Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 36
„Kendt jordemoder” Rannsóknarverkefni með nútíma umdæmisljósmæður í Danmörku Síðustu þrjú ár hefur nýstárlegt fyrír- komulagveriðreyntáLjósmœðrastofunni í Alaborg. Nýstáríegt eða ekki, það er nýttfyrir okkur nútímaljósmœðrum en í raun byggt á gamla umdœmisljósmœðra- kerfinu sem enn er vísir að á Islandi þar sem einungis ein eða tvœr Ijósmœður starfa. Tilraunaverkefnið byggðist á því að tvœr Ijósmœður önnuðust 240 konur í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu á tveggja ára tímabili. Verkefirið er hér kynnt í stórum dráttum. Bakgrunnur I Alaborg sem öðrum bæjum Danmerkur, vinna ljósmæður einn dag í viku við mæðravemd á Ljósmæðrastofunni (Jordemodercenter) en hina dagana vinna þær á fæðingardeildinni. Hvortveggja er rekið af sýslunni. Þó svo að ljósmæð- urnar vinni bæði við mæðravernd og fæðingahjálp, er það undir hælinn lagt hvort skjólstæðingamir fái „sína ljós- móður” í fæðingunni. Fjöldi mæðraskoðana hjá ljósmóður eru þrjár fyrir fjölbyrju og 5-6 fyrir frumbyrju en þess utan skoðar heimilis- læknir konurnar þrisvar sinnum á með- göngunni. Konum sem þurfa að hitta fæðingalækni er vísað á göngudeild kvenna (Svangreambulatorium) og þar fara einnig fram ómskoðanir. Danskar ljósmæður hafa fyrir löngu síðan misst sængurlegu frá sér vegna manneklu á sængurkvennadeildum en þar starfa hjúkrunarfræðingar og sjúkra- liðar. Það er því ekki vani að ljósmæður annist sængurkonur lengur en þær tvær klukkustundir sem þær dvelja á fæðing- ardeildinni en konum er boðið upp á sængurleguviðtal við Ijósmóðurina sem var með þeim í fæðingu. Rannsóknarverkefnið - Projekt Moderne Distriktsjordemoder Markmið rannsóknarverkefnisins var að láta reyna á aðra uppbyggingu af ljósmæðraþjónustu en hina hefðbundnu, sem hefði það fyriraugum að ná hámarks samfellu, viðkynnum og öryggi í þjón- ustunni. Sérstök áhersla var lögð á að skoða vinnuaðstæður ljósmæðranna. Verkefnið var rekið í tvö ár (júní 2004 til júní 2006) með tveimur ljós- mæðrum sem önnuðust 240 barnshaf- andi og fæðandi konur. Ljósmæðurnar skiptu vinnunni á milli sín þannig að alltaf væri önnur hvor þeirra á vakt. Til samanburðar var hefðbundin bameign- arþjónusta á sama stað. Hvers vegna tvær Ijósmæður? Það kann að þykja ómanneskjulegt fyrir hvern sem er að vera á bakvöktum heilu vikurnar og hvers vegna þá ekki að hafa fleiri ljósmæður og léttari byrði? Álaborgarljósmæðurnar telja mikilvægt að einungis séu tvær um dæmisljós- mæður í teymi og fullyrða að l barnshafandi I kona geti ekki ' tengst fleiri en tveimur ljós- mæðrum í einu. Fleiri ljósmæður þyrftu líka fleiri skjól- stæðinga og því væm meiri líkur á að fæðingar rækjust á. Það hefði í för með sér að færri konur fæddu hjá umdæmisljósmæðrunum og fengju því ekki þá samfellu sem þær væru að sækj- ast eftir með því að veija umdæmisljós- móður. Fleiri yrðu því óánægðar með þjónustuna og það finnst ljósmæðrunum ekki vera þess virði. Fyrírkomulag þjónustunnar Umdæmisljósmæðumar tvær skiptu með sér vöktum þannig að hvor þeiira var viku í senn á bakvakt. Einn dag í viku var mæðravernd og voru þá báðar ljósmæðurnar til staðar. Þær bókuðu 10 konur á mánuði, þ.e. 120 konur á ári og önnuðust þær í gegnum meðgöngu, fæðingu og tvo klukkutíma eftir fæð- inguna. Allar konur gátu verið með í verkefninu. Samskipti við fæðingardeild Samstarfsljósmæðumar á fæðing- ardeildinni voru jákvæðar út í verkefnið vegna þess að þær töldu það mikilvægt og eins vissu þær að umdæmisljós- mæðurnar tvær fengu sömu laun og þær. Þess var einnig gætt að þrátt fyrir að sjúkrahúsið væri stolt af verkefn- inu og umdæmisljósmæðrunum sínum, fengu aðrar ljósmæður skýr skilaboð um ágæti sitt. Mikil áhersla var lögð á að umdæmisljósmæðurnar gengju ekki í önnur störf á fæðingardeildinni en þau sem tilheyrðu þeirra konum og var það talið hjálpa að fæðingarstofan þeirra var staðsett langt frá öðrum fæðingarstof- um. Ljósmóðirin sem var í fríi þá vik- una, var ekki kölluð út þrátt fyrir að tvær fæðingar rækjust á eða Ijós- móðirin á vakt- k inni væri búin a að vinna lengur I án hvíldar en W forsvaranlegt 7 var eða ef hún veiktist. I þessum tilvikum hjálpuðu ljósmæður á fæðing- ardeildinni til. Mædraverndin Fjöldi ljósmæðraskoðana í mæðravemd var sá sami og tíðkaðist á staðnum, þ.e. þrjár til fjórar skoðanir fyrir fjölbyrjur og fimm til sex fyrir frumbyrjur. Þar að auki fengu konurnar þrjár skoðanir hjá heimilislækni að danskri venju. Um 30% fjölbyrja hefði viljað fá fleiri skoð- anir hjá ljósmæðrunum þar sem þrjú skipti duga tæplega til að byggja upp sambandið á milli konu og ljósmóð- ur. Umdæmisljósmæðurnar bókuðu tíu konur á mánuði og dreifðist því fæð- ingafjöldinn jafnt yfir árið. Mæðravernd var sem fyrr segir einn dag í viku. Báðar ljósmæðurnar voru viðstaddar skoð- anirnar og var ánægja með það, bæði hjá ljósmæðrunum og skjólstæðingunum. Fæðingin Konumar völdu á milli þess að fæða á fæðingardeildinni eða heima. Þær hringdu í ljósmóðurina snemma í fæð- ingunni þar sem umsamið var að það 36 Ljósmæðrablaðið júnf 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.