Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 5
Á vit ævintýra í Hong Kong Hulda Þórey Garöarsdóttir Ijósmóöir Kæru ljósmæður! Það er gaman að fá tækifæri til að segja ykkur frá því sem ég er að gera hérna í Hong Kong sem ljósmóðir. Nú hef ég verið hérna í 6 mánuði og ýmislegt brallað á þeim tíma. I upphafi var ætlunin ekki að fara að vinna svo fljótt, enda vissi ég lítið um hvernig skráningarmálum og atvinnuleyfi væri háttað. í ljós kom fljótlega að hér þarf að ganga í gegnum langt ferli og á endanum að taka lokapróf ljósmæðranema héma, sem er bóklegt og verklegt, áður en skráning sem ljósmóðir fæst. Fljótt eftir að ég kom komst ég í samband við ljósmæðraþjónustu hérna sem býður upp á heimaþjónustu eftir fæðingu, foreldrafræðslu, ungbarnavernd og fleira. Eg byrjaði að vinna þarna í hlutastarfi og var aðallega að sinna heimaþjónustunni, á mjög sambærilegan hátt og við gerum heima á íslandi. Þettavarskemmtilegt og heiUandi starf, því ég fékk á sama tíma tækifæri til þess að hitta mikið af fólki alls staðar að úr heiminum og þannig víkkaði sjóndeildarhringurinn mikið. Þegar eigandi fyrirtækisins ákvað að fara á eftirlaun og selja reksturinn varð svo úr að við hjónin ákváðum að kaupa, og síðan þá hef ég verið í mikilli vinnu, skemmtilegri og mjög svo gefandi. Fæðingaþjónusta á ríkisspítölunum Þjónusta sem tengist bameignaferlinu hér í Hong Kong er annars vegar á vegum ríkisins og hins vegar einkarekin. A ríkisspítölunum er víða ágæt þjónusta; fæðinga- og sængurkvennadeildirnar ekki ósvipaðar þeim sem við eigum að venjast að heiman, en talsvert önnur menning sem gildir þar ogstarfsfólkiðnánastalltKínverjar. Enskaersums staðar töluð en oft em erfiðleikar í tengslum við tungumálið. I meðgöngueftirlitinu er mjög mikið að gera og algengt er að bíða í tvo kfukkutíma eftir viðtali og fá síðan 5 mínútna viðtal. Ljósmæður sjá um mæður á meðgöngu og í fæðingu, en læknar em viðstaddir og mjög oft nokkrir læknanemar. Mæðravemdin er konum að kostnaðarlausu. A ríkisspítölunum em keisaraskurðir mjög algengir, eða gerðir í 50 prósent tilfella, og valkeisarar em stórt hlutfall af því. Astæðan er fýrst og ffemst hræðsla kvenna og lækna við stór böm, en það teljast þau vera sem áætluð em meira en 3500 gr. Onnur stór ástæða er hjátrú Kínveija, en í þeirra menningu skiptir mjög miklu máli að fæða böm á dögum sem boða jæim lukku í lífinu og velja keisaradag út ffá því, jafnvel ]x3 meðgangan sé stundum ekki nema 37 vikur. I upphafi var ætlunin ekki að fara að vinna svo fljótt, enda vissi ég lítið um hvernig skráningarmálum og atvinnuleyfí væri háttað. Iljós kom fljótlega að hér þarf að ganga ígegnum langtferli og á endanum að taka lokapróf ljósmæðranema héma, sem er bóklegt og verklegt, áður en skráning sem ljósmóðir fæst. Einkarekin fæðingaþjónusta Hér eru þrjú einkarekin sjúkrahús með fæðingadeildum og síðan starfa fæðingalæknar sjálfstætt á stofum og sinna meðgöngueffirliti. Ljósmæður geta ekki unnið sjálfstætt innan jiessa kerfis nema á þann hátt sem ég er að gera, þ.e. í heimaþjónustu, ungbamaeítirliti og sem ráðgjafar á ýmsum sviðum. A sjúkrahúsunum sinna þær konum í fæðingu, Ljósmæðrablaðið c apríl 2002 ^

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.