þá var gerður samningur milli Ljósmæðrafélags íslands og Tryggingastoihunar ríkisins um þessa þjónustu. Samningurinn miðast við að konur sem eiga að baki áfallalausa meðgöngu og fæðingu eiga kost á að liggja sængurleguna heima og geti valið að fara heim innan 36 klst ífá bamsburði. Hafa þær þá kost á því að fá ljósmóður heim til sín í allt að 11 skipti fyrstu vikuna eftir fæðingu. Ljósmæðurnar em fjölskyldunni til halds og trausts fyrstu dagana eftir fæðinguna og sinna ffæðsluþörfum þeim sem fjölskyldan óskar eftir/hefur. (Ljósmæðrafélag íslands, 1994). Heimaþjónusta ljósmæðra er liður í því að veita heildræna þjónustu, en heildræn þjónusta er samfelld þjónusta, oft annast sama ljósmóðirin konuna í heimahúsi og sú sem annaðist eftirlit á meðgöngu og/eða í fæðingunni. Markmið með heimsóknum ljósmæðranna er að fyrirbyggja vandamál og/eða greina snemma vandamál, auka vitneskju og fæmi foreldra og jafnffamt að efla sjálfsöryggi og hvetja foreldra við umönnun nýburans (Reagan, 1984 og Hildur Sigurðardóttir, 1994). í heimaþjónustu er lögð áhersla á að gefa tíma fyrir spurningar og vandamál sem foreldrarnir hafa. Markmiðið er að veita heildræna þjónustu þar sem það hefur sýnt sig að hún veitir heilbrigðisstarfsfólki betri yfirsýn yfir heilbrigðisferil og líðan móður og barns á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu. Heildrænt eftirlit er því mikilvægur þáttur í heilsuvemd móður og bams og í raun fjölskyldunnar allrar (Ljósmæðrafélag íslands, 1994). Helstu kostir og gallar. Rannsókn Gagnon og fleiri (1996) sýndi að konum sem völdu snemmútskrift gekk vel að tengjast börnum sínum, þær voru vel á verði gagnvart gulu bama sinna og kunnu að bregðast við henni. Börn þeirra fengu síður gulu en hinna mæðranna sem dvöldu lengur á sjúkrahúsi. Þær voru meðvitaðri um þátt brjóstamjólkur í gulu og þeim gekk betur með I heimaþjónustu er lögð áhersla á að gefa tíma jyrir spurningar og vandamál sem foreldrarnir hafa. Markmiðið er að veita heildræna þjónustu þar sem það hefur sýnt sig að hún veitir heilbrigðisstarfsfólki betri yfirsýn yfir heilbrigðisferil og líðan móður og barns á meðgöngu, í fœðingu og í sœngurlegu. Ljósmæðrablaðið maí 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.