Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 16
Mikilvægt að standa með viðhorfum sínum Viðtal við Kirsten Rosendahl Ijásmnður. I sumar sem leið var hér í heimsókn Kirsten Rosendahl, Ijósmóðir frá Fjóni í Danmörku sem starfar við heima fæðingar. Helga Harðardóttir Ijósmóðir sem var hennar gestgjafi notaði tœkifœrið og tók viðtal við hana um störf hennar fyrr og nú. Kirsten Rosendahl býr í Odense á Fjóni og hefiir starfað sem ljósmóðir í nærri 36 ár, bæði í Danmörku og í Englandi. Kirsten hefur nýtt krafta sína að miklu leiti í þágu heimafæðinga og er hún þekkt í Danmörku sem einn helsti talsmaður þeirra. Hún er glaðvær og atorkusöm kona sem býr þó yfir einstakri yfirvegun. Kirsten hefúr m.a. unnið við gerð ffæðsluefiiis til foreldra og verið dugleg að miðla þekkingu til ljósmóðurnema. Árið 1999 var ég svo lánsöm að fá að kynnast Kirsten og fylgjast með henni í starfi sem ljósmóðumemi. Sumarið 2001 kom svo Kirsten ásamt eiginmanni sínum, Nils, í heimsókn til íslands þar sem þau m.a. gengu um hálendið og dáðust að stórbrotinni náttúru landsins. Ég notaði tækifærið og tók við hana viðtal. Fyrst bað ég hana um að lýsa fyrir mér hvemig starfi hennar er háttað. Kirsten Rosendahl ásamt eiginmanni sínum i Þórsmörk Síðustu fjögur árin hef ég verið í kerfi þar sem ég bæði vinn inni á sjúkrahúsi á fæðingardeild, og við heimafæðingar. Kerfið tekur til allra íbúa á Fjóni og litlu eyjanna sem tilheyra Fjóni. Ibúarnir eru svipað margir og búa á íslandi.Það byijaði þannig að við vomm þrjár ljósmæður í þessu teymi en nú er búið að fjölga í tjórar, vegna þess að þetta kerfi hefur sýnt sig að vera hagkvæmt. Við fáum konurnar strax í byrjun meðgöngu og sinnum þeim í mæðravernd, fæðingunni og á sængurlegu.Við vinnum þannig að þrjár ljósmæður sinna heimafæðingum hveiju sinni, meðan ein vinnur á sjúkrahúsi. Það eru tvö sjúkrahús með fæðingardeildir á Fjóni, voru reyndar þrjú þar til í fyrra. Á ijögurra vikna timabili vinn ég því eina viku á sjúkrahúsi og svo þrjár vikur að sinna þeim fjölskyldum sem valið hafa heimafæðingu. Hafðir þú unnið við heimafæðingar áður en þú byrjaðir í þessu kerfi? Þegar ég útskrifaðist frá ljósmæðraskólanum í Kaupmannahöfn 1965 unnu ljósmæðurnar í héraði. Ég fór þá til kvennanna þar sem þær fæddu í heimahúsum eða á litlu sjúkrahúsunum. Breyting á þessu skipulagi varð 1973, allar ljósmæðurnar fengu þá stöðu á sjúkrahúsunum eða á fæðingarheimilum. Þá færðust fæðingar í auknu mæli inn á stofnanir. Síðan hefur það verið þannig í Danmörku að allir eiga rétt á að fæða börn sín í heimahúsi og fá ljósmóður heim án þess að borga fyrir það. Ljósmæðrum ber því skilda til að sinna heimafæðingum frá öllum sjúkrahúsum í Danmörku. Ef kona tilkynnir heimafæðingu hefur það verið þannig að sú ljósmóðir sem er á bakvakt hefur sinnt því og farið heim til konunnar. Auðvitað fá þá konurnar bara einhverja ljósmóður til sín sem þær þekkja líklega ekki. Konur hafa samt alltaf rétt til að fá til sín aðstoð við fæðinguna og svo tvær heimsóknir i Ljósmæðrablaðið 10 } nóv 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.