Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 6
Andleg líðan kvenna á Akureyri eftir fæðingu þunglyndiseinkenni og foreldrastreita við þriggja mánaða aldur barns Útdráttur Margar konur upplifa mikið álag þegar þœr verða mœður og fjölmargar rann- sóknir sýna fram á að fœðingarþung- lyndi og foreldrastreita er fylgifiskur þessa mikla álags. Segja má að rannsóknin sem kynnt er hér sé þríþætt. I þessari grein verð- ur fjallað um fyrsta hluta hennar en þœr niðurstöður fjalla um tíðni fœðing- arþunglyndieinkenna og foreldrastreitu á þjónustusvæði Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri. 1 öðrum hluta rann- sóknarinnar erfjallað um hvaða þcettir sem skráðir eru á meðgöngu kvennanna hafa tengsl við foreldrastreitu og fœð- ingarþunglyndiseinkenna. íþriðja hluta rannsóknarinnar er könnuð upplifun kvenna afþví að fá fœðingarþunglyndi. Iþessumfyrsta hluta rannsóknarinnar var tilgangurinn að kanna tíðni fœðing- arþunglyndiseinkenna og streitustiga hjá konum með þriggja mánaða gömul börn. Rannsóknarsnið ermegindlegt, lýs- andi, þar sem spurningalistar voru not- aðir til að afla gagna. Rannsóknarúrtak voru 235 konur sem komu með börn sín í þriggja mánaða skoðun í ung- barnavernd Heilsugœslustöðvarinnar á Akureyri og var svarhlutfall 65%. Við gagnasöfnun voru notaðir þrír listar; lýðbreytulisti, Edinborgar-þunglyndis- kvarðinn (EDPS) og foreldrastreitu- kvarði (PSI/SF). Niðurstöður sýrnlu að meirihluti kvennanna eða 67% mœldust með <9 stig, um 17% mældust með 9- 11 stig og um 16% kvennanna mældust með >12 stig á EPDS. Varðandi for- eldrastreitu þá kom fram að um 17% þátttakenda greindust með > 75 stig sem talið er vera mikil foreldrastreita. Sú breyta sem hafði marktœka (p<0,05) fylgni við þunglyndiseinkenni var menntun (p-0,039) en þœr breytur sem höfðu marktœka fylgni við streitu- stig voru aldur (p=0,022) og hvort þær væru frumbyrjur eða fjölbyrjur (p=0,013). * Ritrýnd grein Sigfríður Inga Karlsdóttin Ijósmóðir; lektor við Háskólann á Akureyri, klínískur sérfræðingur í Ijósmóðurfræði við FSA. Hjálmar Freysteinsson, Fieilsugæslulæknir Heilsugæslustöðinni á Akureyri Sigríður Sía Jónsdóttir Ijósmóðir fræðslustjóri í hjúkrun við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Margrét Guðjónsdóttir; hjúkrunarforstjóri/ framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri Fjörutíu og þrjú prósent þátttakenda sem mældust með >12 stig á EDPS mældust einnig með >75 streitustig. Lykilorð: Andleg líðan eftir fæðingu, Edinborgarþunglyndiskvarðinn, þung- lyndiseinkenni, foreldrastreitukvarði, streitustig. Inngangur Yfirlýst markmið Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri (HAK) er að meta til jafns líkamlega, tilfinningalega og félagslega þætti varðandi heilsu fólks. Viðfangsefni heilsugæslunnar eru ein- staklingar sem búa við margskonar aðstæður, hafa fengið misjöfn þroska- skilyrði og hafa ólíkar forsendur til að takast á við sjúkdóma, þroskakreppur og áföll. I vinnulagi HAK, sem var breytt árið 1988, er áhersla lögð á að nýta tíð og endurtekin samskipti til að byggja upp persónulegt samband við skjólstæð- ingana og reyna að koina til móts við brey tilegar þarfir þeirra. Litið er á félags- og tilfinningalega þætti sem mikilvæga þætti heilsunnar. Leitast er við að auka foreldrahæfni og styrkja tengsl móður/ föður og bams. Leiðir að þessu marki eru meðal annars að skrá með mark- vissari hætti en áður hafði verið gert, upplýsingar í mæðravernd um almennt heilsufar, félagslegar aðstæður, andlega líðan og uppvaxtarskilyrði í bernsku. Þannig fara flestar barnshafandi konur í viðtal hjá sínum heimilislækni þar sem grunnur er lagður að þjónustumati fyrir konuna (Anna Karólína Stefánsdóttir, Hjálmar Freysteinsson, Hulda Guð- mundsdóttir, Björg Bjarnadóttir, Guð- finna Nývarðsdóttir, Magnús Skúlason, Pétur Pétursson, Sigfríður Inga Karls- dóttir, Sigmundur Sigfússon, 2000). Þessi upplýsingasöfnun er notuð sem grunnur að mati á þörfum einstaklinga fyrir aukinn stuðning og umhyggju starfsfólks í mæðra- og ungbarnavernd, fjölskylduráðgjöf eða önnur úrræði. Með þessu fyrirkomulagi er leitast við 6 Ljósmæðrablaðið júm' 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.