Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 22
Lífsréttur fósturs Inngangur í nafni frelsisins eru fóstureyðingar framkvæmdar, en um leið er frelsið vanvirt þegar mannslífum er eytt. Mörgum finnst kominn tími til þess að farið verði að endurskoða fóstureyð- ingastefnuna sem viðgengist hefur. Og í raun er það eðlilegt að svo verði gert, því allt þarf endurskoðunar við. Auk þess er ljóst að mikil hnignun hefur orðið á siðferðilegri hugsun fólks í sambandi við fóstureyðingar frá því sem áður var. I þessu efni ákvað ég að taka fyrir fóstureyðingalögin, fóstur- eyðingar og siðferðið í þvi sambandi hér á landi á undanförnum árum, svo og lífsrétt fóstursins. Sumir vilja halda því fram að þetta sé bara einkamál konunnar eða parsins, en í raun er þetta mikið stærra mál. Þetta er siðferðilegt þjóðfélagsmál og á því eru margir fletir. Þar á meðal skoðun fólks á „lífsrétti fóstursins“ - barnsálarinnar sem er að koma. Maður- inn er ekki bara hold og bein, þó svo sumir telji að fóstrið sé ekkert annað. Það eiga nú allir að geta fundið á sjálf- um sér. „Það er andinn sem lífgar, hold- ið megnar ekkert“ ( Jh. 6: 63 ). Við erum meira en hold og bein! Ég geri ráð fyrir að flestir landsmenn hafi lesið nýjársávarp biskups íslands hr. Karls Sigurbjörnssonar í Morgun- blaðinu 2. janúar síðastliðinn. í ræðu sinni kom hann inn á málefni barna og sagði þar meðal annars að börn á ís- landi virtust orðin afgangsstærð. Það virðist engin tími fyrir börnin. Þetta er alvarlegt mál! Börnin eru orðin af- gangsstærð í þjóðfélaginu. En eins og biskup komst að orði: „Þá kemur okkur þetta öllum við“. Fóstureyðingalögin taka ekkert á neinu siðferði. Þau heimila aðeins leyfi með skilyrðum. Lögin segja ekkert um það hvað er siðlegt né siðlaust. Lögin eru ekki sið- ferðilegur vegvísir fyrir þær konur sem vilja fara í fóstureyðingu. Hvar er þá að finna leiðbeiningar um hinn siðferðilega vegvísi? Þær eru að finna í Stjórnarskrá íslands. í Stjórnar- skránni er ákvæði um að evangelíska Eva S. Einarsdóttir; Ijósmóðir lúterska kirkjan sé þjóðkirkja íslands (62. og 63. gr. ). Siðfræði Heilagrar ritningar og Kristinnar trúar er því grunnurinn að siðfræði þjóðarinnar, og í Biblíunni er vegvísirinn skýr en þar segir: „Þú skalt ekki morð fremja“ ( 5. M. 5:17 ). Nútíma kristileg hefð er á móti fóstureyðingum. Virðing fyrir mannslífinu tekur bæði til móður og fósturs. Ófætt barn er manneskja í sama skilningi og af sömu ástæðum og móðir þess er manneskja. Kristin siðfræði segir einnig: „Að vernda beri móður og barn“. Eftirfarandi samþykkt var einnig gerð á Kirkjuþingi 1987: „Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfú verður að gera til rikisvaldsins, að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi. Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallar- sjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðan- legum hætti“. Flestir íslendingar játa Kristna trú þó svo fólk fylgi fleiri kirkjudeildum en þjóðkirkjunni. Siðferðið Öll byrjum við líf okkar með sama hætti. Mannsfóstur er verðandi mann- eskja í vexti sínum, um það verður ekki deilt! Fóstureyðing er framkvæmd með ásetningi, þ.e. af yfirlögðu ráði, tekin er ákvörðun og hún er tortíming á mennsku lífi. Mannslífið virðist ekki hátt skrifað! í mörgum tilvikum er fólk í því sam- bandi að losa sig við „að taka ábyrgð“ á sínum kærulausa lífsstíl, 800 - 1000 fóstureyðingar árlega á undanförnum árum segja þá sögu. Það er ekki vegna þeirrar neyðar, sem við átti fyrr á tím- um. Dálítill samanburður til umhugsunar Oft getur verið gott að gera samanburð til að sjá stöðu mála í þjóðfélaginu. Sjá eftirfarandi dæmi: A svipuðum tíma og þegar farið var að kynna hnakkaþykktarmælinguna, var fyrir Hæstarétti dómsmál þar sem fjallað var um örninn, en málefni arn- arins voru búin að vera til umfjöllunar vegna truflunar sem eitt arnarpar varð fyrir við varp sitt og útungun vestur á Barðaströnd vorið 2002. Örninn er nefnilega ffiðlýsmr, og það fer fyrir hæstarétt ef snert er við eggjum hans og ef varp hans er truflað. Og fleira má svo sannarlega skoða t.d. var erlendur ferðamaður stöðvaður í flugstöðinni í Keflavík í vor síðastliðið, þar sem hann hafði stolið húsandareggjum austur á Langanesi, en eins og örninn er hús- öndin friðlýst. - Og ekki má gleyma gæsavarpinu og friðlýstu svæðunum í Þjórsárverum, þar má ekkert trufla. - Og ef einhver vafasamur náungi sést í nágrenni við varpstöðvar fálkans, þá er hann höfuðsettur af vörðum þeim sem fylgjast með varpi hans. Svo sannarlega er sjálfsagt að frið- lýsa ýmislegt, en mannsfóstrið er greinilega ekki jafn hátt skrifað í hug- um margra, eins og þeir fuglar sem ég hef verið að nefca hér. Því er bara eytt eftir hentugleikum, þrátt fyrir það þó að Heilög ritning segi að „maðurinn sé æðsta sköpunarverkið á jörðinni " skapaður í Guðs mynd“ ( 1. M. 1: 27- 30). Eitthvað virðist mat fólks og sið- ferðishugsun vægast sagt orðin brengl' uð, og þegar maður ber saman ýmsar kröfur náttúruverndarsamtaka um verndun og friðlýsingar, sem virðast na ffá hvölum og niður alla dýra- og fúgla' flóruna, getur maður ekki orðið annað 22 Ljósmæðrablaðið maí 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.