Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2003, Blaðsíða 8
Allir kristnir menn þrá frið og gleði jólanna. Fjölskyldur reyna að vera saman, skólafólk kemur heim, sjómenn eru flestir í landi, flestir vinnustaðir loka svo starfsfólkið geti verið heima með fjölskyldunni og sumir taka upp á því að fæðast svo þeir geti verið með allri fjölskyldunni. Ég ætla að segja frá nokkrum jólum þar sem ég hef þurft að fara að heiman til að hjálpa þessum einstaklingum í heiminn. Þó ég hafi þurft að víkja frá heimili mínu í nokkrar klukkustundir þá hefur það ekki spillt jólastemmingunni hjá minni fjölskyldu, heldur frekar aukið hana. Fyrsta barnið sem ég tók á móti um jól var á jólum 1968. Ég var verulega þreytt á Þorláksmessukvöld eftir undirbúning jólanna búin að baka, strauja, sauma og þrífa til. Með 6 böm og unglinga í heimili auk eiginmannsins. Þá kom Guðmundur Helgi læknir með konu frá Grundarfirði, í fæðingu sem hafði ætlað sér að fæða heima. Sóttin var lin og fæðingin dróst á langinn svo hann ákvað að flytja hana Elín og jólabarnið 1995 Jólasaga Elín Sigurðardóttir Ijósmóðir Stykkishólmi á sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Þetta var rétt eftir miðnætti og læknirinn gat ekki stoppað lengi með konunni því liann var þá eini læknirinn í Stykkishólmi, Grundarfirði, Skógarströnd, Miklaholtshreppi og gott ef ekki allri Dalasýslu líka. Fæðingin gekk í rólegheitum alla nóttina en rétt fyrir hádegi á aðfangadag fæddist lítið stúlkubam. Öll þreyta konunnar hvarf eins og dögg fyrir sólu og hún komst í hvíld fyrir kvöldið, áður en jólahátíðin gekk í garð og upplifði tvöfalda jólagleði með litlu telpuna við brjóst sér. Ég komst heim til að elda jólamatinn og gat haldið jólin með ijölskyldunni. En ég gleymi aldrei hvað ég var ánægð með fyrsta jólabamið mitt þrátt fyrir að ég væri bæði syfjuð og þreytt þessi jól. Jólin eftir, árið 1969, var ég nýsofnuð á jólanótt þegar síminn hringdi. Ég var beðin að koma upp á sjúkrahús. Þessa nótt fæddi B.G. stúlkubam og gekk allt að óskum.Ég minnist þess hve allt var kyrrt og hljótt þegar ég gekk heim undir morgun, mér fannst vera helgiblær yfir öllum bænum. Heima voru öll börnin sofandi í nýju náttfötunum sínum með jólagjafima sínar í eða við rúmin. Til að ég fengi frið til að sofa þann morgun fór pabbi þeirra með þau í bíl út að Ögri og gekk með þeim á hjami út í Jónsnes og til baka aftur en yngsta barnið þurfti hann að bera hluta af leiðinni heim. Þau muna ennþá þessa jólagöngu og hvað þau voru ánægð og höfðu góða matarlyst eftir hana. Þriðja árið í röð fæddist jólabam, þá fæddi S. kennari sitt fýrsta bam. Ég var kölluð upp á sjúkrahús um miðja jólanóttina og var þar allan jóladaginn og fram á kvöld. Þá fæddist loks sprækur drengur eftir langa vöku en þetta tók mest alla jólanóttina og jóladaginn allan. En

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.