Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 6
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja maí 2004 Arangur og fylgikvillar eghálsdeyfingar (PCB) sem notuð var á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) Útdráttur Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta árangur leghálsdeyfingar (PCB). Tilurð hennar má rekja til andláts eins barns efiir að móðir í fœðingu hafði fengið deyfinguna í september 2003. Leghálsdeyfing hefur verið notuð við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) s.l. 20 ár með góðum árangri til að verkjastilla fæðandi konur. Rannsóknin skiptist í tvo hluta, framvirkan ogaftur- virkan. Ljósmæður héldu skráningu um deyfinguna í framvirka hlutanum en upplýsinga var aflað úr mœðraskrám í afturvirka hlutanum. Úrtak rannsókn- arinnar eru 287 konur af387 sem fengu leghálsdeyfingu á árunum 1996-2003. Markmið rannsóknarinnar er að meta hvort hœgt sé að nota leghálsdeyfimgu áfram í núverandi mynd m.t.t. verkja- stillingar og öiyggis hjá fœðandi kon- um. Niðurstöðurnar urðu þœr að leg- hálsdeyfingin er góður kostur til að verkjastilla konur í fœðingu. Verkja- stuðull var metinn með VAS- skalanum og lœkkaði hann að meðaltali úr 8,7 niður í 4,2 eftir að deyfingin hafði verið lögð. Meðalapgargildi eftir 1 mín. var 7 og eftir 5 mín. var hann 9,5. Tvö alvarleg tilfelli má rekja til deyfingar- innar þar sem börnin voru bœði tekin með bráðakeisara. Annað barnið hlaut þroskahömlun og hitt barnið lést. Þannig verður að telja öryggi deyfing- arinnar ekki nœgilega tiyggt til þess aó hœgt sé að nota hana í núverandi mynd nema skurðstofuvakt sé til staðai: Lykilorð: leghálsdeyfing, fœðing, verldr. Inngangur Leghálsdeyfing eða PCB eins og hún er oft kölluð hefur verið notuð við Heil- brigðisstofnun Suðurnesja (HSS) s.l. 20 Höfundar: Steina Þórey Ragnarsdóttir, Ijósmóðir/hjúkrunarfræðingur við HSS °g Konráð Lúðvíksson, kvensjúkdómalæknir og lækningaforstjóri HSS ar með mjög góðum árangri til að verkjastilla fæðandi konur. Notkun PCB hefur minnkað s.l. 5 ár, þar sem margar konur na góðri slökun og verkjastillingu með óhefðbundinni verkjameðferð s.s. notkun baðsins og nálastungna. Raun- veruleikmn sem fæðandi konur búa við í Keflavík er sá, að ekki er alltaf jafn að- gangur að mænurótardeyfingu þar sem skurðstofuvakt er ekki alltaf til staðar. Fæðandi konur og ijölskyldur þeirra þekkja orðið PCB deyfinguna og hafa frekar beðið um hana en mænurótar- deyfinguna. Á árunum 1997-98 höfðu Ijósmæður á fæðingardeild HSS skráð á árunum 1996-2003 niður hjá sér notkun á leghálsdeyfing- unni til að hægt yrði að gera rannsókn seinna meir. Nú er sú rannsókn orðin að raunveruleika. Helsta ástæða þess að ráðist var í gerð þessarar rannsóknar núna, var að rekja mátti andlát barns til deyfingarinnar. Fræðilegt yfirlit PCB deyfingin hefur verið notuð s.l. 70 ár til þess að verkjastilla konur í fæð- ingu. Aðferðin er einföld og áhrifarík (Nieminen og Puolakka, 1997). í Skandinavíu hafa læknar notað þessa deyfingu vegna þess hversu góða og hraða verkun hún hefúr. Einnig er þessi aðferð ódýr og krefst lítillar fyrir- hafnar. Rante o.fl. (1995) gerðu rann- sókn í Finnlandi þar sem áhrif deyfing- arinnar á móður og barn voru skoðuð, í skjóli þess að deyfingin hefur af sum- um verið talin óörugg. Rannsóknin var gerð á stað í Finnlandi þar sem 0,25% bupivacaine er notað sem deyfiefni í PCB. Þar fæða um 5200 konur árlega og fær fjórðungur þeirra PCB. Konurn- ar voru látnar rneta verkinn með eink- unargjöf frá skalanum 0-10 og niður- stöður voru þær að fyrir deyfingu var meðalsársaukastuðull 8 en eftir deyf- ingu 5. Flestunr konum fannst deyfing- in virka einstaklega vel eða 62% en 25% fannst hún vera í meðallagi og 13% fannst hún ekki virka vel. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ef notaður er lágur skammtur af staðdeyfingu og rétt tækni við að leggja PCB þá sé ekki mikil hætta á aukaverk- unum hjá barninu en ekki er hægt að útiloka að öllu leyti hægtakt fósturs. Aðferð Samkvæmt Bobak og Jensen (1993) er 5 ml af 15% procain dælt sitt hvoru megin í leghálsinn eftir að leghálsinn hefur náð 6 Ljósmæðrablaðið nóvember 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.