Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 5
Hvað felst í mæðravernd7 Viðharf kvenna ag Ijásmæðra. Helga Gottfreðsdóttir ljósmóðir Lykilorð; mæðravernd / viðhorf kvenna/ viðhorf ljósmæðra/ innihald mæðraverndar Antenatal care/ women's views/ midwives's views/ content of antenatal care. Úrdráttur Sú hugmyndafræði að meðganga sé tímabil undirbúnings og aðlögunar fyrir nýtt hlutverk krefst þess að mæðravernd sé ekki eingöngu metin út frá líkamlegum þáttum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna og lýsa hvað verðandi mæðrurn finnst felast í mæðravernd og athuga hvort þjónustan væri í samræmi við líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir þeirra. Einnig var tilgangurinn að kanna viðhorf ljósmæðra til mæðravemdar og þannig var samband milli þeirrar þjónustu sem konunum fannst þær fá og þess sem ljósmæðrunum fannst þær vera að veita athugað. Rannsóknin var framkvæmd á tveimur heilsugæslustöðvum úti á landi. Aðferðafræði rannsóknarinnar byggir á fyrirbærafræöi (phenomenology) og voru tekin viðtöl við fjórar ljósmæður og átta verðandi mæður í 32-38 viku meðgöngu. í viðtölunum var stuðst við viðtalsramma og var innihald viðtalanna greint niður í stef. Þau stef sem greind voru í viðtölum hjá verðandi mæðrum tengdust flest á einn eða annan hátt líkamlegu eftirliti en áhersla á tengsl konnunnar og ljósmóðurinnar vom konunum einnig ofarlega í huga. I viðtölum við ljósmæður tengdust stefin einnig að miklu leyti eftirliti með líkamlegu heilbrigði móður og bams en þættir eins og fræðsla og stuðningur voru einnig álitinir mikilvægir í þjónustunni. Ekki var hægt að sjá teljandi mun á svörum ljósmæðra og þeirra kvenna sem rætt var við, en samkvæmt mati ljósmæðra er einnig þörf á skilgreiningu á ábyrgð þeirra fagstétta sem sinna mæðravernd. Fræðilegur bakgrunnur Lög og reglugerðir sem mæðravernd byggir á. Viðhorf til mæðraverndar hefur löngum verið að megintilgangur hennar sé að greina og fyrirbyggja vandamál. Einu opinberu leiðbeiningarnar varðandi mæðravernd sem eru í gildi hér á landi er að finna í reglugerð fýrir heilsugæslustöðvar ffá 1982 ( Heilbrigðis- ráðuneytið 1982).Þar er tilgreint hversu oft og á hvaða tíma í meðgöngu konan skuli koma í mæðravernd en einnig er gert ráð fyrir að í mæðravernd skuli felast fræðsla og undirbúningur fyrir umönnun nýburans. í mörgum löndum hafa verið settar fram leiðbeiningar um hvað mæðraverndin skuli að fela í sér (Haertsch,Campbell og Fisher. 1999; Kristensen o.fl., 1995). Þessar leiðbeiningar hafa þó aðallega beinst að eftirliti með líkamlegu heilbrigði móður og fósturs á meðgöngu. Það form sem lagt er til grundvallar mæðravemd í dag byggir að hluta til á skipulagi sem á rætur sínar að rekja til upphafs tuttugustu aldar. Það breiddist hratt út í mörgum löndum Evrópu og fjölgaði t.d deildum í Bretlandi er veittu þjónustu á meðgöngu úr 120 árið 1918 í 891 árið 1929. Breska heilbrigðisráðuneytið gaf árið 1929 út leiðbeiningar um mæðravernd og eru það sennilega fyrstu opinberu leiðbeiningar sinnar tegundar. Á þeim tíma var hár mæðra og ungbarnadauði sem síðari tíma fræðimenn hafa að stærstum hluta tengt þáttum í umhverfi fólks eins og lélegum húsakynnum, skorti á hollri næringu og Helga Gottfreðsdóttir er Ijósmóóir MA. Hún lauk masterprófi frá Thames University London árið 1999 og starfar nú við miðstöð mæðraverndar hjá Heilsugœslunni í Reykjavík og er lektor i Ijósmóðurfrœði við Háskóla Islands. Ekki var hægt að sjá teljandi mun á svörum Ijósmæðra og þehra kvenna sem rætt var við, en samkvœmt mati Ijósmæðra er einnig þörf á skil- greiningu á ábyrgð þeirra fagstétta sem sinna mœðravernd. Myndirnar sem birtast með greininni eru fránámstíma höfundar í Bretlandi *Þetta er ritrýnd grein. Ljósmæðrablaðið c nóv 2001 ö

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.