Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 20
Blóðþrýstingsmælingar á meðgönsu „I júlí 2002 var ég í verknámi á Mið- stöð mœðraverndar. Þetta var bœði skemmtilegt og lœrdómsríkt tímabil. Eg fékk tœkifœri til að vinna sjálfstætt og fékk þann stuðning sem ég þurfti þegar ég leitaði eftir honum. Mér fannst mikilvœgt að ná góðum tökum á því sem daglegt starf Ijósmóður í með- gönguvernd felur í sér. Ég rifjaði upp það sem ég lœrði síðastliðinn vetur á námskeiðinu „Heilsugœsla á með- göngu“ og „Ljósmóðurfræði 111“ með því að skoða glósur og lesa í þeim bók- um sem ég á um meðgönguvernd. Það var einmitt við lestur í kennslubókunum sem ég fékk þá hugmynd að fjalla um blóðþrýstingsmælingar í þessari dag- bók. Það var þó ekki síður umrœðan á kaffistofunni á Barónsstígnum sem sannfœrði mig um að taka jyrir þetta efni. Það kom nefnilega í Ijós við um- rœður á kaffistofunni að Ijósmæðurnar þar nota mismunandi aðferðir við blóð- þrýstingsmœlingarnar bæði hvað varð- ar stellingu og hvort notaður er Korot- koff tónn 4 eða 5 við ákvörðun á neðri mörkum. Einnig var rætt um hvað það væri einkennilegt að margar konur mœldust með miklu lægri blóðþiýsting I dagönn á Meðgöngudeild en í með- gönguverndinni á Miðstöð mæðra- verndar. I þessari dagbók mun ég fjalla um aðferðir við blóðþrýstingsmælingar hjá barnshafandi konum. Ég ætla því ekki aðeins að taka fyrir eina konu heldur að fjalla um mál sem snertir allar þær konur sem ég hitti á verknámstímabil- inu og mun eflaust einnig snerta allar þœr konur sem ég mun hitta i með- gönguvernd í framtíðinni. “ Blóðþrýstingsmæling er gerð hjá hverri einustu konu í hverri einustu komu í meðgönguvemd þvi hækkun á blóðþrýstingi getur sett bæði líf móður og bams í hættu. Við svona mikilvæga mælingu er eins gott að hafa aðferðina á hreinu. Á öðru ári í hjúkrun lærði ég að mæla blóðþrýsting. Þá var okkur kennt að effi mörkin væm við þá tölu sem Þessi grein er unnin af Önnu Sigríði Vernharðsdóttur úr dagbókarverk- efni sem hún gerði í Ijósmóðurnámi sínu sem hún lauk vorið 2003. mælirinn sýndi þegar hjartsláttur byrjaði að heyrast (Korotkoff tónn 1) og neðri mörkin við þá tölu sem mælirinn sýndi þegar hjartsláttur hætti að heyrast í hlustunarpípunni (Korotkoff tónn 5). Ég mundi eftir því að hafa lesið um að blóð- þrýstingsmælingar á meðgöngu væru frábrugðnar að því leyti að neðri mörk væm talin við Korotkoff tón 4, þ.e. þegar hjartsláttur fer að heyrast lægra en ekki við Korotkoff tón 5, þegar hann hættir að heyrast eins og almennt er gert þegar blóðþrýstingur er mældur. Þetta er í sjálfiu sér mjög rökrétt því hjá 15% barnshafandi konum hættir alls ekki að heyrast hjartsláttur og þvi myndu neðri mörk teljast 0 hjá þeim (WHO Study Group, 1987 í Gilbert & Harmon, 1998). Ég fór því að lesa betur í bókunum mín- um en sá lestur skildi eiginlega eftir sig fleiri spurningar en svör því leiðbeining- ar um blóðþrýstingsmælingar á með- göngu voru dálítið mismunandi. Ég ákvað því að gera samanburð (sjá töflu 1) á þeim leiðbeiningum sem gefhar em upp í 4 bókum sem við höfum mest notað í tengslum við meðgönguvernd og skoðaði einnig að gamni mínu leiðbein- ingar úr bókinni Spiritual Midwifery (Ina May Gaskin 1990). Síðar bætti ég við leiðbeiningum úr bók Enkin (2000) og grein Baston (2001). Þessi saman- burður endurspeglaði mjög vel umræð- una sem fór fram á kaffistofunni á Mið- stöð mæðravemdar því leiðbeiningamar em mjög mismunandi, líklega vegna þess að menn vom ekki sammála um að- ferðina. Þó virðist sem menn hafi verið að komast að niðurstöðu á síðustu 2 ámm því í bók Enkin ffá árinu 2000 er talað ákveðið um að nota Korotkoff tón 5 og að konan sé sitjandi eða á vinstri hlið. I grein Baston um blóðþrýstings- mælingar á meðgöngu (2001) segir að nota skuli Korotkoff tón 5 við ákvörðun á neðri mörkum því munurinn á Korot- koff tón 4 og 5 sé það lítill hjá konum með hækkaðan blóðþrýsting. Þar er einnig bent á að ritstjórn The Joumal of Hypertension in Pregnancy muni ffá og með árinu 2002, ekki taka greinar um blóðþrýsting til birtingar þar sem neðri mörk hafa verið miðuð við Korotkoff tón 4. Hjá þeim konum sem mælast með neðri mörk nálægt 0 þegar miðað er við Korotkoff tón 5 á að notast við Korot- koff tón 4 og skrá það sérstaklega t.d. 120/60 (K4). Það virðist því vera sem svo að menn séu að verða á eitt sáttir um að nota Korotkoff tón 5 og að konan eig' ffekar að sitja en að liggja. Þann tíma sem ég var á Miðstöð mæðravemdar spurði ég konumar í hvaða stöðu þær hefðu verið mældar og þá kom í ljós að flestar höfðu verið mældaf liggjandi í u.þ.b. 45° halla sem er alveg > samræmi við „Leiðbeiningar um gerð mæðraskrár" sem gefhar vom út fyrif nokkrum árum. Ástæða þess að ég spurði konurnar um stöðuna var að ég gæti mæl' þær í sömu stöðu og þær höíðu verið mældar áður. Á þessum tíma hafði ég ekki lesið grein Baston (2001) og því miðaði ég neðri mörkin við Korotkoff tón 4 eins og flestar bækumar gáfu til kynna- Þær konur sem ég hitti sem vom að koma í fyrstu komu, mældi ég meðan þær sátu og notaði hægri hendi. Það er þekkt að þegar lengra líður á meðgönguna Þa finnst konum óþægilegt að liggja a bakinu og með því að mæla blóðþrýsting' inn meðan þær sitja þá er hægt að styt® 20 Ljósmæðrablaðið maí 2004 J

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.